„You got to love your mother“

bladamf2Íslenski hópurinn hélt annan blaðafund sinn hér í Malmö í gær, strax eftir aðra æfinguna á sviðinu. Það var vel tekið á móti þeim á fundinum og nokkuð fjölmenni mætti til að spyrja þá spjörunum úr.

Fyrsta spurninginn sem hópurinn fékk var hvert væri markmið þeirra í keppninni. Jónatan Garðarson, farastjóri íslenska hópsins var fljótur til svara og sagði einfaldlega ,,að vinna!“. Eyþór fylgdi í kjölfarið og sagðist ekki líta á þetta sem keppni fyrst og fremst heldur bara frábært tækifæri til að koma skilaboðum til áheyrenda og júróvision væri falleg stund fyrir alla Evrópu. Eyþór var í framhaldinu spurður um allra þær frábæru raddir sem kæmu frá Dalvík og hefðu tekið þátt í júróvision. Eyþór sagði það líklega koma að mestu frá náttúrunni og þeirri nálægt við hana sem Dalvíkingar byggju við og sagði að það væri með náttúruna eins og mæður manns, maður ætti að elska þær.

Flosi úr FÁSES spurði Eyþór einnig um söguna á bakvið myndbandið. Hann svaraði þvi til að með myndbandinu hefðu þau verið að búa til ákveðna ímynd af því þegar fólk gengur í gegnum eitthvað og finnst það vera fast og þarf einfaldlega að komast upp til að anda. Myndbandið hefði ekkert með sjómanninn sjálfan að gera, heldur væri hann táknmynd fyrir þessar tilfinningar.

Fundinum lauk svo með gjöf til Eyþórs, púða til að sitja á köldum stólunum í grænaherberginu. Öðru megin á honum var íslenski fáninn en hinum meginn var áletrun um Eyþór og  framlagið sem lauk á eftirfarandi línu: „Born in Dalvik the Liverpool of the north.“ Hópurinn tók svo íslenska framlagið Acapella og gerði glæsilega eins og þeim er lagið.

Blaðamannafundur 2 Ísland MYND 1

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s