Eyþór þakklátur!

Eyþór Ingi sagði að loknum blaðamannafundi í kvöld að hann væri þakklátur fyrir að komast áfram í úrslitin og hafi verið alveg slakur á sviðinu vegna alls fólksins í kringum hans, bæði bakraddanna sinna, hópsins í kringum hann og góðs skipulags frá SVT. Öllum til mikillar gleði dró hann svo miða sem á stóð ,,seinni helmingur“ fyrir úrslitin á laugardaginn.

Blaðamannafundurinn var annars líflegur og spurningar komu úr öllum áttum. Krista frá Finnlandi var eldhress eins og við var að búast og bað Farid frá Aserbaijdan að giftast sér. Hann var skjótur til svars og sagði: „Only if you hold me!“ og uppskar mikinn hlátur. Maltneski læknirinn sagðist til að mynda ekki muna eftir neinu á sviðinu, hann hafi verið í hálfgerðum transi. Spurður um hvort hann ætlaði að gefa læknaferilinn upp á bátinn sagðist hann bara eiga mæta á vakt á spítalanum á fimmtudaginn!

Aðspurður um ástæður þess að Grikkir komust áfram sagði forsöngvarinn að verið gæti að allir hefðu bara verið svolítið fullir en bætti svo við að þeim væri alveg sama hvernig þeir kæmust í úrslitin, að komast þangað væri aðalmálið. Ungverjinn fór svangur á sviðið og það leið næstum því yfir hann af stressi!

Sú norska var stolt að vera fulltrúi Noregs. Aðspurð um hvort hún væri eins og Lady Gaga, benti hún fólki á að fara á youtube og skoða myndbönd af sér frá 2006 þá sæju allir að Lady Gaga væri að herma eftir henni!

Þegar kom að Georgíumönnum breyttist andrúmsloftið úr léttleika í alvarleika því þeir tileinkuðu flutning sinn í kvöld þremur georgískum hermönnum sem létust í Afganistan í dag.

Hinn rúmenski Cezar endaði fundinn og sagðist líða eins og sigurvegara og var ánægður með að vera fulltrúi óperuheimsins í úrslitum Júróvision. Hann notaði tækifærið og tileinkaði látnum föður sínum flutning sinn í kvöld en endaði svo fundinn á að bresta í söng við mikinn fögnuð viðstaddra.

 

bladamannafundur

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s