Hvernig tekst til við sviðsetningu?

Í Júróvision er snýst alls ekki allt um lagið sjálft, búningar og sviðsetning geta skipt höfuð máli til að ná árangri. Lög sem hafa verið verulega líkleg til árangurs í keppninni hafa algjörlega floppað þegar á hólmin er komið, hreinlega vegna þess þau hafa ekki virkað á sviðinu. Það er skemmst frá því að minnast þegar Kate Wolf frá Ungverjlandi var spáð verulega góðum árangri í keppninni árið 2011 en endaði svo í 22 sæti enda þrátt fyrir gott lag, gekk sviðsetningin bara engan vegin upp. Í þessu ljósi er því ekki úr vegi, núna þegar æfingar eru hafnar í Malmö, að velta upp sviðsteningum á nokkrum lögum í ár.

Byrjum á því að kíkja á nokkur af þeim lögum sem er efst á lista í veðbönkum og spám:

Danmörk

Danir fóru ekki þá leið að búa til myndband við lagið heldur létu sviðsframkomuna heima fyrir duga. Það er líklega ekki af ástæðulausu því það gekk allt upp hjá þeim. Sviðsetningin passar laginu algjörlega og kemur vel út í sjónvarpinu, raunar allt sem þarf! Af fyrstu æfingu Emmelie í Malmö að dæma, verða ekki stórvægilegar breytingar og því bara enn líklegra að Danir fari alla leið í ár.

Rússland

Rússar lögðu algjörlega upp með myndband  við lagið. Fyrsta æfing Rússa í Malmö er þó lokið og því höfum fengið smjörþefin af því hvernig atriðið verður á sviðinu. Eins og við var að búast virðist svo vera sem sviðsetningin verði hefðbundin fyrir ballöðu sem þessa. Söngkonan er í forgrunni, stendur kjurr og syngur með bakraddirnar í fallegri röð fyrir aftan sig. Á sviðinu voru líka fjöldi ljósastraura í ýmsum stærðum sem gera sviðsmynda svolítið eins og hún sé að syngja í almenningsgarði. Það lítur því út fyrir að sviðsetningin ætli að ganga þokkalega vel upp hjá Rússum í ár.

Úkraína

Líkt og Rússar lögðu Úkraínumenn upp úr kynningu á laginu með myndbandi. Lagið býður upp á ýmsa möguleika á sviðsetningu og því spennandi að sjá hvað verður enda Úkraínumenn oftast verið með mjög vel heppnaðar sviðsetningar. Af fyrstu æfingu Zlötu að dæma verður hún með fjórar bakraddir á sviðinu og einn risa. Uppstillingin gerir ekki ráð fyrir að mikið verði um hreyfingar á sviðinu, að minnsta kosti ekki af Zlötu hendi því hún stendur upp á stórum palli. Það fer svolítið eftir því hvað risinn gerir hvernig sviðsetningin gengur upp en það er líklega ekki við öðru að búast en Úkraínumenn séu með þetta úthugsað eins og öll undanfarin ár.

Tökum þá næst nokkur lög sem meira hafa lagt upp úr kynningu á lagi sínu í gegnum myndbandi  við lagið frekar en live upptökum:

Bretland

Eins og allir vita mætir Bonnie Tyler á svæðið fyrir Breta í ár. Það hefur gengið frekar brösulega hjá Bretum undanfarin ár, líklega eitthvað sem hefur lítið með sviðsetningar að gera enda hafa þær á undanförnum árum verið af öllum toga. Bonnie flytur okkur ballöðu sem bendir til þess að líklega verður lítið um glimmergalla, ljósashow eða bera dansara á sviðinu. Í myndbandinu er Bonnie mest allan tíman inn í hálf tómu húsi en skellir sér líka á ströndina, bæði hlutir sem erfitt er að búa til á sviðinu. Það ætti þó ekki að vera flókið að búa til góða sviðsetningu fyrir Bonnie sem bæði kemur vel út á sviðinu sem og í sjónvarpi.

Sviss

Eftir að Svisslendingum var ljós að þeir máttu ekki auglýsa atirði sitt sem Hjálpræðisherinn þurftu þeir bæði að finna nýtt nafn á hljómsveitina og búa til myndband enda voru meðlimir bandsins í einkennisklæðnaði Hjálpræðishersins á sviðinu í undankeppninni í Sviss. Myndbandið er stórskemmtilegt og passar laginu vel. Þar má sjá hljómsveitarmeðlimi keyra og keyra á hálfgerðum örbíl, konsept sem passar laginu ofsalega  vel. Á sviðinu heimafyrir var hins vegar annað upp á teningum. Þar gerðist mjög lítið og enginn útgeislun var af söngvurnum né hljóðfæraleikurnum. Það er því ljóst að ætli Svisslendingar sér að komast áfram og jafnvel ná einhverjum árangri þurfa þeir að úthugsa sviðsetninguna mjög vel og reyna fá smá líf í alla á sviðinu og reyna endurlífga gleðina sem skín í gegn í myndbandinu.

Lítum að lokum á möguleika laga sem hafa lagt allt upp úr live upptökum og ekki gert myndband:

Svíþjóð

Heimamennirnir Svíjar hafa oftast gert góða hluti í sviðsetningu og síðust ár hafa þeir haldið sig algjörlega við sviðsetninguna sem notuð var í Melodifestivalen. Í fyrra og hitteð fyrra gerður þeir það með góðum árangri, enda komu báðar sviðsetningar sérstaklega vel út í sjónvarpi, með dans og hreyfingar sem pössuðu algjörlega við lagið og voru lausar við það að líta út sem tónleikar upptaka sem oft er raunin í júróvision. Það má leiða líkur að því að í ár að Svíjar notist aftur við sömu sviðsetningu á framlagi sínu og í Melodifestvalin. Þó lagið sé sterkt og Robin góður söngvari þá hafa Svíjar aðeins mist tötsið því dansinn lítur bæði út fyrir að hafa verið samin fyrir svið frekar en sjónvarp og það er tónleikaupptöku stíll á útsendingunni. Hér gæti það þó gerst að lagið sé nægilega sterkt til að sviðsetningin skemmi ekki fyrir.

Lettland

Þeir félagar í PeR hoppuðu um sviðið heima í Lettlandi að því er virðist án mikilla pælinga. Það gekk vel upp á litlu sviðinu í Riga en það má gera ráð fyrir að það gangi ekki eins vel upp á risastóru sviði í Malmö, þrátt fyrir ef þeir mæta aftur í glimmer jakkafötunum. Sérstaklega er hætta á því að þeir hverfi algjörlega ef þeim dettur í hug að hafa mikið aktivití á skjáum fyrir aftan sig.

Noregur

Í úrslitunum heima fyrir fór ekki mjög mikið fyrir stórri sviðsetningu heldur var lagið, söngkonan og flutningurinn algjörlega látið standa fyrir sínu. Það fleitti laginu alla leið í Júróvision og því spennandi að sjá hvað Norðmenna gera á sviðinu í Malmö. Með réttri myndatöku og ljósum á stóra sviðinu í Malmö gæti sama eða svipuð sviðsetning gengið upp fyrir norðmenn. Líklega er það betri kostur heldur en að fara breyta mikið og búa til stóra sviðsetningu til dæmis með dönsurum því það er meiri hætta á að það verði það kjánalegt að fólk gleymi að hlusta á lagið.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s