Yfirferð laga 2013 – V. hluti

Untitled

Þá er það fimmta yfirferðarfærslan okkar! Hún inniheldur næstu fimm lög sem keppa á seinna undankvöldinu, þar á meðal Eyþór okkar Inga! Eruð þið sammála okkur um íslenska framlagið í ár?

MaltaGianlucaTomorrow

Eyrún segir: Hrikalega mikið krútt-indípopp; alveg sykursætt fyrir allar 13 ára stúlkurnar (og söngvarinn myndarlegur líka). Malta hefur nú ekkert farið mikinn í undankeppnunum undanfarin ár (bara Chiara og Fabrizio Faniello sem hafa komist áfram) og það er hætt við því að í ár verði það engin undantekning, en ég get ímyndað mér að sing-along-máttur lagsins hafi þó eitthvað að segja.

Hildur segir: Þau eru ekki mörg lögin í keppninni í ár sem mig langar að hlusta á aftur og jafnvel aftur. Framlag Möltu í ár er hins vegar á meðal þeirra laga. Mér finnst þetta huggulega krúttpopplag ofsalega skemmtilegt. Ég hef þó áhyggjur af því að það sé ekki nægilegt til að fleyta Möltu áfram í úrslitin því að þó Gianluca sé brosmildur með meiru er ég alls ekki viss um að það skili sér í gegnum sjónvarpsskjáinn og alla leið heim í stofu til kjósenda. Ég vona því bara að dómnefndirnar hjálpi honum að næla sér í stig.

Búlgaría Elitsa Todorova, Stoyan YankulovSamo Shampioni

Eyrún segir: Mér fannst Water (2007) æðislegt og var því spennt að heyra þetta framlag. Finnst það ekki eins heillandi en það er samt eitthvað skemmtilega etnískt og hrátt við þetta. Á eftir að grípa athygli spekúlanta ef vel gengur. Hugsa að það komist áfram.

Hildur segir: Mér fannst þau Elitsa og Stoyan leiðinleg árið 2007 og finnst þau alveg jafnleiðinleg árið 2013, jafnvel enn leiðinlegri ef eitthvað er! Rödd Elitsu sker í eyrun á mér og mig langar eiginlega bara til að hoppa út um gluggann þegar hún byrjar að syngja. Hvort ég er ein um það veit ég ekki, en vona sannarlega að þau fari ekki í úrslitin í ár.

ÍslandEyþór Ingi Ég á líf

Eyrún segir: Mér fannst þetta frá upphafi langbesta lagið í Söngvakeppni Sjónvarpsins (og Eyþór besti flytjandinn). Við skulum ekki vanmeta mátt einfaldleikans í þessari keppni, það þarf ekki alltaf að tapa sér í stórum sviðsetningum og gimmikki – lagið kemst alveg til skila án þess. Svo er bara að sjá hvernig stemmingin verður á fimmtudagskvöldið kemur og hvort við verðum í síðasta umslaginu í fjórða sinn (!) Ef ekki, þá getum við þó verið mjög svo sátt við þetta fína lag á íslensku!

Hildur segir: Það eru mjög skiptar skoðanir á framlagi okkar Íslendinga í ár og margir virðast bara ekki þola lagið. Ég elska hins vegar þetta lag. Það náði mér algjörlega þegar ég hlustaði á það fyrst og ég er ekki búin að fá leið á því. Lagið hefur auk þess allt sem júróvisionlag þarf, það er kunnulegt, grípandi með einfalt við lag sem allir geta sungið með um leið og þeir hafa heyrt það einu sinni. Ekki er svo verra að Eyþór syngur það af algjörri snilld. Ég er því handviss um að Íslandi fljúgi barasta í úrslitin.

Grikkland – Koza Mostra feat. Agathon IakovidisAlcahol is free

Eyrún segir: Eitthvað ótrúlega fráhrindandi við þetta lag fyrir mitt leyti. Ég hugsa að það sé gefið að Grikkirnir komist áfram en mörg önnur grísk lög hafa verið betri (t.d. framlag Azerbaídjan í ár!). Hvað sem því líður, verður örugglega gaman að horfa á sviðið sem fyllist af spengilegum karlmönnum í gríska atriðinu!

Hildur segir: Grikkir bjóða okkur upp á balkanpopp í ár, ekki þykir mér það leiðinlegt! Lagið er hressandi og á klárlega eftir að græða á því að vera mitt á milli tveggja ballaða. Grikkir virðast bara alltaf komast áfram í úrslitin, sama hvað þeir senda og ég held að í ár verði alls engin undantekning á því. Ég vona bara að þeir mæti í skotapilsunum á sviðið í Malmö!

ÍsraelMoran MazorRak Bishvilo

Eyrún segir: Ég hef pínulítið verið með hebresku veikina frá 2010 þegar Harel Skaat heillaði mig alveg upp úr skónum! Og þá á ég við ballöður á hebresku – fannst Izabo í fyrra ekkert æðislegt enda sungið á ensku og ekki ballaða! Ísraelska söngkonan er líka meira í lagi sérstakur flytjandi í útliti og stílistinn virðist hafa orðið eftir heima í Ísrael. En hún er flott og lagið er heilalímandi og ég vona að því gangi vel.

Hildur segir: Æji, ég man bara aldrei hvernig þetta lag er um leið og það er búið. Lagið byrjar ágætlega en viðlagið er með því leiðinlegra sem heyrist í þessari keppni. Þó að Moran flytji lagið held ég að hún muni ekki raka inn mörgum stigum, tja nema kannski ef hún verður í jafn flegnum kjól á sviðinu í Malmö og hún var í, í undankeppninni heima fyrir.

yfirferd_5

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s