Yfirferð laga 2013 – II. hluti

Untitled

Áfram heldur yfirferð okkar yfir lögin 39 sem keppa í Eurovision í ár. Næstu fimm framlög eru líka af fyrra undankvöldinu.

Svo væri gaman að sjá hvort þið séuð almennt sammála okkur, lesendur góðir!

RússlandDina GaripovaWhat if

Eyrún segir:  Rússar senda frambærilega stúlku, Dinu Garipovu, sem syngur afskaplega ljúfa Disney-ballöðu á ensku (og framburðurinn er mjög góður á júróvisjónskan mælikvarða!) Lagið rennur afskaplega ljúflega niður, en skilur sáralítið eftir sig – og mætti því líkja við hálfgerðan skyndibita; ljúffengur á meðan á honum stendur en svo er maður algjörlega tómur á eftir. Rússarnir hafa aldrei setið eftir þegar valið er í úrslitin (en komust nálægt því 2011, þegar þeir voru níundu inn) og ég held ekki að árið í ár verði nein undantekning á því.

Hildur segir: Sumir hafa sagt þessa ljúfu ballöðu sem Rússar bjóða okkur upp á, afar sigurstranglega. Í fyrstu skiptin sem ég hlustaði á hana var ég nokkuð sammála, hins vegar þegar frá líður finnast mér líkurnar hverfandi, kannski aðallega vegna þess að ég hún skilur alls ekki mikið eftir, rétt eins og Eyrún bendir á. Í mínu huga er lagið blanda af fiðrildaballöðu Hvít-Rússa frá 2010 og framlag Íra sama ár. Þó að bæði lögin hafi komist áfram í úrslitin, gerði hvorugt þeirra neinar gloríur á úrslitakvöldinu og á ég von á að sú verði raunin með þetta framlag Rússa í ár. Þess má þó geta að þetta er ein af sterkari ballöðum í keppninni í ár.

ÚkraínaZlata Ognevich Gravity

Eyrún segir: Hérna kemur nokkuð hressilegur euro-slagari frá úkraínsku smellasmiðjunni og söngkonan er ekkert slor heldur. Það verður spennandi að sjá hvernig útfærslan verður á sviðinu því að myndbandið er heldur betur fótósjoppað og fínt! Ég hef alveg vaknað með viðlagið á heilanum nokkra morgna og það síast inn (og verður sennilega frábært á degi nr. 5 úti í Malmö) og ég er mjög bjartsýn á að það komist áfram.

Hildur segir: Úkraína heldur áfram að bjóða okkur júróvísjon áhorfendum upp á huggulega söngkonu eins og flest undanfarin ár. Það er hún Zlata sem stígur á stokk að þessu sinni en hún er þekkt í heimalandi sínu og er meðal annars söngkona í dans- og sönghópi úkraínska hersins. Það er greinilega árangursrík leið til að koma sér á framfæri því þetta er ekki í fyrsta skipti sem Úkraínu menn senda söngkonu úr þeim hópi í júróvísion. Hver man nefninlega ekki eftir stígvélunum hennar Tinu Karol sem flutti framlag Úkraínumanna árið 2006, en Tina var einmitt líka söngkona í hernum? En nóg um það! Lagið hennar Zlötu heitir Gravity og er erfitt að flokka nákvæmlega undir hvaða tónlistarflokk lagið fellur en það hefst á ljúfum nótum en krafturinn eykst svo smám saman og nær hágmarki í lokinn. Mér þykir lagið alveg ágætt, en ekkert endilega frábært og hef ekkert voðalega mikið um það að segja. Verð þó að vera sammála Selmu Björns í Alla leið þáttunum, um að ég verð svekkt ef hún kemur ekki með risa álblómið á sviðið í Malmö! Úkraínumenn hafa gert það gott að á undanförnum árum í keppninni og ég á ekki von á að það verði undantekin á því ár.

HollandAnoukBird

Eyrún segir: Ég var rosalega spennt að heyra lagið frá Anouk sem beðið var eftir með eftirvæntingu – svo mikilli að það lak meira að segja á netið smá bútur sem hún söng í útvarpsviðtali – í gegnum síma. Þeir eru ófáir sem halda ekki vatni yfir laginu og ég er sko í því liði! Finnst þetta æðisleg retro ballaða, sem minnti mig strax á gömlu klassísku Eurovision-lögin, allt frá Refrain… Hlakka ótrúlega til að sjá hana á sviði og vona að hún fljúgi í gegn í úrslitin, ef ekki nema fyrir aðdáendaatkvæðin á þriðjudeginum! Holland má alveg muna fífil sinn fegurri (þjóðin sem hefur sigrað í Eurovision fjórum sinnum) en nú er mál að linni!

Hildur segir: Hollendingar senda í ár bæði frekar þekktan tónlistarmann og dásamlega fallegt lag. Hver man ekki eftir þessu lagi með henni! Við fyrstu hlustun á júróvísjon-framlaginu hennar var ég þó alls ekkert hrifin, fannst það hálf þurrt og lítið spennandi. Það vex hins vegar við hverja hlustun og er smám saman að verða eitt af mínum uppáhalds í keppninni í ár.

SvartfjallalandWho SeeIgranka

Eyrún segir: Æ, ekki minn tebolli (fremur en Euronero var í fyrra – þrátt fyrir að sumir vilji meina að það hafi verið snilld!) … þoli mjög illa rappara í Eurovision. Ég var alveg búin að ákveða að annað lag væri framlag Svartfellinga í ár, en það heitir Reggaeton (youtube) og er mun skemmtilegra. Get því engan veginn tengt við þetta lag á neinn hátt. Situr sennilega eftir.

Hildur segir: Svartfellingar bjóða okkur í ár upp á rappara í gulum þjóðhátíðar pollagöllum og kynþokkafulla söngkonu sem virðast skiptast á að flytja alveg sitthvort lagið. Kannski gátu Svartfellingar bara ekki ákveðið hvort þeir ættu að senda rappara í pollagöllum eða söngkonu sem dansar á stól inni í geymslu svo þeir ákváðu bara að gera bæði! Ég á ekki von á að þessi skyrhræringur þeirra muni gera góða hluti, nema rétt kannski nema þau mæti bara öll í pollagalla á sviði í Malmö!

Litháen Andrius PojavisSomething

Eyrún segir: Litháar eru alltaf pínu undarlega systkinið af þessum Eystrasaltslöndum (Eistlandi, Lettlandi og Litháen). Hin eru öll frekar mikið með’etta í Eurovision, hafa sigrað og senda vönduð og flott framlög ár eftir ár. Litháen sendir karlahóp sem sagðist hafa unnið Eurovision (We are the winners) og í fyrra blindan diskótekara, sem komst í úrslit fyrir að vera síðastur á svið í undankeppninni (!) Þessi gaur er stærri en lagið sem hann flytur og gæti verið skemmtilegur á sviði, en lagið er afleitt.

Hildur segir: Þetta er ábyggilega eitt óeftirminnilegasta lagið í keppninni þetta árið. Augabrúnirnar á söngvaranum (sem ollu miklum hlátrasköllum FÁSES-meðlima í upptökum á Alla leið-þáttunum) eru mun eftirminnilegri en bæði lagið og flutningurinn. Ætli hann sitji ekki eftir rétt eins og pollagallagengið á undan honum.

yfirferd_2

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s