Yfirferð laga 2013 – III. hluti

Untitled

Hér kemur þriðja yfirferðin okkar og með henni ljúkum við fyrra undankvöldinu sem fer fram 14. maí nk. Eins og alltaf, væri gaman að sjá hvort þið séuð almennt sammála okkur, lesendur góðir!

Hvíta-RússlandAlyona LanskayaSolayoh

Hildur segir: Hvít-Rússar bjóða okkur upp á fyrsta júrópopp slagarann í keppninni í ár. Og bara alveg þokkalegan verð ég að viðurkenna. Kannski ekki sá besti en eftir mörg frekar döpur lög á undan má alveg gera ráð fyrir að Alyona og hálfberu dansararnir hennar vekji Evrópubúa upp af vondum draumi litháenska lagsins og þeir sendi hana alla leið í úrslitin.

Eyrún segir: Mér finnst eitthvað pínu hressandi við þetta lag, kannski það séu hálfberu dansararnir 🙂 Þetta er a.m.k. mun betra en margt sem Hvít-Rússar hafa sent áður og séns að þeir komist áfram.

MoldóvaAliona MoonO Mie

Hildur segir: Það virðist vera orðið að hálfgerðu trendi að senda sama flytjanda/höfund tvö ár í röð. Það gera Moldóvar einmitt ár, en Pasha Parfeny sem kom Moldóvóum í úrslit í fyrra og meira að segja alla leið í 11. sætið, er höfundur lagsins í ár og mun að öllum líkindum sitja við flygilinn á sviðinu í ár meðan Aliona Moon flytur lagið hans. Þrátt fyrir að hafa verið hrifinn af Pasha í fyrra get ég ekki sagt það sama í ár. Mér finnst lagið svo hrikalega leiðinlegt að ég á erfitt með að hlusta á það til enda. Held barasta að Moldóvar sitji heima þann 18. maí í ár.

Eyrún segir: Get verið sammála Hildi í að þetta er eitt leiðinlegasta lagið í þessari forkeppni, algjört snooze-fest! Ótrúlega lengi að byrja og pirrandi krúsídúllur sem engu skila. Moldóvar hafa í gegnum tíðina ýmist sungið á þjóðtungunni eða á ensku og persónulega finnst mér þjóðtungan skemmtilegri – og ég hefði sennilega hlustað einu sinni enn á þetta lag ef það hefði ekki verið á ensku… Ballöðurnar sem koma á undan eru skömminni skárri og því hugsa ég að Moldóva heltist úr lestinni.

ÍrlandRyan DolanOnly love survives

Hildur segir: Sumum til sorgar sendu Írar ekki Jedward á ný í keppnina í ár. Í staðinn sendu þeir poppkrúttið Ryan Dolan sem syngur að sjálfsögðu um ástina í krúttlegum klúbbaslagara. Þetta er svona frekar þreytt þema sem Írar bjóða upp, finnst mér og á ekki von á því að aðrir en tólf ára glimmer -krakkar kjósi Ryan og Írar sitji því eftir með sárt enni.

Eyrún segir: Ég kemst í gott skap við að heyra byrjunina á írska laginu og hann er myndarlegur. Ekkert sterkasti söngvarinn og ég á von á góðum kjánahrolli yfir sviðsframkomunni. Lagið er nú samt ágætt og maður skal ekki vanmeta mátt euroklúbba-stemmingunnar!

Kýpur  – Despina OlympioAn Me Thimasai

Hildur segir: Þetta lag er bara jafnleiðinlegt og fjármálakreppan á Kýpur og ekki orð um það meir!

Eyrún segir: Ballaða á þjóðtungunni sem er þó fremur litlaus, en söngkonan góð. Kýpverjar komust hæst í 5. sæti aðalkeppninnar 2004 með Stronger every minute en hafa oftar fallið utan hennar – ég hugsa að sú verði raunin í ár líka.

BelgíaRoberto BellarosaLove Kills

Hildur segir: Þó að herra Bellarosa sé krúttlegur þá syngur hann bæði frekar leiðinlegt lag og virðist ekki vera vænlegur til að gera góða hluti á sviðinu til að bæta lagið upp, aðallega kannski því hann ræður illa við að syngja það live. Held að hann og Ryan, írska krúttið, verið bara að stofna sína eigin krúttkeppni til að komast eitthvað áfram.

Eyrún segir: Söngvarinn var afleitur í fyrsta videoinu sem birtist af laginu, og það ýtir undir þá skoðun mína að hann verði ekki sterkur á velli á sviðinu í Malmö. Svona júró-slagari finnst mér líka heldur þreyttur. Ég fer hins vegar ekki ofan af þeirri skoðun að síðustu tvö framlögin á svið eigi nánast öruggt sæti í úrslitin og þannig hefur það verið á hverju ári undanfarin ár, allt frá árinu 2009 þegar De Toppers komust ekki áfram þrátt fyrir að vera síðastir á svið í Semi-final 2 (en þeir voru nú líka Hræðilegir!). Samkvæmt þessari tölfræði á þetta lag alveg möguleika í úrslitin.

SerbíaMoje 3 Ljubav Je Svuda

Hildur segir: Hérna sameinast engillinn, djöfullinn og gullstelpan um að syngja afar slakan júrópopp slagara þar sem ekki einu sinni serbneskan, sem er að mínu mati eitt fallegasta söngmál sem ég hef heyrt, bjargar örlítið. Hélt fyrst að þetta væri gott grínlag en þeim virðist vera full alvara með þessu. Held að Balkanstigin í ár fari frekar til Króatíu en Serbíu.

Eyrún segir: Serbnesku skvísurnar stíga síðastar á svið og samkvæmt statistíkinni sem ég nefndi hér að ofan, eru líkurnar þeim í hag að komast áfram. Þessi slagari sem þó er á serbnesku, er á hinn bóginn arfaslakur og ég færi sennilega frekar inn í eldhús eftir meira poppi en að sitja undir þessu allan tímann!

yfirferd_3

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s