Síðasta búningaæfing fyrir semi 1!

Síðasta  búningaæfing fyrir fyrri undanúrslitakvöldið, sem fer fram í kvöld, er nýlokið. Þó við köllum þetta búninga æfingu þá voru alls ekki allir í búningunum sínum og margir bæði ófarðaðir og með bara hálfar hárgreiðslur! Í gær fylgdumst við með æfingunum í salnum en í dag á sjónvarpsskjánum og getum því aðeins borið saman hvernig atirðin koma út á sjónvarpi samanborið við á svið. Lítum snögglega á hvernig hverjum og einum gekk.

Austurrík
Það voru ekki miklar breytingar á æfingunni eins og mátti búast við. Það gekk allt upp og atriðið kom mjög vel út sjónvarpi, greinilega vel hannað.

Eistland
Upphaf lagsins kemur í svarthvítu á skjánum sem er í raun eina gimmik þeirra Eista í ár. Æfingin gekk ljómandi vel og gekk allt upp en okkur finnst kannski kjólinn heldur óklæðilegur, svolítið eins og verið sé að reyna fela að hún sé ólétt!

Slóvenía
Atriðið kemur mjög vel út í sjónvarpi og dansinn algjörlega hannaður fyrir sjónvarpskjánna. Flutningur Hönnuh var algjörlega fölskvalaus og við vonum bara að þetta gangi eins vel í kvöld.

Króatía
Króatarnir voru líkt og í gær ekki alveg með flutninginn 100% sem maður væntir ekki af sönghópi eins og þessum. Þeir láta atriðið alveg standa fyrir sínu og eru ekki með neitt gimmik.

Danmörk
Það er eins og það sé komin þreyta í danska hópinn því það vantar einhverja orku á sviðinu sem var til staðar í keppninni heima í Danmörku. Gullregnið og eldfossinn komu þó sérstaklega vel út í sjónvarpinu.

Rússland
Æfingin gekk vel og Dina syngur af mikilli innlifun. Í þessu annars látlausa atriði skiljum við engan vegin af hverju bakraddirnar kasta boltum til áhorfenda í miðju lagi!

Úkraína
Úkraínu menn voru einir af þeim sem æfðu án búninga. Þó æfingin hafi gengið vel er atriðið jafn lítið spennandi í sjónvarpinu og það var á sviðinu í gær.

Holland
Anouk átti frábæra æfingu í gær, söng mjög vel. Í dag á æfingunni virtist hún hins vegar örlítið andstutt og það hafði áhrif á flutninginn. Þetta einfalda atriði kemur mjög vel út í sjónvarpinu og hún fékk mikið klapp hérna í blaðamannahöllinni að æfingu lokinni.

Svartfjallaland
Þó æfingin hafi gengið vel og allt verið eins og átti að vera og allir búningar á sínum stað, þá er atriðið jafn undarlegt og að okkar mati leiðinlegt í sjónvarpinu og á sviðinu.

Litháen
Hann Andrius greyið leit jafnvel enn verr út á æfingunni í dag en í gær, kannski hann hafi skemmt sér aðeins of mikið í gærkvöldi! Af þeim sökum var hann jafn líflaus og á æfingunni í gær en við heyrðum að hann hafi verið geislandi að lífi og gleði í augunum í gærkvöldi á dómararennslinu! Vonandi, hans vegna, gerist þaðaftur í kvöld.

Hvíta Rússland
Eftir góða æfingu í gær virtist Alyona stressuð á sviðinu áðan og það gerði það að verkum að það vatnaði allt líf í atrðið. Myndtakan er líka frekar undarlegt og atriðið kemur mun betur út á sviði en í sjónvarpi.

Moldóva
Hér er dansinn hannaður fyrir sjónvarp og kemur afskaplega vel út í mynd. Það gerir Aliona líka alveg þangað til hún vex á sviðinu í lokin sem er eiginlega bara kjánalegt, lítur út fyrir að hafa verið gert, bara til að hafa eitthvað gimmik.

Írland
Ryan klikkaði sko ekki á meikinu fyrir æfinguna í dag! Það varð þó ekki til þess að hann gæti sungið alla háu tónana. Atriðið kom mjög vel út á sviðinu í gær en myndskipting í sjónvarpi er mjög hröð sem er ekki til að hjálpa til.

Kýpur
Despina mætti í kjól á sviðið í þetta skiptið en ekki í catwoman outfitinu síðan í gær. Æfingin gekk bara ljómandi vel og hún flutti lagið mjög vel.

Belgía
Atriðið var alveg jafn hallærislegt í sjónvarpinu og það var á sviðinu í gær. Roberto söng þó mun betur, hann þurfti kannski á auka flutningum, sem hann fékk á dómara rennslinu í gærkvöldi, að halda en þar flutti hann lagið tvisvar vegna tækni örðuleika.

Serbía

Serbnesku skvísurnar mættu ekki í búningum, en þó allar í eins strikamerktar! Þetta var líka í fyrsta skipti sem þær sjást opinberlega ó- eða mjög lítið málaðar og bara með rúllur í hárinu! Æfingin gekk þó vel þó að ein þeirra hafi klikkað á háu tónunum.

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s