,,Það eina sem ég er góður í er tónlist“

robinimorgummyndum

Það er skemmst  frá því að segja að krúttið hann Robin Stjernberg er orðin uppáhaldið okkar hér á Öllu um Júróvision. Við höfum því fylgst aðeins meira með hvað hann hefur verið að dunda og segja hér í Malmö en aðrir keppendur. Í dag kíktum við á aðra æfinguna hans í höllinni og svo á blaðamannafundinn hans í kjölfarið.

Æfingin hjá Robin og félögum gekk vel í dag, betur en á sunnudaginn. Það sást bæði á henni og Robin sagði það sjálfur að allt væri á réttri leið í æfingum og brátt myndi atirðið smella. Hann æfði í búningum sínum sem er sumarlegur með flaxandi vesti utan yfir. Robin sjálfur er ánægður með búningin og sagðist líða eins og prinsi í honum á sviðinu en varð svo vandræðalegur í kjölfarið en uppskar mikinn hlátur frá viðstöddum.

Það var greinilegt á fundinum að við erum ekki þau einu sem erum skotin í Robin því þar var margmenni og spurningum úr öllum áttum ringdi yfir hann. Nokkrir spurðu hann um líkamsform sitt bæði hvernig hann grenntist og hvort það hefði ekki áhrif á sviðinu að vera í góðu formi. Þessar spurningar virtust koma Robin svolítið á óvart en svaraði af mikilli einlægni. Um hvort ekki væri betra að vera í góðu formi á sviðinu sagði Robin að sjálfsögðu hefði það áhrif en mestu máli skipti að vera „fit on the inside“ eins og hann orðaðið, brosa og taka heiminn. Hann lýsti því svo af sömu einlægni af hverju hann var í feitara lagi einu sinni en hann sagði það bara hafa verið af því hann borðaði of mikið af súkkulaði og kartöfluflögum og skilaboð til þeirra sem vildu grennast væri bara að borða hollan mat.

Aðspurður um tónlistina í keppninni sagði hann að Holland væri eitt af uppáhaldslögunum sínum og hann langaði mikið að hitta Anouk. Hann sagði lagið fá hann til að langa að rölta um stræti New York borgar með lagið í eyrunum og syngja með. Robin var í framhaldi spurður um hvað væri framundan hjá honum í tónlistinni og í raun hvort hann ætlaði að halda áfram að vinna í tónlist. Hann var fljótur til svars og sagði að tónlist væri líf hans og án hennar gæti hann ekki lifað. Hann langaði því að vinna við tónlist alla æfi. Strax á mánudagin mun hann hefja æfingar fyrir stóran túr um Svíþjóð auk þess sem fyrsta plata hans mun koma út eftir mánuð. Plötuna sagði hann hafa verið lengi í vinnslu en það hún væri stórt skref fyrir hann enda væri hann meðhöfundur að flestum lögunum og því hefðu áhrifavaldar hans í tónlist áhrif á lagasmíðina. Að lokum sagði hann svo að platan væri að sjálfsögðu algjörlega osom!

Fundurinn endaði á tilfinnigaríkum nótum þegar Robin lýsti því hvaða skilaboð fælust í laginu. Hann sagði syngja það til fjölskyldu sinnar sem hefði stuttan í gegnum súrt og sætt í tónlistinni, keyrt hann hingað og þangað í tónlistabúðir og á æfingar. Síðustu orð Robins á fundinum voru um pabba hans, sem hann lýsti sem manninum með stálandlitið en hann sagði: ,,Pabbi grætur þegar ég syng“.

Robin á bladamannafundi

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s