Marcel Bezencon verðlaunin

marcel_bezencon

Að vinna Júróvision er ekki það eina sem hægt er að vinna í þessari keppni því daginn sem úrslitn fara fram eru Marcel Bezencon verðlaunin veitt. Marcel Bezencon verðlaunin eiga rætur sínar að rekja til ársins 2002 og er komið á fót af Svíjunum Christer Björkman og Richard Herrey, sem báðir hafa tekið þátt í Júróvision fyrir hönd Svíja. Christer Björkman hefur raun verið viðriðin Júróvision og Melodifestivalen næstum frá því hann söng framlag Svíja árið 1992 og var í ár einn af aðalframleiðundum keppninnar. Verðlaunin eru nefnd eftir hugmyndasmiði Júróvision, og framkvæmdastjóra EBU frá 1955-1970, Svisslendingum Marcel Bezencon.

Marcel Bezencon verðlaunin eru veitt í þremur flokkum:

Blaðamannaverðlaun (Press award) eru veitt því atriði sem endar í fyrsta sæti að lokinni kosningu þeirra blaðamanna sem staddir eru á keppninni hverju sinni.

Listamannaverðlaun (Artistic award) eru veitt þeim flytjanda sem þykir skara framúr samkvæmt kosningu lýsenda keppninnar hverju sinni. Til ársins voru þessi  verðlaun veitt eftir kosningu fyrrverandi sigurvegara í Júróvision.

Höfundaverðlaun (Composer award) eru veitt þeim höfundi/höfundum sem þykja eiga frumlegasta og besta lagið í keppninni eftir kosningu meðal höfunda.

Misjafnt er hvernig þessi verðlaun dreifast og oftar en ekki fara þau til þriggja atriða og alls ekki alltaf til sigurvegara Júróvision. Það var einingis í fyrra  sem sigurvegarinn, Loreen, og höfundar Euporhiu fengu einnig öll þrenn Marcel Bezencon verðlaunin.

Í ár voru það þrjú mismunandi atirði sem fengu verðlaunin. Georgíumenn hlutu blaðamannaverðalunin en þau voru efst í kosningu blaðamanna. Farid frá Aserbaijdan hlaut listamannaverðalunin og að lokum hlutu, Joy, Linnea, Joakim og Robin höfundaverðalunin fyrir lag sitt You sem var framlag Svíja í ár.

Þess má geta að sænska sjónvarpið, SVT, veitir einnig þessi sömuverðlaun á úrslitakvöldi Melodifestivalen. Í ár skiptust þau verðlaun á milli tveggja atriðia. Yohio og lagið hans Heartbreak Hotel hlaut bæði blaðamannaverðlaunin og listamannaverðlaunin en þau Joy, Linnea, Joakim og Robin hlutu einnig höfundaverðalunin í Melodifestivalen.

Hér má sjá afhentingu  verðlaunanna í ár:

Svona spáðum við fyrir úrslitin á laugardaginn var!

Nú eru öll kurl komin til grafar og stigagjöfin orðin ljós. En hvernig ætli spádómsgáfa okkar sem skrifum hér á síðuna hafi hjálpað okkur í úrslitunum?

Casper var sá eini okkar sem raðaði löndum í sæti og spáði sigri Aserbaídsjans sem er alls ekki fjarri lagi, þar sem þeir höfnuðu í öðru. Önnur lönd frá honum sem komust inn á topp tíu voru Danmörk í 1. sæti (Casper spáði 5. sæti), Úkraína í 3. sæti (Casper spáði 4. sætinu) og Holland í 9. sæti (Casper spáði 6. sæti). Nokkuð gott!

Flosi spáði rétt fyrir um sjö þeirra landa sem komust inn á topp tíu, þ.e. Rússland, Danmörku, Aserbaídsjan, Úkraínu, Ítalíu, Noreg og Holland, en raðaði þeim ekki í sérstaka sætaröð.

Hildur og Eyrún spáðu átta löndum rétt inn á topp tíu en við röðuðum ekki eftir neinni sérstakri röð. Með því að bæta Ungverjalandi við, sem hafnaði í 10. sæti og við sögðum að gæti mögulega læðst inn, höfum við nánast fullt hús!

