Júrónörd dagsins: Henný Árnadóttir

Undanfarin ár höfum við spurt ýmsa júró-nörda spjörunum úr um keppnina. Í ár verða þeir í færra lagi og birtum við hana Henný Árnadóttur fyrsta!

henny

1. Hvert er besta júróvísjonlag allra tíma?
Þetta er allt of erfið spurning fyrir harðan eurovision aðdáanda. Ég get ekki valið eitthvað eitt en það lag sem kemur mér alltaf í stuð er „Wild dances” með Ruslönu.

2. Hver er mesta júróvísjon-stjarnan?
Tvö koma til greina. Ég á mér þann draum að komast á tónleika með Carolu. Ég fór til Svíþjóðar þegar ég var 5 ára og mamma keypti plötu með henni sem ég hlustaði oft á og ekki er nú leiðinlegt að við fáum að sjá hana á sviðinu í Malmö núna á lokakvöldinu.  Svo fór ég á tónleikana sem voru á Hótel Íslandi með Johnny Logan forðum daga og hefði ekki viljað missa af þeim, hann var frábær, heillaði kvenþjóðina upp úr skónum og hafði engu gleymt.

3. Hvert er uppáhalds júróvísjonlagið þitt, bæði íslenskt og erlent?
Það sem er skemmtilegt við Eurovision er hvað keppnin býður upp á fjölbreytta lagaflóru. Þarna eru lög sem maður myndi að öllu jöfnu ekki hlusta á dags daglega ef þau kæmu ekki úr keppninni. Gömlu lögin hef ég ekki hlustað mikið á en eftir 1986 hef ég fylgst mikið með keppninni og hafa þó nokkur lög orðið í uppáhaldi. Það er ekkert eitt sem stendur upp úr hvorki íslenskt né erlent. Ég gleymi aldrei Charmed stelpunum sem tóku þátt fyrir hönd Noregs árið 2000 með lagið „My heart goes boom”. Ég hlustaði endalaust á þetta lag en svo voru þær rammfalskar á sviðinu , en mér var einhvern veginn alveg sama – þetta var svo flott klisja og skemmtilega hallærislegt. Mér líður eins og ég sé að svíkja vini mína með því að velja eitthvað eitt íslenskt lag en Jóhanna Guðrún hefur hrifið mig mest af öllum íslenskum flytjendunum og eina ástæðan er að hún flutti lagið af svo mikilli einlægni og er hún ein af okkar allra bestu söngkonum og megum við vera mjög stolt af henni, hún hafði líka pottþéttar bakraddir með sér.

4. Áttu þér einhverja sérstaklega eftirminnilega minningu tengda júróvision?
Ég hef ekki ennþá farið á keppni, það er draumur sem ég á eftir að láta rætast en euriovisionkvöldin hafa meira og minna alltaf verið skemmtileg fjölskyldukvöld á mínu heimili.  Síðustu tvö ár hef ég þó verið með stórt matarboð heima hjá mér og ætli toppurinn sé ekki síðasta eurovisionkvöld þegar einn af höfundum ársins kíkti í heimsókn og tók lagið .

5. Hvor heldurðu að myndi standa sig betur í júróvísjon, Sigmundur Davíð eða Bjarni Ben?
Sigmundur er meiri forsöngvari og held ég svona nettur rokkari inn við beinið miðað við Bjarna. Þó sé ég þá hvoruga fyrir mér gera einhverja stóra hluti. Ég fer alltaf að hugsa um Sigmund og skyrdósina þegar hann var í megrunarátakinu og því held ég að sambland hreyfinga og söngs eigi ekki eftir að ganga og hvað þá spandexgallinn hans Palla. Bjarni er léttari á því einhvern veginn en ég held hann nái samt ekki að hrífa fjöldann með Duran Duran fíling og hugsar um að komast bara aftur heim.

6. Ef lífið væri júróvísjonlag, um hvað væri það?
Um sadda og sæla júrónörda sem eiga fullkomið líf, hugsa alltaf um eitt lag enn og sjá það sem enginn sér.

7. Ballaða eða júrópoppslagari?
Ég hef alltaf hrifist meira af slagara og þau lög grípa mig alltaf einhvern veginn fyrr en því meira sem ég hlusta hvert ár á öll lögin þá eru rólegu lögin farin að vinna á. „Kuula” frá Eystlandi var t.d. mitt uppáhalds í fyrra.

8. Hver er galdurinn á bak við fullkomið júróvisjón-framlag? (sviðsetning/lag/flytjandi)
Atkvæðin skila sér frá allri Evrópu ef lagið er gott, söngvarinn hrífur og atriðið flott, við fengum verulega að sjá það árið 2009 þegar Jóhanna Guðrún tók þátt með lagið „Is it true”. Einfalt lag en fallegt atriði og hún náði að hrífa alla álfuna og austantjaldslöndin líka með sér og lenti í 2. sæti.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s