Yfirferð laga 2013 – VII. hluti

Untitled

Hér birtist næstsíðasta yfirferðarfærslan okkar. Hún inniheldur tvö síðustu lögin í seinni undankeppninni og þrjú af þeim sex lögum sem keppa bara á úrslitakvöldinu, þar með talið heimamanninn sjálfan, Robin Stjernberg og hina einu sönnu Bonnie Tyler!

SvissTakasa You and me

Hildur segir: Þegar ég heyrði að Svisslendingar ætluðu að senda Hjálpræðisherinn í júróvision var ég alveg viss um að einhver skelfing biði okkar að hlusta á. Mér gæti hins vegar ekki hafa skjátlast meira því að þetta svissneska framlag er uppáhaldslagið mitt í keppninni í ár, þó svo að ég eigi mjög erfitt með að eiga uppáhaldslag sungið af Hjálpræðishernum, enda svo margt sem hann stendur fyrir sem ég get engan veginn verið sammála. Það límdist algjörlega í heilan á mér þegar ég heyrði það fyrst og hefur ekki farið þaðan síðan. Svo er alveg sama hvað ég hlusta á það oft, mér finnst það bara alltaf jafn skemmtilegt. Ég vona bara að þau komi öll sex saman keyrandi inn á sviðið í smábílnum úr myndbandinu með kontrabassann bundinn aftan á hann! Get ekki annað en spáð uppáhaldslaginu mínu áfram í úrslitin.

Eyrún segir: Mín skoðun á svissneska laginu gæti eiginlega ekki verið ólíkari Hildar, því að mér finnst framlagið með þeim leiðinlegri. Þetta er jú ágætlega hresst en eins fyrirsjáanlegt og „Good Evening Europe“! Stuntið með gamla manninn finnst mér ekki virka (sérstaklega ekki eftir ömmurnar í fyrra) og lagið fer inn um annað og út um hitt. Sviss hefur löngum verið í miðjumoðinu í Eurovision og heldur því bara áfram.

RúmeníaCezarIt’s my life

Hildur segir: Fyrst þegar ég heyrði lagið varð mér hugsað til Krassimirs sem söng fyrir Búlgara árið 2009 enda söng hann líka sem kontratenor. Þar lýkur þó eiginlega samlíkingunni á þeim tveim enda Cezar bæði með betra lag, betri framkomu og syngur betur. Cezar hefur líka gert þennan söngstíl að atvinnu sinni og komið fram í þó nokkrum óperum og unnið fjölda óperukeppna enda drengurinn með próf úr einum virtasta tónlistarháskóla á Ítalíu. Þótt hann hafi eitthvað aðeins verið að fikta líka  við poppóperusöng þá held ég að hann ætti barasta að halda sig við hinn hefðbundan óperuheim. Þó lagið sé betra en lag Krassimirs er það langt frá því að vera skemmtilegt og er eiginlega bara hallærislegt. Cezar gæti þó grætt á því að vera síðastur á svið og skera sig úr öllu öðru og komast þannig í úrslitn.

Eyrún segir: Hérna erum við að tala saman! Að rúmenski Cezar fái að loka seinna undankvöldinu getur ekki verið ávísun á neitt annað en snilld! Þetta lag er nefnilega eitt af þeim sem jaðra við Skelfingu/Snilld. Nú er það komið hringinn hjá mér og orðin tærasta snilld – og ég á eftir að hlæja mig máttlausa að blessuðum poppóperusöngvaranum sem er með meiri maskara en ég á djamminu! Lagið venst og gæti alveg gert góða hluti í úrslitunum því að ég held að það sé beint á leiðinni þangað. Jedwardarnir fengu að loka fyrra undankvöldinu í fyrra með sitt Waterline og komust áfram og ég set Cezar í svipaðan flokk!

SvíþjóðRobin Stjernberg You

Eyrún segir: Fínasta lag frá gestgjöfunum og verður sennilega vel fyrir ofan miðju á lokakvöldinu. Hann Robin er voða krútt og  er prýðis söngvari og lagið vex sannarlega við hverja hlustun en þetta er ekki uppáhalds hjá mér.

Hildur segir: Ég heyrði sænska framlagið fyrst þegar ég sá Robin flytja það í lok Melodifestivalen eftir að hann sigraði. Lagið greip mig alls ekki við fyrstu hlustun en hefur vaxið mjög mikið og er komið í þann þunna bunka laga í ár sem ég nenni að hlusta eitthvað á. Robin er eitthvað svo viðkunnanlegur á sviðinu, lagið svona huggulegt og grípandi, sviðsetningin óaðfinnanleg og bara allt eins og það á að vera, traust eins og Volvo. Spái því að Robin muni lenda í neðri hluta topp 10 í úrslitunum og vera þannig landi sínu til sóma á heimavelli.

Bretland – Bonnie TylerBelieve in me

Eyrún segir: Er algerlega í liðinu hennar Bonnie og var búin að ákveða að halda með henni áður en ég heyrði öll hin lögin. Þetta er reyndar leiðindaþróun hjá Bretunum með endurvinnsluna en ég trúi því og treysti að Tylerinn standi sig á sviðinu!

Hildur segir: Bretar halda áfram að endurvinna  gamlar stjörnur og núna er komið að Bonnie Tyler! Hver hefði  trúað því að Bonnie Tyler ætti einhvern tímann eftir að stíga á júróvision-sviðið? Ég get bara ekki beðið eftir því að sjá hana á sviðinu í Malmö og flytja þetta huggulega lag og spái því að hún eigi eftir að enda í kringum 10. sætið, svona rétt eins og Blue í hitteðfyrra.

FrakklandAmandine Bourgeois – L’enfer Et Moi

Eyrún segir: Frönsku lögin höfða yfirleitt til mín en framlagið í ár er dálítið bragðlaust; kannski dálítið líkt og aspassúpa sem er ágætlega seðjandi en samt ekkert spes! Á svo sem ekkert von á neinu frábæru gengi en finnst þetta alls ekki slæmt lag og það á skilið ágætt gengi.

Hildur segir:  Sem lítill aðdáandi Frakklands í Júróvision, þá hef ég lítið um þetta lag að segja, annað en mér finnst það leiðinlegt eins og flest sem hefur komið frá Fakklandi, ekki bara síðustu ár heldur bara alltaf. Lagið er frekar óeftirminnilegt en minnir örlítið á Taken by a stranger sem Lena söng á heimavelli í Þýskalandi 2011. Held að það eigi ekki eftir að gera neinar gloríur þann 18. maí.

yfirferd_7

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s