Lærdómurinn er e.t.v. sá að vanmeta aldrei mátt krúttpoppsins 🙂

writers

Stig Íslands

Nú þegar nokkrir dagar eru liðnir frá keppni er ekki úr  vegi að spá aðeins og spegúlera í stigagjöfinni, þá einkum frá hverjum Ísland fékk stig og hverjum Ísland gaf svo stig. Byrjum á því að kíkja á undariðlinn á fimmtudaginn var.

via Eyþór Ingi (Facebook)

via Eyþór Ingi (Facebook)

Ísland fékk samtals 72 stig og lenti í 6. sæti í riðlinum. Stigin þó aðeins frá átta löndum. Eitt stig fengum við frá Armeníu og 7 frá Spáni. Hin löndin sex gáfu okkur annað hvort tíu eða tólf stig! Ungverjaland, Lettland, Noregur og Sviss gáfu okkur öll 10 stig og það voru svo Finland og Þýskaland sem splæstu á okkur 12 stigum hvort! Það má kannski lesa úr þessu að annað hvort hafi fólki í löndunum þótt lagið okkar, Ég á líf, æðislegt eða bara ekkert sérstakt fyrst meirihluti stiganna sem komu inn voru tíur og tólfur.

rumenia

via eurovision.tv

Lítum nú á hverjum Ísland gaf stig þetta sama kvöld. Mörgum kom á óvart að Ísland gaf Ungverjalandi engin stig en kom lítið á óvart að við gáfum bæði Finlandi og Noregi stig! Það voru Ísraelar sem fengu 1 stig frá okkur, Grikkir 2, Lettar 3, Georgíumenn 4, Svisslendingar 5, Maltverjar 6 og Finnar 7. Farid frá Aserbaijan, skuggin hans og konan í rauðakjólnum fengu 8 stiga frá Íslendingum og hinn rúmenski kontratenór Cezar, sem söng sig hreinlega upp úr sviðinu í glimmerátfittinu sínu fékk 10 stigin frá Íslendingumm. Það kemur svo lítið á óvart að Bjarkaðaðdáandi Margeret Berger frá Noregi hafi hlotið tólfuna.

via eurovision.tv

via eurovision.tv

Í úrslitunum á laugardagskvöldið fengu Eyþór Ingi og félagar samtals 47 stig. Þessi stig komu frá 10 löndum. Hæsta skorið kom frá Þýskalandi sem gaf okkur 8 stig. Svíþjóð, Ungverjaland og Eistland gáfu okkur 6 stig, Finland og Sviss 4 stig, Noregur og Slóvenía 4 stig, Bretland 2 og loks Danmörk 1 stig. Þessi stigafjöldi dugði okkur í 17. sætið sem verður að teljast ágætur árangur, og í raun sá besti síðan Jóhanna Guðrún hlaut 2. sætið árið 2009.

via eurovision.tv

via eurovision.tv

Stig sem Íslendingar gáfu á laugardagskvöldið komu sumum á óvart, einkum vegna þess að aftur gáfu Íslendingar Ungverjum engin stig auk þess sem Finland fékk engin stig frá okkur að þessu sinni. Af þeim 10 löndum sem fengu stig frá okkur, voru sjö sem enduðu á topp 10 í lokin eða Rússland, Úkraína, Malta, Aserbaijan, Holland, Noregur og Danmörk. Stig Íslendinga skiptust þannig: Rússland 1, Frakkland 2, Úkraína 3, Svíþjóð 4, Malta 5, Rúmenía 6, Aserbaijan 7, Holland 8, Noregur 10 og Danmörk 12.

Úrslit úr undanriðlum

Strax og úrslit voru ljós á laugardagskvöldið birti EBU úrslitin úr undariðlunu tveimur. Það kemur ekki á óvart að efstu löndin tvö í úrslutnum hafi verið efst hvor í sínum riðli. Aserbaijan sigraði seinni riðilinn með 139 stig en Danmörk sigraði þann fyrri með 167. Lítum betur á úrslitin.:

Fyrri undanriðill 14. maí

Land

Stig

Danmörk 167
Rússland 156
Úkraína 140
Moldóva 95
Belgía 75
Holland 75
Hvíta-Rússland 64
Írland 54
Litháen 53
Eistland 52
Serbía 46
Svartfjallaland 41
Króatía 38
Austurríki 27
Kýpur 11
Slóvenía 8

