Veðbankastaða viku fyrir fyrstu keppni!

Í morgun flaug íslenski hópurinn til Svíþjóðar og fyrstu keppendur stíga á svið eftir nákvæmlega viku. Það er því óhætt að segja að andrúmsloftið sé orðið rafmagnað í Eurovision-landi, með fyrstu æfingum og blaðamannaviðtölum o.fl.

Er ekki tilvalið að taka út stöðu veðbankanna svona kortér í kosningu? Eins og sést á töflunni hér að neðan hefur lítið breyst:

Veðbankar

1. sæti

 

2. sæti

3. sæti

4. sæti

5. sæti

Oddschecker.com

Danmörk

Úkraína

Noregur

Rússland

Ítalía

Olbg.com

Danmörk

Úkraína

Noregur

Rússland

Holland

Paddypower.com

Danmörk

Úkraína

Noregur

Rússland

Holland

William Hill

Danmörk

Úkraína

Noregur

Rússland

Ítalía

Esctoday.com
/OGAE-international.com

Danmörk

San Marínó

Noregur

Þýskaland

Ítalía

Nicerodds

Danmörk

Úkraína

Noregur

Rússland

Ítalía

Samkvæmt öllum veðbönkunum er danska framlagið klár sigurvegari og hlýtur afgerandi kosningu, á borð við þá sem Loreen og Alexander Rybak fengu á sínum tíma. Úkraína og Noregur hafa skipt um sæti og Holland er nú í 5.-6. sæti.

Við skulum athuga að þrátt fyrir forspárgildi veðbankanna hafa þeir ekki alltaf haft rétt fyrir sér, en þetta er ansi góð vísbending um að við séum öll á leiðinni til Köben 2014.

Nú skulum við sjá hvar veðbankarnir hafa staðsett Eyþór og íslenska framlagið:

Veðbankar

Ísland

Oddschecker.com

35. sæti

ESC stats

15. sæti

Olbg.com

25. sæti

Paddypower.com

28. sæti

William Hill

33. sæti

Esctoday.com
/OGAE-international.com

12. sæti

Nicerodds

32. sæti

Hérna sést að aðdáendur eru bjartsýnni á gengi íslenska framlagsins (ESC stats og Esctoday) en almennir veðbankar. Það styttist óðum í að við komumst að því hvort þetta reynist rétt 😉

pizap.com13661203238722

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s