Eftir fyrstu búningaæfingu

Fyrsta búninga æfing af þremur fyrir fyrri undanúrslitn sem fara fram í Malmö Arena á morgun var að ljúka rétt í þessu. Blaðamenn fengu að fylgjast með æfingunni í höllinni og gekk hún vel fyrir sig og án mikilla hnökra. Loreen mun eiga opnunaratriðið þar sem hún flytjur Euphoria með 68 skólabörnum. Atriðið er tæknilega flókið og settur sérstakur rampur inn á sviðið bara fyrir þetta atriði. Kynnirinn hún Petra birtist svo upp úr sviðinu í kjól sem hún verður að standa algjörlega kjurr í og þarf þess vegna að fá aðstoð þegar hún gegnur út af sviðinu. En lítum stuttlega á hvert atriði fyrir sig.

Austurríki

Natália virðist hafa elst um 10 ár frá því í undankeppninni heima. Sviðið er í fallegum heitum litum sem fer laginu vel og Natália skilaði laginu mjög vel frá sér.

Eistland
Hin óletta Birgit mætir á sviðið í hvítum síðkjól og stendur fremst á rampinu með bakraddirnar upp á sviðið. Litirnir í bakgrunninum skiptast á að vera heitir og kaldir sem passar laginu vel. Birgit söng líka mjög vel, líklega með góðan stuðning af óléttubumbunni og fékk talsvert klapp að æfingu lokinni.

Slóvenía
Hannah er mætt með þrjá dansara á sviðið, allir með grímur í svolítið spesuðum búningum. Dansinn kom vel út á sviði en er kannski ekki líklegur til að koma vel út í sjónvarpi. Hannah fékk talsvert klapp að lokinni, góðri æfingu sem var vel sungin.

Króatía
Króatíski karlakórinn mætti í búningum með þjóðlegu ívafi og til í slaginn. Vindvélin hóflega stillt og jakkarnir þeirra sveifluðust eins og þeir stæðu í nettir golu á fjalstindi. Raddirnar hljómu ágætlega en þeir hafa flutt þetta betur en kannski var það nýja raddsetningin í miðju kafla lagsins.

Danmörk
Danir mæta með sömu sviðsetningu og þeir notuðu í keppninni heima. Emmilie var með nýlitaðar augabrúnir og það hafði kannski áhrif að flutningurinn var ekki fölskvalaus. Það sem þeir bættu þó  við sviðsetnignuna frá því Danmörku er gríðarlegur eldfoss og fljúgandi glimmer. Áhorfendur voru ánægðir að æfingu lokinni.

R

Rússland
Dina verður í hvítum síðkjól á sviðinu og sviðsetningin er öll mjög lágstemmd. Bakraddirnar birtast um miðbiklagsins og komu hlaupandi inn á sviðið eins og þær hefðu aðeins gleymt sér! Æfinig gekk annars mjög vel og Dina flutti vel, þó tónlistin virðist hafa verið full hátt stillt fyrir rödd Dinu.

Úkraínski risinn

Úkraína
Atriðið hefst á því að risi þeirra úkraínu manna gengur með söngkonuna inn á sviðið. Sviðsetning er mjög látlaus og virðist koma frekar illa út. Söngkonan átti í vandræðum með senderinn á hljóðnemanum sínum og þurfti að stoppa æfinguna þess vegna en hún gekk að öður leyti vel.

Holland
Anouk og hollenska liðið lætur lagið standa algjörlega fyrir sínu og Anouk stendur bara við hljóðneman sinn. Æfingin gekk vonum framar og Anouk söng lagið alveg dásamlega. Það var mjög mikið klappað í salnum að æfingu lokinni.

Geimverur frá Montenegro

Svartfjallaland
Svartfellingarnir eru í geimbúningum á sviðinu og láta eins og þeir séu ganga á tunglinu. Lagið var frekar illa flutt á æfingunni og sviðsetningin kom undarlega út. Lagið er kannski bærilegra á Euroclub eftir nokkur glös á barnum heldur en svona í sjónvarpinu.

Litháen
Andrius var alls ekki hress á æfingunni, hreyfði augabrúnirnar ekki neitt og virtist bæði þunnur og þreyttur. Æfingin gekk þó þokkalega.

Hvíta Rússland
Sú hvítrússneska kemur út úr risa diskókúlu og kjól sem hún virðist hafa sauma kjólinn úr kjólum þeirra Charlotte Perrelli og Ani Lorak, sem báðar kepptu 2008. Dansararnir virtust þreyttir og rödd Alyona var ekki nægilega sterk.

Moldóvíu risinn

Moldavía
Það voru nokkrir hnökrar í rödd Aliona í upphafi æfingar en það lagaðist og restin gekk vel. Dansinn kom mjög vel út og atirðið endar á því Aliona lyftist nokkra metra upp í loftið!

Írland
Írar fengu klapp fyrir fram í salnum og það var mikil stemmning meðan á laginu stóð. Flutningur Ryan kom á óvart og hann tók sig vel út í leðurjakkafötum. Hálfberu dansrarnir/trommararnir komu vel út og drógu athyli margara frá Ryan. Allur stíllinn á sviðsteningunni (kannski fyrir utan leðurjakkafötin) minntu aðeins á Ástralíu!

Kýpur
Það virðist sem Kýpverjar hafi bara átt efni á að senda einn á sviðið því söngkonan stendur ein á sviðinu allan tíman. Það gekk bara vel hjá henni enda ekki mikið að æfa!

Belgía
Aumingja Roberto var rammfalskur á sviðinu og atriðið hans meira en lítið hallærislegt þó sviðsetningin hafi gengið vel. Vonandi nær Roberto að syngja vel, þá verður þetta kannski alveg eins vandræðalegt.

Serbía
Serbnesku skvísurnar hafa breytt engla og djöflabúningum sínum yfir í búninga sem ættu kannski helst heima í Ávaxtakörfunni fyrir fullorðna með örlitlu nammibarbie ívafi. Það er fátt annað hægt að segja en að atriðið sé hallærislegt. Æfinging gekk þó algjörlega upp hjá þeim stöllum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s