Lagakynning ’13: Of margar sólósöngkonur?

Þegar litið er yfir framlögin í Eurovision ár hvert, er alltaf spennandi að reyna að finna e-ð mynstur eða trend sem getur skapast. Það þarf ekki að skoða mjög djúpt til að sjá hversu margar sólósöngkonurnar eru í ár.

Eins og sést á litlu töflunni hérna fyrir neðan hafa konurnar vinninginn fram yfir karlana, eru 17 söngkonur (taldi þá þýsku með þrátt fyrir að hún sé tæknilega séð í „bandi“) en karlarnir eru 10 talsins. Blandaðir hópar (2 eða fleiri) með flytjendum af hvoru kyni fyrir sig eru sex, langflestir dúettar og karlahóparnir eru fimm (2 eða fleiri). Serbneska tríóið er svo eini kvenhópurinn.

Kona Karl Blandaður hópur Karlahópur Konuhópur
17 10 6 5 1

Eru þetta ekki klár áhrif frá Loreen frá í fyrra? Það er þekkt hversu algengt það er að herma eftir sigurvegara síðasta árs, og ég er ekki frá því að það séu þó nokkrar berfættar skvísur með slegið hár í keppninni.

Hættan á því að hverfa í fjöldann af öllum þessum dívum er fyrir hendi en hvernig lög eru þetta og gera þær eitthvað til að stinga í stúf? Ef svo er, þá hvað?

Hressir popp/euro-slagarar (enska): Úkraína, Finnland, Austurríki, Hvíta- Rússland, Slóvenía og Þýskaland.

Sérstakt popp/etnískt (óljós flokkun): Noregur og Danmörk.

= (8 lög)

Ballöður og annað í rólegri kantinum (á ensku): Rússland, Bretland og Moldóva.

Ballöður og annað í rólegri kantinum (á þjóðtungu): Ísrael, Frakkland, Kýpur, San Marínó og Eistland.

Sérstök ballaða (óljós flokkun): Holland.

= (9 lög)

OK, það er kannski ekki hægt að setja þetta alveg svona í þessa ferköntuðu flokka, norska og danska lagið eru t.d. fremur ólík. Þau eiga það þó sameiginlegt að vera sérstök – og skera sig úr. Annars vegar sú norska með sinn iðnaðar-teknó-takt og hins vegar sú danska með írskættaða trommusláttinn sinn.

Engu að síður er erfitt að gera upp á milli laganna sem eru hressir poppslagarar á ensku – er eitthvað þeirra sem stendur út fremur en annað? E.t.v. bara karakterar flytjendanna og svo á að sjálfsögðu eftir að koma í ljós hvernig þessi lög verða sett fram á sviðinu.

Ballöðurnar frá Rússlandi og Moldóvu eru í ætt við Disney-ballöður, sykursætar en Bonnie með sína rifnu rödd skín í gegn og mun sennilega vera talsvert áberandi.

Hinar ballöðurnar eru, merkilegt nokk, á þjóðtungunum (Kuula-áhrif?) og flestar nokkuð frambærilegar. Valentina frá San Marínó gerir aðra tilraun eftir Facebook-slysið í fyrra og kemst vel frá því. Eistland reynir það sama og í fyrra og Ísrael kemur með eina af sínum tregafullu hebresku ballöðum. Franska lagið er all sérstakt en spurning hvort það nái einhverju flugi.

Utan þessarar flokkunar er hollenska lagið. Það er mjög sérstakt og nokkurn veginn úr takti við önnur – sem skapar því sérstöðu. Við ætlum seinna í þessum lagakynningarfærslum að fjalla um lögin sem skera sig algjörlega úr í keppninni í ár. En Anouk á ágætis möguleika fyrir þær sakir.

Á heildina litið má segja að það að senda kvenflytjanda hljóti að vera „inn“ í ár – en lögin skiptast nokkuð jafnt í ballöður og poppslagara. Það eru því ekkert yfirgnæfandi margar „Euphoriur“ í ár – þó að sum lög og flytjendur komist ansi nærri því 🙂

kvenesc

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s