Lagakynning ’13 – Hverjir eru mættir aftur?

Það er staðreynd að margir þátttakendur í Júróvision, koma oft aftur  og jafnvel aftur til leiks í keppnina. Þetta hefur margsinnis gerst og með mjög misjöfnum árangri. Besta árangurinn á líklega Jonny Logan sem tvisvar flutti sitt eigið lag og vann í bæði skiptin og bætti svo enn úr og mætti í þriðja skiptið, þá sem höfundur og vann eina ferðina enn. Sömu sögu má ekki segja um Niamh Kavanagh, söngkonuna sem söng þriðja sigurlag Íra árið 1993 en hún lenti í 23. sæti í úrslitunum 2010 þegar hún snér til baka í keppnina.

Nokkrir flytjendur hafa komið tvö ár í röð. Það hefur meira gerst á síðustu árum og er hin þýska Lena þar fremst í flokki. Hún kom sá og sigraði í Osló árið 2010 og mætti svo aftur árið eftir og náði alla leið í 10 sætið. Einmitt sama ár stigu Jedward bræður á júróvision sviðið í fyrsta skiptið með ágætum árangri og mættu aftur galvaskir í fyrra og náður aftur góðum árangri. Þetta trend virðist ætla halda áfram því í fyrra mætti söngkonan Valentina Monetta fyrir San Marino og flutti hið hörmulega samfélagsmiðlalag. Það hafa líklega verið fáir sem áttu einmitt von á því að hún yrði sá keppandi sem kæmi strax árið eftir en hún er mætt aftur.

Að þessu tilefni ætlum við að kíkja á þau framlög með flytjendur sem mættir eru aftur á sjónvarsviðið. Byrjum á San Mariono.

San Marino

Eins og áður segir er söngkonan Valentina Monetta mætt aftur fyrir hönd þessa örríkis. Í fyrra komst hún ekki upp úr undanriðlinum með samfélagsmiðlalagið. Í hefur hún algjörlega skipt um gír og er mætt með tregafulla júróvisionballöðu sem breytist í poppaða ballöðu um miðbik lagsins. Höfundur lagsins er líkt og í fyrra hinn eini sanni Raphl Siegel og má því sem sanni segja um þau bæði þau kunni að skipta um gír í músíkinni!

Búlgaría

Búlgarar eru vinalaus þjóð í júróvision. Þeir hafa keppt frá árinu 2005 og hafa bara einu sinni komist áfram upp úr undankeppninni. Það var árið 2007, einmitt þegar þau Elitsa Todorova og Stoyan Yankulov stigu síðast á svið í júróvision með lagið Water. Þau eru mætt aftur til leiks í ár, kannski í von um að geta komið Búlgaríu aftur í úrslit. Hvort af því verður kemur í ljós þann 16. maí.

Moldóva

Í fyrra keppti hinn þaulmenntaði Pasha Parfeny fyrir hönd þjóðar sinnar með lagið Lautar með all góðum árangri, eða 11. sætinu í úrslitunum. Pasha er mættur aftur í ár, þó minna fari fyrir honum á sviðinu en í fyrra. Í ár er hann nefninlega höfund framlags Moldóva, O Mie, sem Aliona Moon flytur. Lagið er í allt öðrum gír en framlag hans í fyrra (sem hann samdi líka sjálfur). Eftir hressandi popplag með ferskri framkomu bíður hann okkur upp á dramatíska ballöðu í ár. Pasha lætur sér þó ekki bara duga að vera höfund heldur verður hann að öllum líkindum með Alionu á sviðinu, líklega við flygilinn.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s