Spár og úrslit

Við hérna á AUJ birtum þrjár spár í gær, Eyrún og Hildur saman auk þess sem pennarnir okkar, þeir Flosi og Capser birtu sínar spár. Þið kæru lesendur tókuð svo þátt í könnun hjá okkur og spáðuð þannig með okkur í spilin. Lítum nú aðeins á hversu sannspá við vorum!

Byrjum á hverju lesendur spáðu, en þeir höfðu sjö lönd af tíu rétt eða:

Danmörku
Rússlandi
Úkraínu
Hollandi
Hvíta Rússlandi
Moldóvu
og Írlandi.

Auk þess spáðu lesendur Serbíu, Austurríki og Króatíu áfram en þessi þrjú lönd fengu fæst atkvæði í könnuninni.

Rifjum nú upp því sem Casper spáði áfram. Hann taldi að Hvíta Rússland, Belgía, Moldóva, Rússland, Danmörk og Úkraína gætu tekið því létt og komist áfram og var það rétt hjá honum. Hann spáði auk þess að Serbía, Holland, Svartfjallaland og Króatía kæmust áfram með heppni. Þar hafði hann rétt fyrir sér um Holland og spáði því líkt og lesendur fyrir um sjö af tíu lögum rétt.

Við Eyrún og Hildur spáðum saman og vorum líkt og lesendur og Casper með sjö rétt af tíu sem komust áfram. Eins og hjá lesendum og Casper spáðum við að Danmörk, Rússland, Úkraína, Moldóva, Holland og Hvíta-Rússland kæmust áfram. Líkt og lesendur spáðum við svo einnig Írlandi áfram meðan Casper spáði Belgíu áfram.

Flosi var svo mest sannspár hér á AUJ en hann spáði fyrir átta af tíu rétt eða:

Hvíta-Rússlandi
Danmörku
Eistlandi
Írlandi
Moldóvu
Hollandi
Rússlandi
og Úkraínu

Öll höfðum við svo spáð Serbíu áfram og öll vorum við mjög hissa á því að Litháen komst áfram! Spár okkar fyrir annað úrslitakvöldið á morgun munu birtast eftir hádegi auk þess við hvetjum ykkur lesendur til að taka þátt í könnuninni fyrir kvöldið hér til hliðar!

writers

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s