Norræna partíið í Glasklart í gærkvöldi!

Við fengum fínt boð í sameiginlegt norrænt partí sem haldið var í gær á skemmtistaðnum Glasklart í bryggjuhverfi Malmö. Slíkt partí hefur ekki verið haldið nokkuð lengi, því að mörg undanfarin ár hefur íslenski hópurinn troðið upp í sendiherrabústöðum og fleiri stöðum fyrir blaðamenn.

Blaðamenn og aðdáendur kættust óskaplega þegar þátttakendurnir frá Skandinavíu stigu á svið og fluttu framlögNordickvöld-Finland sín. Fyrst á svið var Krista hin finnska með Ding dong-liðið sitt. Gífurleg orka og gleði sem smitaði ef til vill ekki alveg nógu mikið út frá sér en hressti viðstadda sannarlega við. Á eftir flutti hún svo Acapella-útgáfu af sænska slagaranum hennar Carolu, Fangad av en stormvind. Það kom okkur sennilega mest á óvart hversu pottþéttur flutningurinn var – hún söng varla feilnótu.

Á eftir henni kom Margaret Berger frá Noregi með sínar þrjár ríkisbakraddir og vildi ekki vera díva en bað um að slökkt yrði á reykvélinni hennar Kristu. Hún söng lagið sitt mjög vel og stemmingin var góð. Nordickvöld-Noregur

Eyþór og íslenski hópurinn fylgdu á eftir og sungu órafmagnað útgáfu af Ég á líf. Viðstaddir tóku hraustlega undir í viðlaginu en það ætlaði allt um koll að keyra þegar þeir tóku svo stórkostlega útgáfu af Queen-laginu Somebody to Love. Eyþór var þar greinilega í essinu sínu í þessu krefjandi lagi og fólk tók andköf þegar hann skilaði öllum háu nótunum fullkomlega 🙂  Lófatakinu á eftir ætlaði aldrei að ljúka og erfitt að feta í fótspor hans.Nordickvöld-Ísland1

Danska framlagið var næst á eftir Eyþóri og við öfunduðum hina pínulitlu og smámæltu Emmelie alls ekki af því. Hún flutti lagið ásamt höfundum þess og náði sér einhvern veginn ekki á strik – og kynnirinn þurfti meira að segja að biðja fólk um að klappa fyrir þeim í lokin! Nordickvöld-Danmörk2

Nordickvöld-SvíþjSvíinn Robin lauk svo flutningnum á lagi sínu You. Hann var mjög flottur og við teljum líkurnar á lélegum flutningi í lokakeppninni vera hverfandi, hann er greinilega í góðri æfingu og fer létt með að halda uppi góðri stemmingu.

Ásamt blaðamönnum og fylgdarliði flytjenda voru ýmsir fleiri flytjendur mættir á svæðið. Makedóníska parið (sem er meira en lítið undarlegt kombó) var mætt í fullum skrúða og serbnesku píurnar tjúttuðu með Robin. Austurríska, rússneska og slóvenska söngkonan voru þarna líka og Lettarnir og Moldóvarnir líka. Gestir gæddu sér á veigum og veitingum og mingluðu sín á milli.

Flosi og Eyþór í Fýling

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s