Geimverur, risar og geirvörtur!

Flosi heldur áfram að deila með okkur úr gleðinni og segja okkur frá sinni upplifun ásamt því að spá í spilin!

Það er búið að vera kátt á hjalla í Málmey síðan ég kom á föstudaginn. Ég hitti íslenska hópinn og það var mikil stemning innanborðs. Þegar ég spjallaði við Jónatan Garðarsson liðsstjóra íslenska hópsins og spurði hann hvað stæði upp úr þessari keppni miðað við aðrar, sagði hann að sænska sjónvarpið hefði lagt mikið upp úr sviðsetningunni og myndatökunum á sviðinu. Þeir réðu leikara til að syngja og og leika atriðin. Þeir sendu svo RÚV sínar hugmyndir af laginu sem RÚV gat síðan komið með athugasemdir. Hann sagði jafnframt að skipulagið á samgöngum væri ekki til fyrirmyndar. Norræna partýið var síðan haldið á laugardaginn þar sem Eyþór Ingi fór á kostum. Danska gellan átti ekki sjens eftir að Eyþór söng Somebody to love með Queen. Ég náði líka að spjalla aðeins við Felix Bergsson, sem verður kynnir fyrir RÚV og hann sagði að Eyþór væri Íslandi til sóma og bætti reyndar við að Ísland sé komið með orðspor að vera mjög professional þegar kemur að atriðinu og það sé meðal annars ástæðan að Ísland sé eina landið sem hefur alltaf komist áfram upp úr riðlinum frá 2008. Íslenski hópurinn ber af á blaðamannafundum og dreifir góðri orku um Malmöhöllina með því að taka sig ekki of alvarlega og flytjendurnir eru opnir að tala við aðdáendur.

Svíar eru duglegir að skipuleggja partý fyrir aðdáendur og er nógu á að taka hvert maður á að fara. Euro-kaffið er með viðburði alla vikuna og í gær kíkti ég á viðtalskvöld þar sem talað er við keppendur. Austurríki kom mikið á óvart og ég er ekki frá því að hún komist bara upp úr riðlinum. Kynnirinn er ameríkani og hann átti ekki orð yfir hversu góða ensku hún talar með fullkomnum amerískum hreim. Það var síðan búlgarska gellan sem fékk mig til að fá martraðir um stórar geirvörtur í herberginu hjá mér. Ég gat ekki hætt að horfa á brjóstin á henni þar sem hálf geirvartan var úti og hinn helmingurinn að öskra um að komast út!

Eftir að hafa farið á nokkrar æfingar í höllinni, voru nokkrir hlutir sem stóðu upp úr; rappandi geimverur, risar og fiðrildadansar. Ég mun koma með nánari útskýringar á þessu þegar generalprufan er búið.

Flosi og Felix

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s