Yfirferð laga 2013 – VI. hluti

Untitled

Sjötta yfirferð okkar, gjörið þið svo vel!

Armenía DoriansLonely Planet

Hildur segir: Ég hef ekkert um þetta lag að segja nema að mig langar jafn mikið að hoppa út um gluggann þegar ég heyri það og þegar ég heyri búlgörsku söngkonuna syngja. Það eru þó margir sem fýla svona tónlist en ég held að þeir séu ekki margir júróvision-aðdáendurnir þar á meðal.

Eyrún segir: Verð að taka hjartanlega undir með Hildi, þetta er ekki skemmtilegt lag. Eins og mér hefur þótt mikið til armensku framlaganna koma undanfarin ár (voru ekki með í fyrra) sem hafa verið skemmtileg júró-popplög með alls kyns gimmikki og dóti, þá held ég að þetta virki alls ekki.

UngverjalandByeAlexKedvesem

Hildur segir:  Ungverjar eru mættir til leiks með huggulegt og lágstemmt popplag. Það mætti kannski flokka það með maltneska laginu ef maður þyrfti að flokka öll lögin í keppninni í ár og má því leiða líkur að því að þessi tvö lög munu bítast um stigin um að komast áfram. Þótt mér finnist maltneska lagið skemmtilegra er erfitt að spá fyrir um hvort lagið muni sigra stigakeppnina en mér þykir, því miður, ólíklegt að þau fari bæði áfram.

Eyrún segir: Ungverjar tefla fram skemmtilega öðruvísi lagi í ár sem virðist samanstanda af eins-orðs-texta: Kedvesem (elskan mín). Þeir hafa nú verið nokkuð brokkgengir í Eurovision en áttu þó Kati Wolf fyrir tveimur árum og Unsubstainial blues 2007. Spurning hvort þetta geri e-ð sniðugt og komist áfram upp úr forkeppninni?

NoregurMargaret BergerI feed you my love

Hildur segir: Norðmenn bjóða okkur upp á klúbbalag með geimívafi í ár og því hefur verið spáð nokkuð góðu gengi. Lagið er alls ekki slæmt, og samanborið við margt í keppninni er það líklega með þeim betri í ár. Mér fannst lagið óskaplega leiðinlegt fyrst þegar ég heyrði það í undankeppninni í Noregi en það hefur unnið talsvert á. Ég kalla þetta lag klúbbalag með  geimívafi, þar sem kjólinn hennar Margaret er svolítið speisaður og röddin hennar hljómar stundm svolítið geimverulega. Mér finnst eiginleg að Norðmenn ættu annaðhvort að taka speisið alla leið með hnetti og sporbauga á sviðinu eða sleppa þessu alveg bara.

Eyrún segir: Verð að segja að af þessum „toppslags“ lögum sem allir veðbankar spá sigri/góðu gengi, finnst mér þetta skást – og skárra en Danmörk. Teknó-fílingurinn er tekinn aðeins lengra en venjulega gerist í Eurovision og spurning hvort það virki svona í sjónvarpskeppni en söngkonan er flott og kemur sennilega til með að skila flottu atriði. Það er næsta víst að íslensku stigin af undankvöldinu fara að langmestu leyti til Noregs!

Albanía – Adrian Lulgjuraj & Bledar Sejko Identitet 

Hildur segir:  Alltaf þegar ég heyri þetta lag, held ég að þetta sé armenska lagið aftur! Og af því mér finnst það to die for leiðinlegt þá er þetta lag það þar af leiðandi líka! Kannski kemst samt annaðhvort þeirra áfram, svona fyrir að vera bæði rokklög en ég get ómögulega sagt til hvort það verður.

Eyrún segir: Neinei, hér eiga ekki einu sinni nágrannaatkvæðin eftir að bjarga neinu! Kemst ekki áfram.

Georgía – Nodi Tatishvili & Sophie Gelovani Waterfall

Hildur segir: Eftir að Albanía hefur lokið sér af, skána nú málin ekki mjög mikið. Ballaðan sem Georgía bíður okkur upp á, er afskaplega óeftirminnileg. Þar sem það eru bæði mun betri og eftirminnilegri ballöður að keppa þetta kvöld, spái ég því að sú georgíska komist ekki áfram.

Eyrún segir: Ég heyrði live-upptökuna þegar lagið var tilkynnt á netinu og fannst þetta alveg allt í lagi við fyrstu hlustun, þau bæði ágætis söngvarar og svona. En þegar tók að líða nær keppninni steingleymdi ég þessu lagi og það bara dettur algerlega á milli… Georgíubúar urðu fyrir því áfalli í fyrra að komast ekki áfram í fyrsta sinn (með Jokerinn, muniði?) en ég held nú að það gæti verið orðið einhver breyting á – en fer eftir sviðsetningunni og hvort þau verða áberandi í Malmö.

yfirferd_6

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s