Lagakynning ’13 – Euphoria í hverju horni?

Í Júrovision er það gömul saga og ný að herma á einhvern hátt eftir sigurlögum ársins áður. Þetta á sérstaklega  við ef sigurlögin voru á einhvern hátt sérstök eða náðu mjög góðum árangri. Sigurlagið í fyrra, Euphoria, fellur einmitt í þennan flokk. Loreen sigraði með miklum yfirburðum fékk 372 stig en rússnesku ömmurnar sem urðu í öðru sæti fengu ekki nema 259. Það kemur því lítið á óvart að einhverjum framlögum í ár hafi verið líkt við Euphoriu, spurning er hins vegar eru þau öll í raun lík eða undir áhrifum frá Euphoriu Loreen?

Slóvenía

sloveniaHin ameríska Hannah mætir fyrir Slóveníu með pínulítið nútímalegt klúbbalag. Sumir myndi efalaust segja að hér væri um dubstep lag að ræða þó við hérna á Öllu um Júróvision köllum þetta bara hefðbundið júróvision klúbbalag. Spurning er hins vegar er einhver líkingin við Euphoriu? Líkindin eru kannski helst að finna í uppbyggingu lagsins, nánar í skiptingunni milli vers og viðlags.  Í lögunum  tveimur eru versin lágstemmt og viðlagið brýst svo út í hressilegu danspoppi sem allir á klúbbnum munu dansa við af innlifun og Íslendingar syngja með. En hér líkur líklega líkindunum. Meðan Loreen dansaði berfætt í víðum en tilgerðarlitum fötum með sínu lagi, mestan tíman ein á sviðinu mætir Hannah í mjög stíliseruðum búning og mjög hefbundna júróvision sviðsetningu. Útsetning er líka önnur, meðan lag Hönnuh er svolítið glans speisað þá var Euphoria jarðbundnari og einhvern vegin náttúrlegri.

 Danmörk

danmorkUm framlag Dana í ár má eiginlega segja að líkindin við Euphoriu séu ákúrat á hin vegin við líkindi milli Euphoriu og slóvenska framlaginu í ár. Hér er lagið ekki sérlega líkt Euphoriu og mætti eiginlega frekar segja að það væri undir áhrifum Fairytail Alexanders Rybaks og Wild Dances Ruslönum frá 2004. Hér má hins vegar sjá líkindi í framsetningu. Þó Emmelie sé ekki ein á sviðinu og mun bjartar sé yfir henni en Loreen, en lágstemmdur fatnaðurinn, berir fæturnir og sviðsframkoma minnir allt á framkomu Loreen í fyrra.Írland

irlandÍrar bjóða okkur upp á klúbbalag líkt og Slóvenar. Lagið er í raun mjög hefbundið klúbbalag og alls ekki líkt Euphoriu á neinn hátt, hvorki lagið sjálft, útsetning né framsetningin á sviðinu. Í raun er það mun líkara slóvenska framlaginu og jafnvel kannski rúmenska framlaginu, Tornero, frá árinu 2006.Noregur

noregurNorska framalginu hefur líka verið sagt undir áhrifum Euphoriu og Loreen. Við erum enn og aftur með lag í klúbba-anda, þó ekki sé um hefðbundið klúbbalag sé að ræða. Lagið er bæði rokkaðra og dimmra en hefðbundin júróvision klúbbalög svo það mætti kannsk bara kalla það rafrokkballöðu með nettum dubstep undirtóni. Að mati okkar hér á Öllu um Júróvision eru líklega einu líkindin með þessu framlagi og Euphoriu þau að bæði lögin eru sungin af söngkonu, en þar með líkur áhrifum eða líkindum. Lögin tvö er í raun bara ólík og útsetning á þeim líka, svo ekki sé talað um framsetninguna. Meðan Loreen tiplaði berfætt um sviðið innan í víðum búningum sem flaxaði í vindvélinni stendur Margareta kjurr í níðþröngum kjólnum, með uppsett hár og í hælum sem líklega væri hægt að drepa manneskju með!Þýskaland

thyskalandSamanburður á milli þýska framlagsins og Euphoriu hafa líka heyrst. Nú er spurning hvað er satt og rétt í þeim efnum. Okkur þykir fátt vera líkt með lögunum tveimur annað en danstakturinn undir þeim báðum. Uppbygging laganna tveggja eru ólíkur, þó versin byrji lágstemmt og ekki af fullum krafti kemur danstakturinn mun fyrr inn í þýska lagið og í stað þess að versið stigmagnist upp í danstakt viðlag líkt og í Euphoriu þá er það eiginleg ákúrat öfugt í þýska framlaginu þar sem heldur er dregið úr honum í upphaf viðlagsins. Þjóðverjar hafa enn ekki æft í Malmö svo sviðsetningin er ekki ljós enn, en það má gera ráð fyrir því að þau Cascada fólk geri meria úr glisi, þröngum fötum og hressum dönsurum en Loreen bauð okkur upp á í fyrra.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s