Spá frá Flosa fyrir kvöldið!

Hérna kemur spá Flosa fyrir kvöldið í kvöld og eins og sést er hann orðinn jafnspenntur og við:Flosi með Serbnesku ástakörfunni

Jæja, þá er komið að stóru stundinni, fyrsta undankvöldið í kvöld. Ég ætla að fara yfir hvernig generalprufurnar gengu að mínu mati og gefa svo mína spá fyrir kvöldið.

Austurríki
Það er alltaf spenna að sjá fyrsta lag keppninnar og fær Austurríki það stóra hlutverk. Ég verð að segja að ég var ekki mikill aðdáandi lagsins í byrjun en eftir að hafa séð hana á æfingum og í viðtölum, þá gjörsamlega féll ég fyrir henni. Hún syngur rosalega vel en vandamálið hjá mér við lagið sjálft að það  byrjar rosavel en svo er viðlagið bara alveg eins og versin og því er ég hræddur að það standi ekki upp úr. Það verður á mörkunum að komast áfram.

Eistland
Dömur mínar og herrar; allir í náttfötin og koma sér vel fyrir og hlusta á ljúfa tóna frá óléttu konunni frá Eistlandi. Þetta er lag sem ég gæti hugsað mér að sé tilvalið að setja á þegasr krakkarnir hafa verið óþekkir og þeim vantar smá valíum til að sofna. Hún fékk mikið klapp í salnum og flutti þetta rosalega vel. Hún ætti að vera örugg áfram.

Slóvenía
Þetta er  eitt af þessum lögum sem er með Euphoria-syndromið en í staðinn fyrir  modern-dansstíl þá  hafa Slóvenar ákveðið að hafa grímuklædda dansara sem líta út eins og Gladiators. Hún syngur rosalega vel en mér finnst hún vera reyna of mikið og ég er ekki viss um að hún sleppi í gegn.

Króatía
Ég kikna í hnjánum þegar ég heyri karlakóra syngja og það breyttist ekkert þegar ég heyrði króatísku folana syngja í stíl karlakórs. Þegar ég hitti þá á norræna kvöldinu þá missti ég vatnið og hefði ekkert á móti því að eiga kvöldstund með þeim. En þeir eru víst allir giftir 🙂 Þetta er the Dark horse í undankeppni 1 og kemst áfram.

Danmörk
Danir eru að fara að taka þetta í ár og vinna undanriðil 1. Lagið er flott og current en þau reyndar litu þreytt út á æfingu og þau seldu lagið ekki nógu vel. Ég er reyndar búinn að fá svoldið ógeð af laginu en ég fílaði það við fyrstu hlustun þannig að ég held að Evrópa muni fíla lagið.

Rússland
Jæja, Rússar hafa ákveðið að boða frið í ár og keyptu sér lampa í IKEA til að  boða friðinn. Hún er flott söngkona og mun fljúga í gegn. Rússar halda ekki lengi í friðinn því að þeir henda einhverjum hnetti í salinn sem algjörlega meikar engan sens og maður spyr hvort við eigum að treysta Rússum fyrir friðarboðun. Lagið flýgur áfram vegna staðsetningu Rússa í Evrópu.

Úkraína
Úkraínumenn eru ein af sigursælustu þjóðunum í keppninni og maður er alltaf spenntur að sjá hvað þeir gera á sviði. Í ár fengu þeir sinn Jóhann Svarfdæling til að bera söngkonuna á svið í byrjun lagsins. Hann klæðist einhverjum víkingabúningi og er bara asnalegur á sviðinu. En sem betur fer þá fer hann strax af sviðinu og lagið fær að njóta sín því hún syngur eins og engill. Ég vil biðja allar eiginkonur að binda fyrir augun á maka sínum því að það er ekki víst að „þeir“ komi niður á jörðina aftur. Mér finnst þetta eitt af fimm bestu lögum kvöldins og ég gæti vel trúað að hún verði meðal þriggja efstu í kvöld.

