Reyndir júróvision-nördar og hommapjásur berjast um athyglina!

Áfram Ísland með Bobbysocks

Það var öðruvísi stemning en vanalega á Euro Fan Café á mánudaginn var þegar stærsta Eurovision quiz sögunnar var haldið. Salurinn var fullur að reyndum en skrítnum Eurovision fígúrum sem ýttu djamm hommunum aftast í salinn þar sem litlu pjöllurnar þurftu að sætta sig við að sötra bjórinn. Quizið fór tók um þrjár klukkutíma en 25 spurningar voru í heildina. Milli spurninga komu svo þekktar Eurovision stjörnur sem tengdust spurningum sem á eftir komu. Þetta var mjög tæknilegt því allir fengu fjóra valmöguleika sem birtust í síma hvers og eins þátttakand og fengu þeir 20 sekúntur til að svara. FÁSES var með lið á staðnum sem stóð sig að sjálfsögðu með ágætum!

Fyrstu stjörnunar á sviðið voru Albanir sem greinilega eru rokkaranir í ár. Lagið þeirra er reyndar drepleiðinlegt en söngvarinn er flottur og hristir aðeins í eggjastokkunum. Þó lagið þeirra í keppninni sé ekki skemmtilegt voru þeir þrælskemmtilegir og fengur alla til að syngja með rokklaginu Your Sex is on Fire með Killers. Stórstjörnur á borð við Bobbysocks og Linda Martin stigu líka á stokk. Það mátti sjá tár í augunum á fólki þegar Linda Martin söng lagið sem hún sigraði með árið 1992, Why me. Ég verð að viðurkenna að ég fékk gæsahúð þegar Elisabeth Andreasen annar helmingur Bobbysocks söng lagið I Evighet. Þær stöllur eru en hressar og ég náði stuttu spjalli við þær þá sögðust þær vera miklir aðdáendur Íslands og sérstaklega heitar fyrir Eika Hauks og rauða hárinu hans. Það var að lokum hlutaskipti krúttbombunnar og hommsaglennunni Glen Vella að loka kvöldinu. Að sjálfsögðu söng hann This is my life með Eurobandinu, þó hann hafi nú ekki gert það neitt rosa vel og hafði alls ekkert í hæfileika Regínu og Friðriks Ómars.

Þetta var svo sannarlega skemmtilegt kvöld og ég get staðfest það að litlu hommsudívurnar fengu svo sitt að lokum með dúndrandi stemmningu með eurovisionlögum frá öllum áratugum og allir fundu eitthvað við sitt hæfi. Að lokum voru allir sem ein fjölkylda því við erum öll á því að Eurovison gefur lífinu lit! WE ARE ONE!

Glen á Euroquiz

Linda í stuði

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s