Meira júróslúður?

Meira slúður? Við fórum í ísraelska partíið í gærkvöldi á Glasklart og þar bar ýmislegt fyrir augu (og eyru) – en hér eru líka ýmis gullkorn sem við höfum heyrt:

pizap.com10.8040865277871491368551725323

  • Hin ísraelska Moran Mazor tróð að sjálfsögðu upp í partíinu og söng framlag sitt, en einnig önnur eldri ísraelsk Eurovision-lög t.d. Hallelujah. Hún komst hins vegar óhindrað leiðar sinnar um gólfið í partíinu og læddist hálfpartinn með veggjum. Annað var ekki hægt að segja t.a.m. um Harel Skaat (2010) sem þurfti tvo menn með sér hvert sem hann fór. Eigum við ekki að segja að meirihluti gestanna þarna inni hafi hreinlega haft áhuga á hennar kyni?
  • Moran hafði sig þó talsvert í frammi ásamt ýmsum öðrum framlögum, söng þ.á m. með makedónsku flytjendunum Hava Nagila og Hevenu Shalom. Þess á milli læddist hún út undir bert loft og fékk sér smók.
  • Við höfum líka heyrt mjög misjafnar sögur af samgöngumálum hér í Malmö, þá sérstaklega þegar beinlínis viðkemur keppendum. Íslenski hópurinn lenti nefnilega í því að bílstjórinn á rútunni þeirra var svo seinn um daginn að þau mættu 40 mínútum of seint í Eurovision-village og náðu því tæplega sound-tjekki áður en þau fóru á svið.
  • Við höfðum dálitlar áhyggjur af Litháanum á æfingunni áðan þar sem hann leit út eins og draugur úr öðrum draug. Hann hefur nefnilega verið duglegur á djamminu og krassaði Íslendingapartí í Lundi í síðustu viku. Þegar hann var beðinn um að troða upp með framlag sitt varð hann að afsaka sig sökum ofdrykkju!
  • Finnska gellan hefur farið gífurlega mikinn hérna með lagið sitt og Team Ding Dong. Reyndar svo mikinn að hún missti röddina í gær, en hefur sem betur fer fram á fimmtudag til að jafna sig!
  • Eurovision í ár hefur yfir mörgu nánast dvergvöxnu hæfileikafólki að ráða – og einum risa! Önnur trend eru háar karlaraddir -stundum í falsettu meira að segja og dansarar staðsettir fyrir aftan söngvarann.
  • Einhver flensa virðist hrjá serbneska hópinn því að á æfingunni í dag hóstaði sú ljóshærða fremur ákaft. Vonandi hefur það ekki áhrif á frammistöðuna í kvöld!

 

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Meira júróslúður?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s