Stóru löndin mætt til æfinga

Stóru löndin fimm auk gestagjafanna, eru öll mætt hingað til Malmö. Fyrstu æfingar þeirra fóru fram í dag og fylgdumst við með æfingunum héðan úr blaðamanna höllinni en veittum æfingum hins sænska Robins, Ítalans Marco, þýsku danspopparana í Cascödu og auðvitað hinni einu sönnu Bonnie Tyler mesta athygli. Að loknum  æfingum héldu löndin öll sína fyrstu blaðamannafundi í svo kölluðum „meet&greet“ stíl. Sá stíll er þannig að stjórnandi fundanna byrjar á því að spyrja nokkurra spurninga en síðar fá allir viðstaddir tækifæri til að spjalla stuttlega við keppendur.

Cascada á æfingu

Þýskaland
Þjóðverjarnir ætla halda sig við svipaða sviðsetningu og í forkeppninni heima. Natalie sendur upp á stórum stiga og syngur. Hún var klædd í föl laxableikaum glimmer kjól og dillaði sér upp á stiganum. Natalie virtist þó frekar þreytuleg og hélt ekki alltaf alveg lagi, en engir stórskaðar skeðu!

Ítalía
Ítalir æfðu síðast af stóru þjóðunum. Það var búið að tilkynna fyrir fram að þeir hefðu aflýst blaðamannafundinum sínum sökum slappleika Marcos. Þegar hann steig loksins á svið til að æfa leit hann alls ekki vel út. Auk þess leit út fyrir að atriðið væri alls ekki tilbúið til æfinga því Marcos stóð bara einn og yfirgefinn á sviðinu með hljóðnemann sinn og horfði aldrei í myndavélina hvað þá meira. Við vonum sannarlega að það rætist úr veikindum hans svo hann geti snúið sér að fullu að æfingum.

Robin á blaðamannafundi

Svíþjóð

Robin virtist örlítið þreyttur og jafnvel kannski bara þunnur þegar hann mætti á sviðið og það sama gilti um karldansarana hans, þeir voru svolítið reittir. Það hafa ekki orðið stórvægilegar breytingar á framsetningunni frá því í Melodifestivalen en dönsurnum hefur verið fækkað niður í þrjá og tvær bakraddir hafa bæst við. Þær taka þá að hluta til þátt í dansinum. Robin stendur sjálfur upp á litlum palli og dansa dansararnir í kringum hann upp og niður af pallinum.

Robin leit öllu ferskari út þegar hann mætti, við mikinn fögnuð, á blaðamannfundinn sinn. Um æfinguna sagðist hann hafa verið hræddur fyrir fram, því hann vissi ekki hvar myndavélarnar væru en hafi verið algjörlega óstressaður og æfingin hefði gengið vel. Það kom spyrlinum á óvart þegar Robin sagðist ekki hafa verið nokkuð stressaður og hann spurði því hvers vegna. Robin var fljótur til svara og sagði það bara ekki vera hægt að vera stressaður því þetta væri allt svo frábært. Þó Robin komi fram sem frekar hlédrægur og auðmjúkur drengur þá nýtt hann þó tækifæri á fundinum og sagðist vera að leita sér að íbúð. Þegar hún væri fundinn myndi hann setja verlaunagripinn sinn úr Melodifestivalin á góðan stað þar til að sýna stelpum sem hann tæki með sér heim, því ekki myndi hann heilla stelpurnar með danssporunum sínum, hann kynni nefninlega ekkert að dansa, fæturnir hlýddu bara ekki.

Bonnie á æfingu

Bretland

Sjálf Bonnie mætti næst síðust á svið til æfinga. Hún söng lagið þrisavar í gegn. Í fyrsta rennsli var ekkert power í henni og hún var hálf fölsk. Það rættist þó aðeins úr í næstu tveimur rennslum en þó langt frá því að vera gott. Uppsetningin á atriðinu er mjög hefbundin með Bonnie í forgrunn og bakraddir fyrir aftan. Þegar líða tekur á lagi fær Bonnie sér göngutúr eftir löngum rampinum á sviðinu. Hún var í mjög háum hælum og virtist vera komin úr allri æfingu að ganga á svoleiðis skóm! Hún fékk þó mikið klapp í blaðamannahöllinni að lokinni æfingu, ábyggilega bara fyrir að vera Bonnie Tyler frekar en nokkuð annað!

Blaðamannfundur Bonnie var mjög vel sóttur. Bonnie var spurt um uppáhalds lögin sín í keppninni og sagðist hún fíla Danmörk og Noreg. Spurð um fyrstu júróvision minninguna sína talaði hún um mörg gömul og góð lög sem henni líkaði  við, meðal annars Waterloo með Abba og Save all your kisses for me með Bortherhood of Man. Hún bætti svo við að áður en sólóferill hennar hófst hafi hún oft sungið gamalt vinningslag  frá Lúxemborg, Apres Toi. Loks ræddi hún aðeins um röddina sína en hún missti hana fyrir nokkrum árum og þurfti að fara í aðgerð. Hún sagði að röddin hefði aldrei orðið alveg góð á ný og hefði breyst talsvert. Það hafi þó ekki komið að sök og hún er mætt í júróvision og með nýja plötu.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s