Mættur til Malmö en eins og Baku hafi verið í gær!

Flosi er mættur til Malmö og fyrsti dagurinn hans var viðburðamikill. Flosi mun, líkt og í fyrra, með pistla  beint frá gleðinni og segja okkur frá sinni upplifun ásamt því að spá í spilin!

Flosi

Mér finnst eins og ævintýrið í Baku hafi verið í gær og ég sé enn rétt að jafna mig eftir frábæra ferð til Azerbaijan. Flugið nú var hins vegar aðeins styttra í ár en staðurinn alls ekki verri. Ég lenti á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn en með lestinni yfir Öresund tekur aðeins 15 mínútur að komast í hjarta Málmeyjar. Í Bakuvar settur hár standard í gestrisni og skipulagi og þarf því mikið til fyrir Svíja að standa undir þeim standard. En eftir að hafa hringsnúist í í daggóðan tíma eins og okkur rauðhyltingum á til, komu tvær yndislegar sænskar stelpur sem spurðu hvort ég væri viltur og hringdu á leigubíl fyrir mig svo ég kæmist nú á hótelið mitt.

Eftir að hafa komist á hótelið hófst mikið ævintýri að komast inn í blaðamannahöllina. Gæslan þar er meiri en hún var á Kastrup og tók það allt of langan tíma að komast inn. Þegar ég hafði loksins komið inn langaði mig að kíkja á Euro kaffi og fór á upplýsingaborðið til að spyrjast til vegar. Þar var hins vegar fátt um svör og það tók mig dágóðan tíma að finna staðinn. Ég tek það þó fram að þetta kann að vera rauðhyltingurinn í mér að poppa upp aftur en mér fannst hreinlega engar merkingar vera til að vísa til vegar. En við skulum ekki vera bara neikvæðin í garð Malmö því það hefur verið tekið stórt skref fyrir aðdáendur en það vantaði mikið upp á það í fyrra, eurovision aðdáendur komust hreinlega ekki inn á klúbban sem spiluðu Eurovisiontónlist. Í ár geta aðdáendur verið vissir um að komast inn á Eurovisionstaðina til að skemmta sér með keppendum.

Ég kíkti síðar á opnunarblaðamannafundinn þar sem Malmö var kynnt. Þar kom meðal annars fram að Malmö er ein af fimm umhverfisvænustu borum Evrópu. Einnig voru kynntar hugmyndir um nýja keppni, danskeppni á milli landa eða DBU. Það verður spennandi að fylgjast með því. Íslendingar ættu kannski að senda sigurvegara Dans dans dans þáttanna í þá keppni.

Ég mun halda áfram að fylgjast með ævintýrinu hér í Malmö og fylgja víkingnum okkar, honum Eyþóri, eftir og styðja hann vonandi alla leið í úrslit. Eftir fyrstu æfinguna hjá íslenska genginu snérist umræðan örlítið við og fólk fór að tala um að við ættum bara mjög góða möguleika að komast áfram. Sjálfur hef fulla trú á þessu lagi og gaman að heyra íslensku aftur en hún hefur ekki heyrst síðan Páll Óskar gerði garðinn frægan árið 1997. Veðbankar ekkert allt of bjartsýnir á gengi Íslands en eru aftur á móti rosalega hrifnir af Danmörku. Þegar ég kíkti á æfingu hjá þeim sá ég að þau voru bara ansi pottþétt en mér finnst þó eitthvað vanta til að þau standi uppi sem sigurvegarar. Aserbaídjan kom líka mjög sterkt inn eftir æfingar og ekki má gleyma að þeir er eina múslima landið í ár þar sem tyrkir eru ekki með í ár og gæti það hjálpað þeim að næla í stig. Lagið þeirra er eins og klippt út úr Eurovision árið 1995, svona hvorki gott né slæmt.

Læt þessar pælingar duga í bili en þangað til næst bið ég ykkur að senda alla ykkar góður strauma til Malmö fyrir hann Eyþór okkar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s