Marcel Bezencon verðlaunin

marcel_bezencon

Að vinna Júróvision er ekki það eina sem hægt er að vinna í þessari keppni því daginn sem úrslitn fara fram eru Marcel Bezencon verðlaunin veitt. Marcel Bezencon verðlaunin eiga rætur sínar að rekja til ársins 2002 og er komið á fót af Svíjunum Christer Björkman og Richard Herrey, sem báðir hafa tekið þátt í Júróvision fyrir hönd Svíja. Christer Björkman hefur raun verið viðriðin Júróvision og Melodifestivalen næstum frá því hann söng framlag Svíja árið 1992 og var í ár einn af aðalframleiðundum keppninnar. Verðlaunin eru nefnd eftir hugmyndasmiði Júróvision, og framkvæmdastjóra EBU frá 1955-1970, Svisslendingum Marcel Bezencon.

Marcel Bezencon verðlaunin eru veitt í þremur flokkum:

Blaðamannaverðlaun (Press award) eru veitt því atriði sem endar í fyrsta sæti að lokinni kosningu þeirra blaðamanna sem staddir eru á keppninni hverju sinni.

Listamannaverðlaun (Artistic award) eru veitt þeim flytjanda sem þykir skara framúr samkvæmt kosningu lýsenda keppninnar hverju sinni. Til ársins voru þessi  verðlaun veitt eftir kosningu fyrrverandi sigurvegara í Júróvision.

Höfundaverðlaun (Composer award) eru veitt þeim höfundi/höfundum sem þykja eiga frumlegasta og besta lagið í keppninni eftir kosningu meðal höfunda.

Misjafnt er hvernig þessi verðlaun dreifast og oftar en ekki fara þau til þriggja atriða og alls ekki alltaf til sigurvegara Júróvision. Það var einingis í fyrra  sem sigurvegarinn, Loreen, og höfundar Euporhiu fengu einnig öll þrenn Marcel Bezencon verðlaunin.

Í ár voru það þrjú mismunandi atirði sem fengu verðlaunin. Georgíumenn hlutu blaðamannaverðalunin en þau voru efst í kosningu blaðamanna. Farid frá Aserbaijdan hlaut listamannaverðalunin og að lokum hlutu, Joy, Linnea, Joakim og Robin höfundaverðalunin fyrir lag sitt You sem var framlag Svíja í ár.

Þess má geta að sænska sjónvarpið, SVT, veitir einnig þessi sömuverðlaun á úrslitakvöldi Melodifestivalen. Í ár skiptust þau verðlaun á milli tveggja atriðia. Yohio og lagið hans Heartbreak Hotel hlaut bæði blaðamannaverðlaunin og listamannaverðlaunin en þau Joy, Linnea, Joakim og Robin hlutu einnig höfundaverðalunin í Melodifestivalen.

Hér má sjá afhentingu  verðlaunanna í ár:

Svona spáðum við fyrir úrslitin á laugardaginn var!

Nú eru öll kurl komin til grafar og stigagjöfin orðin ljós. En hvernig ætli spádómsgáfa okkar sem skrifum hér á síðuna hafi hjálpað okkur í úrslitunum?

Casper var sá eini okkar sem raðaði löndum í sæti og spáði sigri Aserbaídsjans sem er alls ekki fjarri lagi, þar sem þeir höfnuðu í öðru. Önnur lönd frá honum sem komust inn á topp tíu voru Danmörk í 1. sæti (Casper spáði 5. sæti), Úkraína í 3. sæti (Casper spáði 4. sætinu) og Holland í 9. sæti (Casper spáði 6. sæti). Nokkuð gott!

Flosi spáði rétt fyrir um sjö þeirra landa sem komust inn á topp tíu, þ.e. Rússland, Danmörku, Aserbaídsjan, Úkraínu, Ítalíu, Noreg og Holland, en raðaði þeim ekki í sérstaka sætaröð.

Hildur og Eyrún spáðu átta löndum rétt inn á topp tíu en við röðuðum ekki eftir neinni sérstakri röð. Með því að bæta Ungverjalandi við, sem hafnaði í 10. sæti og við sögðum að gæti mögulega læðst inn, höfum við nánast fullt hús!

Lærdómurinn er e.t.v. sá að vanmeta aldrei mátt krúttpoppsins 🙂

writers

Stig Íslands

Nú þegar nokkrir dagar eru liðnir frá keppni er ekki úr  vegi að spá aðeins og spegúlera í stigagjöfinni, þá einkum frá hverjum Ísland fékk stig og hverjum Ísland gaf svo stig. Byrjum á því að kíkja á undariðlinn á fimmtudaginn var.

via Eyþór Ingi (Facebook)

via Eyþór Ingi (Facebook)