Holland
Þetta er eitt af því lögum sem fylgir best þeim straumum sem er í gangi í tónlistarheiminum. Það er ekkert skraut á sviðinu, bara hún sem syngur lagið áreynslulaust. Ég vona sannarlega að hún komist áfram en Hollendingar eiga ekki marga vini sem munu kjósa. En þetta lag er frábært James Bond-lag og væri á vinsældalistunum ef Adele hefði sungið það.

Svartfjallaland
Dömur mínar og herrar! Svartfjallaland á er lag kvöldsins en ekki á jákvæðan hátt, Rapparar í geimverubúningum með öskrandi óvermeikaða barbígellu sem hljómar eins og vælandi köttur. En þetta lag gæti höfðað til ungu kynslóðarinnar og ég verð að viðurlenna það að ég gat ekki hægt að horfa á atriðið því  það var svo hræðilegt að ég fór að fýla það. Kannski verðum við öll syngjandi „NANANANANN GÚ“?

Litháen
Jesús! Pissupása dauðans. Úfff! Æi – lagið er ennþá! OMG! Hættu að blikka mig, þetta er orðið pínlegt. OMG ég þoli þig ekki! Farðu af sviðinu svo að við getum haldið áfram. Versta lagið í ár.

Hvíta-Rússland
Uppáhaldslagið mitt í kvöld. Loksins kemur lag sem maður getur kallað Eurovision-lag. Það er sykurhúðað danslag sem fær mann til að dilla sér og maður fær orðið „solayah“ á heilann. Lagið kemst pottþétt áfram þótt það verði sennilega ekki meðal fimm efstu í úrslitunum. Diskókúlan frá Beyonce virkar og þau nota fiðrildaþema því að þau eru með fiðrildaspor sem eru nú þegar dönsuð á Euroclub. Hún var reyndar mjög stressuð á sviði sem gæti haft áhrif en lagið fer klárlega áfram.

Moldóva
Þetta er lag þar sem mér finnst menn hafa unnið heimavinnuna sína vel og atriðið í heild finnst mér flottasta atriði kvöldsins. Hún syngur eins og engill og dansaranir vinna vel með henni og myndavélinni. Þeir nota sömu brellurnar og Aserbaídjan í fyrra með kjól sem breytir um lit, síðan lyftist hún og breytist í risa. Er Jói risi trendið í ár?

Írland
Jæja, stúlkur og hommar! Sitjið fast við sjónvarpið! Eiginmenn – þið ættuð kannski að binda fyrir augun á konunum ykkar núna því að Írar hræra svo sannarlega í eggjastokkunum með hálfnöktum karlmönnum. Ef ég væri með svoleiðis þá mundi ég segja við makann að núna væri tíminn til að…. að………Ég held að lagið komist klárlega áfram en held að Írar séu aftur að gera of mikið og lagið nær ekki að njóta sín.

Kýpur
LEIÐINLEGT………Þetta var nú alveg til að eyðileggja stemninguna eftir að Írar gerðu allt vitlaust. Hún syngur reyndar vel og það er gaman að heyra hana syngja á móðurmálinu en Jesús, þetta er svoooooooooo leiðinlegt!

Belgía
Lagið hljómar vel í útvarpi en á sviðinu er hann stressaður og heldur ekki lagi. Þeir gerðu líka sömu mistök og Two Tricky forðum með að hafa dansa sem eru alls ekki í takt við lagið og bara er halló. Fer ekki áfram því miður því að lagið er flott.

Serbía
Ávaxtakarfan er mætt á svið sem túlkar fyrir ykkur djöfulinn og engilinn að reyna að hafa áhrif á ávaxtaprinsessuna. Þessir búningar eru horror. En viðlagið er fast í heilanum  hjá mér og þetta er eitthvað fyrir Testósterón FM hnakka. Þær eru of meikaðar og líta bara kjánalega út. En lagið flýgur áfram.

Mín spá:

Hvíta-Rússland
Króatía
Danmörk
Eistland
Írland
Moldóva
Rússland
Serbía
Holland
Ukraína

Mín ósk:

Montenegro í staðinn fyrir Eistland

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s