Yfirferð laga 2013 – IV. hluti

Untitled

Fjórðu yfirferðina okkar hefjum við á fimm fyrstu löndinum sem stíga á svið í seinni undankeppninni þann 16. maí. Það er einmitt kvöldið sem Eyþór Ingi og félagar stíga á svið!

LettlandPeRHere we go

Eyrún segir: Nafn hljómsveitarinnar stendur fyrir „Please Explain the Rhytm“ – en ég held að þeir þurfi nú að útskýra ýmislegt fleira, t.d. glimmerjakkafötin! Þeir eru staðráðnir í að vinna keppnina þar sem þeir vilja koma sér upp góðu tengslaneti í Svíþjóð og komast í samband við útgefendur og pródúsera… Ég held ekki að þetta verði klár ávísun á velgengni en framkoman á sviðinu er hressileg, þeir mega eiga það. Í fyrra komst Lettland ekki áfram með „Beautiful song“ en í ár gæti alveg rofað til fyrir þeim.

Hildur segir: Lettar byrja seinna undankvöldið með gleðilegu popprappi fluttu af dúet í glimmerjakkafötum. Rapp hefur sjaldan verið árangursrík leið til að komast áfram í júróvision en það eru einstaka undantekningar eins og t.d. Grikkland 2011 þegar lagið Watch me dance lenti í 7. sæti. Það er þó aldrei að vita hvað þeir PeR-félagar gera í ár enda er þetta lag öðruvísi en öll önnur sem keppa á sama kvöldi. Það getur því brugðið  til beggja vona.

San MarínóValentina MonettaCrisalide

Hildur segir: Eftir samfélagshörmungarnar í fyrra eru Valentina og Ralph Siegel mætt aftur til leiks fyrir hönd San Marino. Lagið byrjar á tregafullum ballöðunótum en breytist smám saman í poppslagara, kannski pínu eins og Ralph hafi ekki náð að semja þriggja mínútna langt lag og því bara rótað aðeins í skúffunni hjá sér og fundið hressandi lagabút sem hann bætti aftan  við það sem hann var kominn með. Þrátt fyrir þetta er lagið margfalt betra en framlagið frá árinu áður og er í raun sums staðar spáð mjög góðu gengi. Þó að mér sjálfri finnist lagið leiðinlegt á ég alveg von á að það komist áfram í úrslitin en á væntanlega eftir að vera í keppni við Azerbaídsjan.

Eyrún segir: Ég er sammála Hildi um að framlag San Marínó í ár er margfalt betra en í fyrra og mikið er ég fegin að heyra ítölskuna enn á ný! Lagið veit hins vegar ekki hvort það vill vera ballaða eða danslag og það veltur allt á sviðsetningunni hvernig til tekst. Valentína sló í gegn hjá aðdáendum í fyrra og greinilega aftur í ár sem sýnir sig í því að hún lenti í 2. sæti í OGAE aðdáendakosningunni sem lauk fyrir nokkrum dögum. Mér finnst líklegt að lagið sitji þó eftir þegar dregið er úr umslögunum.

Makedónía Ezma & LozanoPre Da Se Razdeni

Hildur segir: Hér er enn ein amman mætt í júróvision! Núna með ungu pilti sem syngur fallegt lag á þjóðtungu sinni. Amman að þessu sinni syngur viðlagið sem er söngstíll þekktur meðal Roma-fólks, en hún er sjálf af Roma-ættum. Saman verður þetta hressilegt mix sem hljómar svolítið eins og tvö lög frekar en eitt. Það kæmi mér þó ekkert á óvart ef Makedónar kæmust áfram enda amman hress og Lozano geðþekkur.

Eyrún segir: Veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta lag, gæti virkað en gæti líka alveg týnst í allri flórunni. Ég man t.d. aldrei eftir því…

AserbaídsjanFarid MammadovHold me

Eyrún segir: Hér er á ferðinni ágætis ballaða sem er nokkuð grípandi – og heillar mig mun fremur en t.d. San Marínó (gæti haft með flytjandann að segja, ég skal ekki segja :)) Grísku áhrifin eru nokkuð greinileg og flutningur Farids er góður. Held að Aserar séu öruggir áfram. 

Hildur segir: Aserar leita að höfundi út fyrir landsteinana í ár eins og fyrri ár. Núna voru þó ekki Svíar fyrir valinu eins og oft, heldur þaulreynt grískt tónskáld, Dimitrios Kontopoulos,  sem er alls ekki ókunnugur júróvision. Dimitrios er nefninlega höfundur lagsins  This is our night sem Sakis Rouvas flutti eftirminnilega fyrir Grikklandshönd árið 2009. Lag Asera í ár er þó alls engin júrópoppblaðra heldur stór og hefðbundin júróvision-ballaða. Farid flytur hana afar vel og það er næsta víst að hann flýgur í úrslitin.

FinnlandKrista SiegfridsMarry me

Eyrún segir: Lagið heillaði mig alls ekki við fyrstu hlustun og því miður held ég að Finnar nái ekki að sannfæra restina af Evrópu um að þeir séu að djóka (ef sú er raunin!). Það er gífurlegur hressleiki sem stafar frá Kristu, næstum kæfandi og minnir pínulítið á Silvíu Nótt – mínus kaldhæðnina. Þetta skrifa ég núna en svo getur vel verið að á 5. degi í Malmö verði ég alveg á fullu með í #TeamDingDong 😉

Hildur segir: Fyrst þegar ég sá þetta framlag Finna var ég ekki viss um hvort væri að ræða algjöra skelfingu eða mikla snilld. Ég er enn ekki alveg viss, en hallast meira að snilldinni akkúrat þegar þetta er skrifað. Það er mikil gleði yfir þessu lagi og hægt að sjá húmorinn í því. Svo er það ekki á hverjum degi sem má vænta þess að söngkona íklædd brúðarkjól mæti á júróvision-sviðið svo bara þess vegna gæti atriðið orðið eftirminnilegt.

yfirferd_4

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s