Eins og sjá má sigrað Danmörk ekki með miklum yfirbruðum, einungs 11 stigum á undan Rússlandi sem var í öðru sæti. Úkraína náði 140 stigum, einu sigi fleira en Aserbaijan fékk í síðari riðlinum og sigraði. Nokkuð stökk var á milli 3. og 4. sæti í fyrri undariðlinum en Moldavía fékk undir 100 stigum. Nágrannalöndin Holland og Belgía fengu hvort um sig 75 stig og endurðu í 5. og 6. sæti. EBU setur Belgíu í 5. sæti og Holland í það 6. líklega af því Belgía fékk stig frá fleiri löndum. Holland fékk hins vegar oftar 12 stig. Írland, Litháen og Eistland röðuðu sér á bötnin öll með einungs eins stigs mun sína á milli. Serbía hefði verið næst inn í fyrri undariðlinum en var 6 stigum á eftir Eistlandi sem var í 10. sæti. Slóvenar fá þann vafasama heiður að fá fæst stig í keppninni í ár eða heil 8 stig, sem komu frá Króatíu og Svartfjallalandi.

Land

Stig

Aserbaijan 139
Grikkland 121
Noregur 120
Malta 118
Rúmenía 83
Ísland 72
Armenía 69
Ungverjaland 66
Finnland 64
Georgía 64
San Marínó 47
Búlgaría 45
Sviss 41
Ísrael 40
Albanía 31
Makedónía 28
Lettland 13

Eins og áður segir, sigraði Azerbaijan í seinni undariðlinum með 139 stig. Í þessum riðli dreifðust stigin aðeins meir en í þeim fyrri. Fjögur lönd fengu yfir 100 stig og í raun var mjótt á munum í 2.-4. sætinu. Einu stigi munaði á Grikklandi, sem lenti í 2. sæti, og Noregi sem lenti í því 3. Malta sem endaði í 4. sæti fékk svo einungis tveimur stigum færra en Noregur. Ísland endaði í 6. sæti í seinni riðlinum með 72 stig. Líkt og í fyrri riðlinum var mjótt á munum í neðstu þremur sætunum. Töluverður munur var þó á 10. og 11. sætinu en San Marínó var næst inn en fékk 16 stigum færra en Georgía sem var í því 10. Lettar ráku lestina í seinni riðlinum með 13 stig, þar af  3 frá Íslandi!

Danmörk sigrar í Júróvision!

DS__MG_4164_final_dressrehearsal1

Eins og við mátti búast kom Emmilie de Forest frá Danmörku, sá og sigraði í Júróvision í kvöld með lagið Only Teardrops og fékk 281 stig.

Eyþór Ingi og félagar enduðu í 17. sæti (með 47 stig), sem er besti árangur okkar frá því að Jóhanna Guðrún lenti í 2. sæti 2009.

Að öðru leyti var topp 10 eftirfarandi:

10. Ungverjaland (84)
9. Holland (114)
8. Malta (120)
7. Ítalía (126)
6. Grikkland (152)
5. Rússland (174)
4. Noregur (191)
3. Úkraína (214)
2. Aserbaídsjan (234)
1. Danmörk (281)

SPÁ FYRIR KVÖLDIÐ: TOPP 10

Stóra stundin er við það að renna upp og því loksins komið að því að birta spá okkar fyrir kvöldið.

Við vorum framan af mjög vissar um að hin litla og smámælta Emmilie frá Danmörk myndi hreinlega rústa keppninni en eftir að við komum hingað til Malmö hefur dregið úr þessari vissu okkar. Það kann að liggja í því að Emmilie hefur verið lítið áberandi hérna (þótt það segi alls ekkert um gengi laga!), æfingar hennar hafa verið frekar orkulausar og hreinlega að við séum orðnar leiðar á laginu. Á þessum tímapunkti eigum við því erfitt með að spá og spegúlera í löndin í kvöld.

Það er alveg ljóst að nokkur lönd eru bókuð inn á topp 10, en hvernig þau raðast þar inn og hver mun standa uppi sem sigurvegari þegar allir hafa lokið sér af, er erfiðara að segja til um. Eins og undanfarin ár setjum við fram topp 10 lista, ekki í neinni sérstakri röð:

ASERBAÍDSJAN
ÚKRAÍNA
DANMÖRK
RÚSSLAND
ÍTALÍA
GRIKKLAND
HOLLAND
NOREGUR
SVÍÞJÓÐ
ÞÝSKALAND

Við teljum þó að gæti verið að Georgía, Ungverjaland og Íslandi detti inn á topp 10.

Við óskum lesendum okkar og öllum júróvision aðdáendum góðrar skemmtunar í kvöld og áfram Eyþór!

Úrslitin í kvöld – ýmis konar tölfræði!

