Yfirferð laga 2013 – VIII. hluti

Untitled

Hér birtist áttunda og síðasta yfirferðin okkar yfir lögin sem keppa í Júróvision í ár.

SpánnESDM – Contigo Hasta El Final

Hildur segir: Ég veit ekki hvað ég er búin að hlusta á þetta lag oft, en ég gæti ekki sungið það þegar því lýkur (né þegar á því stendur!) þótt líf mitt lægi við. Það er lágstemmt og jafnvel huggulegt en óeftirminnilegra en húsfluga og mun því ekki vera líklegt til stórræðna.

Eyrún segir: Úff, það sem er hressandi í myndbandinu er hesturinn, í alvöru! Heillar mig ekki og er ekki mjög líklegur kandidat í toppbaráttuna.

ÞýskalandCascadaGlorious 

Hildur segir: Þjóðverjar senda okkur hressandi klúbbajúrópopplag af fínustu gerð. Lagið er grípandi og skemmtilegt og mun án efa hljóma oft á Euro-klúbbnum, bæði ár sem og næstu ár. En það eru ákkúrat oft þessi lög sem er spáð þokkalegu gengi, en þegar upp er staðið þá virka þau illa á sviðinu og ná ekki spáðum árangri. Mín spá er að Þjóðverjar rétt nái að halda velli og endi um miðbikið eftir að stigagjöfinni er lokið.

Eyrún segir: Þetta er eitt af mínum uppáhalds lögum en verst finnst mér hvað söngurinn er brokkgengur í live-upptökum. Þetta er klárt klúbbalag sem lifir með aðdáendum lengi (og vonandi öðrum líka) en held svo sem ekki að árangurinn verði sigur þegar upp er staðið. Það er þó ágætt að tónlistarmenn sem eru þokkalega vinsælir heima fyrir og í sínum geira leggi sitt af mörkum í Eurovision, það er alltaf þakklátt. Áfram Cascada!

Ítalía – Marco Mengoni – L’Essenziale

Hildur segir: Ítalir bjóða okkur upp á rólyndis lag í ár. Sjálfir mér finnst mér lagið hvorki né og ef ég kysi bara myndi það enda fyrir neðan miðju. Ítalía er hins vegar ledjent í júróvision og hafa átt mjög góðu gengi að fagna síðustu tvö árin eftir að þeir hófu þátttöku á ný. Þetta endar kannski einhvern tímann sem íslenskt jólalag, hver veit!

Eyrún segir: Ítalinn er mikill sjarmör og flytur lagið sitt örugglega af stakri snilld. Ég hef hlustað töluvert á lagið og finnst það ágætt en samt ekkert frábært…

yfirferd_8

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Yfirferð laga 2013 – VIII. hluti

 1. Anna Ólafsd. skrifar:

  Sælar og takk fyrir umfjallanir á lögunum.
  Ég fór að telja hvaða þjóðir hafa haldið forkeppni og innanbúðar og blöndu.
  12 þjóðir völdu innanbúðar, það er að ríkissjónvarpið valdi lag og flytjanda.
  3 þjóðir völdu blöndu, það er að ríkissjónvarpið valdi flytjanda, en lagið valdi almenningur.
  24 þjóðir völdu með gömlu góðu forkeppninni.
  Sem betur fer er er meiriparturinn valin ennþá með forkeppninni, finnst það lýðræðislegra.

  Ég held að uppáhalds lagið mitt í forkeppni eitt fyrir utan Danmörk sé Hvíta-Rússlands og í þeirri seinni fyrir utan Ísland, Finnland og Noreg sé Azerbaijan. Í keppninni sjálfri fyrir utan Svíja sé það Bretland.

  Ég skoðaði svolítið forkeppninir og þær hafa verið alls 14 og tekið þátt í 8 og greitt atkvæði í 9, við höfum greitt norrænu þjóðunum 6 sinnum okkar tólfur, en þrisvar gefið öðrum þjóðum: Ungverjaland 2007, Belgíu 2010 og Kýpur 2012.

  Reyndar man ég eftir húsflugu sem var á stærð við býflugu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s