Ítalinn á blaðamannafundi: „Það er ekki bara evran sem sameinar okkur“

BeFunky_TH4_2.jpg

via eurovision.tv

Ítalinn mætti á blaðamannafund eftir seinni æfinguna sína í höllinni í dag. Fyrri blaðamannafundurinn féll niður og út spurðist að flytjandinn, Marco Mengoni, væri veikur. Hann var þó hinn hressasti á fundinum í dag og sagði í gríni þegar hann var spurður hvort hann vildi breyta einhverju frá æfingunni að hann vildi helst skipta um hárgreiðslu, andlit, nafn og lag og hló.

Marco, sem talaði bara ítölsku, var þó augljóslega dálítið stressaður á fundinum enda sagðist hann vera mun betri á sviði en fyrir framan hljóðnema í viðtölum. Hann er menntaður hljóðtæknimaður og segir það hafa hjálpað vel í tónlistarsköpuninni að þekkja inn á tæknilegu hliðina og hafa sambönd við pródúsenta.

Aðspurður um lagið sitt, sem sigraði í San Remo-keppninni í ár, sagði Marco að sér líkaði betur við lengri útgáfuna en hana þurfti að stytta í Eurovision-útgáfu sem má ekki vera lengri en 3 mínútur.  En að þetta hafi ekki verið mikið mál þar sem stuttum kafla lagsins hafi bara verið sleppt.

Áhrifavalda sína í tónlist segir hann aðallega vera foreldra sem hann segist þakklátur fyrir að hafa kynnt sig fyrir þekktum ítölskum tónlistarstjörnum og Bítlunum, en hann hafi einnig orðið fyrir miklum innblæstri frá soul, jazzi (Billie Holiday) og blúsi þegar hann komst til vits og ára.

Marco var spurður hvort að látlaust atriði hans týndist ekki innan um risa og diskókúlur. Hann sagði að frá upphafi hafi hópurinn lagt upp með að hafa einfalt atriði, þar sem lagið snerist um það nauðsynlegasta í lífinu (L’Essenziale) sem eru ekki alltaf flóknu hlutirnir. Þetta sé því bara hann, lagið og boðskapur lagsins. Hann sagði þetta líka vera í beinu sambandi við fyrirkomulag Eurovision-keppninnar í ár, þar sem stefnan væri að skera niður og sækja í einfaldleikann.

Hann var spurður um endurkomu Ítalíu í keppnina og hvað honum fyndist um að áhuginn heima fyrir á keppninni væri ekki nægjanlega mikill og eins og hann hefði verið áður. Marco svaraði því til að þar sem Ítalir hafi staðið utan keppninnar í 14 ár vildi hann gjarnan vinna að því að kynna hana aftur fyrir ítölsku þjóðina. „Það er nefnilega ekki bara evran sem sameinar löndin í Evrópu, heldur líka þessi stóri listaviðburður þar sem fólk kemur saman og syngur og flytur góða tónlist.“

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s