Nú er viðvarandi Júró-spenna dottin í mann og það hjálpar ekki að sitja í blaðamannahöllinni hérna í Malmö, því að hérna eru allir jafnspenntir!

Það er gaman að pæla svolítið í lögunum 26 sem eru í úrslitunum í kvöld. Hvað er það sem við komum til með að sjá á sviðinu? Alls konar gimmikk og hjálpartæki eru notuð og hérna er dálítill listi sem við tókum saman.

  • 12 kvenkyns flytjendur standa einar á sviðinu í kvöld (ásamt bakröddum/dönsurum), 10 flytjendur eru karlkyns og þrír hópar eða hljómsveitir troða upp. Einn dúett verður, hið georgíska par.
  • Samkvæmt æfingum og fyrri undankeppnunum tveimur koma átta flytjendur og atriði til með að nýta sér sviðsrampinn sem liggur út í áhorfendaskarann.
  • Gullfoss er í þremur atriðum.
  • Eldtungur má sjá í a.m.k. sjö atriðum.
  • Flugelda er líka að finna í fimm atriðum, sumir nýta sér þó hvoru tveggja, eldtungur og flugelda.
  • Reykur læðist um sviðið í a.m.k. sjö atriðum.
  • Tveir kvenkyns flytjendur verða berfættir á sviðinu (danska og eistneska stelpan) og í einu atriði eru dansarar berir að ofan (í írska laginu)
  • Af því að við erum í Svíþjóð er viðeigandi að IKEA-lampar séu notaðir í þremur atriðum, en annars mynda nokkrir lampar efsta hluta sviðsins, eins og þið hafið væntanlega tekið eftir.
  • Einum kossi bregður fyrir.
  • Karíókí-texti er á sviðinu í tveimur atriðum, því maltneska og því belgíska.
  • Að vera risastór og hátt uppi er algjörlega „inn“ í Eurovision í ár. Það er einn úkraínskur risi, tveir búningar sem stækka (Moldóva og Rúmenía) og tveir pallar (Þýskaland og Aserbaídsjan).
  • Tjáning í áttina að söguþræði milli dansara og flytjanda er í fjórum atriðum.

Danmörk á Æfingu

Þessu spáir Flosi á topp 10 í kvöld!

Flosi spáir hér þeim 10 þjóðum sem munu skipa efstu sætin í kvöld!

Flosi og Eyþór í Fýling

Jæja þá er komið að því úrlistin í kvöld.  Ísland er með í kvöld svo við getum öll skemmt okkur og notið þess. Og bara allir út að grilla og styðja Eyþór! Það er erfit að segja hvaða land mun vinna en ef það er eitthvað land sem ég mundi tippa á þá er það Aserbaídjan. Hann er með flottasta showið og er vel staðsettur í keppninni. Þegar kemur að Íslandi þá held ég að hann hafi komið flestum að óvörum að komast áfram en  með þessum flutning var ekki annð hægt að blaðamenn hafa nú skipt um skoðun og sett hann í top 10 í staðinn fyrir botnsætin. Ég ætla mér að vera bjartsýnn og spá  honum 13 sæti. Lögin sem ég spái að verði í botnsætunu eru Spánn, Frakkland og Belgía. Mig langar að segja Litháen en þeir fá alltaf stig á einhvern óskiljanlegan hátt, eiga til dæmis bókað 12 stig ftá Írlandi. Að lokum vilja þakka Svíþjóð fyrir frábæra viku og vona að næsta land taki sér þetta til fyrirmynda. Hér kemur top 10 hjá mér í engri sérstakri röð:

Rússland
Þýskaland
Svíþjóð
Danmörk
Aserbaídjan
Úkraína
Ítalía
Noregur
Georgía
Holland

Góða skemmtun í kvöld og gangið hægt um gleðina dyr.

The countries to look out for

Casper’s predictions for the final tonight! 

Casper

This year has turned out to be very good and other than last year, it is hard to say who will bring home the victory. The countries in my top ten all have a potential to win but I will still try to predict in what order I think they will finish.

10. Sweden:
I think I might have heard this song a million times since i arrived in Malmö. It has been playing everywhere and I’m already tired of it. Robin has a magnificent voice but his performance is just plain messy and his clothes look ridiculous on him. But since the host country always does good on the scoreboard I predict that this will as well.

9. Belarus:
Here you have my wild card. I believed in Belarus from the very beginning, although many did not. The song feels like it has already been done before in Eurovision but it still think it has a good potential to go very far. This is my favorite and even though I am only predicting it 9th place, I still think that Alyona has the power to bring us to Minsk next year! Let’s just hope!

