Eftir æfinguna fyrir seinni undankeppnina

Síðasta  búningaæfing fyrir síðara undanúrslitakvöldið, sem fer fram í kvöld, er nýlokið. Eins og á mánudag voru alls ekki allir í búningunum sínum og margir bæði ófarðaðir og ógreiddir. Í gær fylgdumst við með æfingunum á sjónvarpsskjánum þar sem 8.000 skólakrakkar frá Skáni voru í salnum og aðeins örfáir ljósmyndarar fengu aðgang. Lítum snögglega á hvernig hverjum og einum gekk.

Lettland: Hressir í glimmerjakkafötunum þótt þeir hafi gleymt skyrtunum heima. Láta sig falla í áhorfendaskarann. Fjölmargir áhorfendur í sal fögnuðu, góð notkun á myndavél og kom vel út í sjónvarpi.

San Marínó: Mætt með kúluna! Krýpur á sviðinu og syngur af innlifun til kúlunnar. Vængjaermar á kjólnunum. Í kjólnum hennar Heru, skoppandi á hælunum en dansararnir dansa ekki mikið! Mjög mikið klapp í blaðamannahöllinni.

Makedónía: Gleraugnalaus á sviðinu! Gamla í eldrauðu dressi og góð! Mikil stemning í blaðamannahöllin og klapp eftir laginu lauk.

Aserbaídsjan: Stressaður upp á glerstalli með dansara inni í! Smá falskur í byrjun, töff reyndar hvernig hann fór niður af glerstallinum, en minnir dálítið á Danmörku 2010. Confetti í lottokúluboxi! Er stelpunni ofaukið á sviðinu?

Finnland: Búin að endurheimta röddina! Rosalegir bleikir skór! Skiltið svolítið í ætt við Silvíu Nótt. Kemur ágætlega út í sjónvarp, aðeins að spara sig í röddinni. Dansarar skipta um búninga, mikið um að vera á sviðinu!

Malta: Mjög brosmildur og í karókíi með textann á skjá fyrir aftan sig. Þau eru kúttleg á sviðinu eins og lagið gefur til kynna. Röltir aðein fram á sviðið.

Búlgaría: Standa við trommurnar, fátt sem kemur á óvart. Betri æfing en hjá Makedónunum.

ÍSLAND:  Eyþór átti góða æfingu, var þó aðeins óöruggur í upphafi. Kemur vel út í sjónvarpi nema skallinn á Hannesi þegar höndin á Eyþóri er mynduð í lokin! Sænsku skólabörnin ekki mjög spennt. Mikið klapp í blaðamannahöllinni!

Grikkland: Mættir í pilsunum og ofurhressir nema gamli karlinn! Lítur meira út fyrir að vera hannað fyrir svið en sjónvarp. Gimmik með jólaseríur á hljóðfærunum. Í lokin dansa þeir fyrir framan gamla kallinn í brjáluðu stuði!

Ísrael: Með gleraugun og í sama kjólnum og heima í forkeppninni. Sungið vel og af mikilli innlifun. Klikkaði á hæstu slaufunum. Blaðamenn þokkalega ánægðir í höllinni.

Armenía: Halda að þeir séu ógurlega töff, stíliseraðir eins og þeir séu ekki stíliseraðir. Óspennandi atriði, hefðbundin hljómsveitaruppstemming. Eins og Levis-auglýsing, mikið gallaefni.

Ungverjaland: Meiri gleraugu! Meira krúttpopp! Mjög alvarlegir þó en í karokí eins og Maltverjarnir og Belginn. Of látlaust, þau standa bara kjurr á sviðinu, Gekk allt mjög vel en kannski ekki mjög mikið að æfa á sviðinu.

Noregur: Mætt í kjólnum eða aðeins nýrri útgáfu af honum a.m.k.! Sama uppstilling og heima og sama fléttan líka. Vel flutt og leið greinilega vel á sviðinu. Gott klapp í blaðamannahöllinni.

Albanía: Mættir með pákurnar og eld! Líflegri en Armenarnir. Söngvarinn pínu eins og hann hafi skemmt sér of vel í gær. Veltum því fyrir okkur hvort söngvarinn sé með hárkollu! Einn hljóðfæraleikarinn í kóngakeip! Eldspúandi gítar!

Georgía: Hugmyndin að sviðsetningu sú saman og DK 2010. Vel flutt og mjög ánægð með hvort annað, en ekki spennandi í sjónvarpi. Í drottningarkjól með borða og allt. Eldfoss í annað skipti og verður líka hjá Robin á laugardaginn – eldsprengjur í lokin. Fagnað í blaðamannahöllinni.

Sviss: Sama sviðsetning og heima, ekki spennandi! Stelpan fékk eitt erindi að syngja og það tókst ekki vel. Að öðru leyti vel flutt. Of væmið, kann Hjálpræðisherinn ekki að vera í stuði? Ekkert kemistrí á milli aðalsöngvaranna tveggja. Engar undirtektir í blaðamannhöllinni en skólakrakkarnir æstir í höllinni.

Rúmenía: Rosalegur óperubúningur! Mikið sjónvarp! Dansararnir birtast undan efninu á sviðinu! Maður gleymir öllu á sviðinu nema Cezari! Rís mjög á sviðinu – fylgist endilega með! Frábær flutningur af ekta óperuinnlifun!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s