8. United Kingdom:
Bonnie Tyler is Bonnie Tyler, which is basically the reason that she should do pretty good. Sadly it seems that the voice is not quite there anymore – at least live. But you still recognize it and connect it to her old classics. So who knows what Bonnie, who is really the most unexpected underdog of the year, will do tonight.

7. Moldova:
This girl really puts on a show and the audience loves it. It’s a powerful ballad with a lot of happening and i think that could be to her advantage to be one of the first performers on stage. Most of the other likely winners are in the second half of the final. So I think people will remember her and they will vote for her. It’s just a bit sad that Romania is gonna use the same dress-trick.

6. The Netherlands:
Anouk got the best response from the audience in the first dress-rehearsal and I’m really worried this might win, because I’m not really a fan of the song. I still think it will do good – although I don’t want it to.

5. Denmark:
Like we all know, this is the predicted winner by both press and bookies. But this year I think the predictions are off. I feel like her support has gone down and that there are plenty of songs that have a t least equal chance of winning.

4. Ukraine:
This fairytale woman has a lot of presence and charisma. She will do great, no doubt, but i just feel bad for the giant that has to carry her over the stage in the beginning since he apparently has severe health problems related to his tallness and he is suffering from carrying Zlata in. I just hope he gets well paid!

3. Finland:
I believe in Finland. They have lyrics that are very easy to remember and to sing along with. It is already one of the most popular songs on the dance floor in Malmö. So she will win a lot of voters over with silly/simple lyrics and a fun performance.

2. Georgia:
I put money on this to win. It’s the second last to perform in the competition and it is a very strong ballad with big winning potential. Denmark should watch out for this one! For me this is both a realistic winner and one of my favorites.

1. Azerbaijan:
Is Europe going to Baku in a year, yet again? Well, the chances are big. Not a favorite of mine but we all know that they usually do well and if the rumors about Turkish people all over Europe picking up the phone for their friendly neighbors, I think this is almost a given. Lets see!

Happy Eurovision final everybody!

Georgia in rehearsal - Casper

What will the Balkans do?

Euro-Haukur at Monitor writes for us for the first time to day! 

Haukur

What nobody thought could ever happen has indeed happened. None of the ex-Yugoslav countries will be in the final tonight! Which is of course the first time that has happened after the semi-final was first introduced.

Another interesting thing is that all the Nordic countries are in tonight. The tables have turned so perhaps the Balkan nations now refer to us as the “Northern mafia” but at the same time we should hope that the myth of the “Eastern mafia” has died.

But if we just imagine that the common person in the Balkan is not at all happy with us in the north and the west, what impact could that have on tonight’s results?

This is something that has been discussed widely amongst fans here in Malmö. Many believe that Greece, as one of the nearest neighbors, will eat up all the Balkan douze points while others believe that the Greeks are not at all popular with their neighbors – especially the ones in Macedonia, because of a long lasting, ongoing neighbor dispute. Others think that their friends right across the Adriatic sea, the Italians, have more support coming their way. However, in a year where Denmark is what most people seem to betting on, the big question should be: Are the Balkan nations really that subjective (as us in the North seem to be – at least in Iceland)? Ore better yet, do they even like the Danish song?

Where does that leave us? What will us Nordics do when all our “friends” are in the final? According to statistics it is next to impossible that Iceland is gonna give Denmark anything less than 12 points. However, it is quite likely that the neighborhood voting of the other Nordic countries will be much more evenly split between their friends. That can lead to none of them really taking a big lead in the area. It is even possible that their votes will even so much out, that the most popular non-Nordic country could actually will get ahead in the race.

According to bookies, Azerbaijan is yet again a likely winner, as well as Russia, Ukraine and even Georgia. These countries all serve us a very western dish this year and they also all have a history of very high placing in the final.

The Azeri song is by many considered the most likely to win of this lot. Could it be that Azerbaijan, the country that is the furthest away from the actual center of the continent, will be the lowed denominator once again?

Could that even be the key to success in this competition, to be too far away to get dragged into old cliques? If that is the case, then maybe it is time for Iceland to take the first step and try to think outside of the map when we vote this year.

And finally, one wish to whoever will read out the Icelandic vote this year: Please do not finish with the words “and finally, to our friends in Denmark!” when we give Denmark their annual 12 points. That would be a be a very positive step!

-lægsti- samnefnarinn-