Ísland fékk samtals 72 stig og lenti í 6. sæti í riðlinum. Stigin þó aðeins frá átta löndum. Eitt stig fengum við frá Armeníu og 7 frá Spáni. Hin löndin sex gáfu okkur annað hvort tíu eða tólf stig! Ungverjaland, Lettland, Noregur og Sviss gáfu okkur öll 10 stig og það voru svo Finland og Þýskaland sem splæstu á okkur 12 stigum hvort! Það má kannski lesa úr þessu að annað hvort hafi fólki í löndunum þótt lagið okkar, Ég á líf, æðislegt eða bara ekkert sérstakt fyrst meirihluti stiganna sem komu inn voru tíur og tólfur.

rumenia

via eurovision.tv

Lítum nú á hverjum Ísland gaf stig þetta sama kvöld. Mörgum kom á óvart að Ísland gaf Ungverjalandi engin stig en kom lítið á óvart að við gáfum bæði Finlandi og Noregi stig! Það voru Ísraelar sem fengu 1 stig frá okkur, Grikkir 2, Lettar 3, Georgíumenn 4, Svisslendingar 5, Maltverjar 6 og Finnar 7. Farid frá Aserbaijan, skuggin hans og konan í rauðakjólnum fengu 8 stiga frá Íslendingum og hinn rúmenski kontratenór Cezar, sem söng sig hreinlega upp úr sviðinu í glimmerátfittinu sínu fékk 10 stigin frá Íslendingumm. Það kemur svo lítið á óvart að Bjarkaðaðdáandi Margeret Berger frá Noregi hafi hlotið tólfuna.

via eurovision.tv

via eurovision.tv

Í úrslitunum á laugardagskvöldið fengu Eyþór Ingi og félagar samtals 47 stig. Þessi stig komu frá 10 löndum. Hæsta skorið kom frá Þýskalandi sem gaf okkur 8 stig. Svíþjóð, Ungverjaland og Eistland gáfu okkur 6 stig, Finland og Sviss 4 stig, Noregur og Slóvenía 4 stig, Bretland 2 og loks Danmörk 1 stig. Þessi stigafjöldi dugði okkur í 17. sætið sem verður að teljast ágætur árangur, og í raun sá besti síðan Jóhanna Guðrún hlaut 2. sætið árið 2009.

via eurovision.tv

via eurovision.tv

Stig sem Íslendingar gáfu á laugardagskvöldið komu sumum á óvart, einkum vegna þess að aftur gáfu Íslendingar Ungverjum engin stig auk þess sem Finland fékk engin stig frá okkur að þessu sinni. Af þeim 10 löndum sem fengu stig frá okkur, voru sjö sem enduðu á topp 10 í lokin eða Rússland, Úkraína, Malta, Aserbaijan, Holland, Noregur og Danmörk. Stig Íslendinga skiptust þannig: Rússland 1, Frakkland 2, Úkraína 3, Svíþjóð 4, Malta 5, Rúmenía 6, Aserbaijan 7, Holland 8, Noregur 10 og Danmörk 12.

Úrslit úr undanriðlum

Strax og úrslit voru ljós á laugardagskvöldið birti EBU úrslitin úr undariðlunu tveimur. Það kemur ekki á óvart að efstu löndin tvö í úrslutnum hafi verið efst hvor í sínum riðli. Aserbaijan sigraði seinni riðilinn með 139 stig en Danmörk sigraði þann fyrri með 167. Lítum betur á úrslitin.:

Fyrri undanriðill 14. maí

Land

Stig

Danmörk 167
Rússland 156
Úkraína 140
Moldóva 95
Belgía 75
Holland 75
Hvíta-Rússland 64
Írland 54
Litháen 53
Eistland 52
Serbía 46
Svartfjallaland 41
Króatía 38
Austurríki 27
Kýpur 11
Slóvenía 8

Eins og sjá má sigrað Danmörk ekki með miklum yfirbruðum, einungs 11 stigum á undan Rússlandi sem var í öðru sæti. Úkraína náði 140 stigum, einu sigi fleira en Aserbaijan fékk í síðari riðlinum og sigraði. Nokkuð stökk var á milli 3. og 4. sæti í fyrri undariðlinum en Moldavía fékk undir 100 stigum. Nágrannalöndin Holland og Belgía fengu hvort um sig 75 stig og endurðu í 5. og 6. sæti. EBU setur Belgíu í 5. sæti og Holland í það 6. líklega af því Belgía fékk stig frá fleiri löndum. Holland fékk hins vegar oftar 12 stig. Írland, Litháen og Eistland röðuðu sér á bötnin öll með einungs eins stigs mun sína á milli. Serbía hefði verið næst inn í fyrri undariðlinum en var 6 stigum á eftir Eistlandi sem var í 10. sæti. Slóvenar fá þann vafasama heiður að fá fæst stig í keppninni í ár eða heil 8 stig, sem komu frá Króatíu og Svartfjallalandi.

Land

Stig

Aserbaijan 139
Grikkland 121
Noregur 120
Malta 118
Rúmenía 83
Ísland 72
Armenía 69
Ungverjaland 66
Finnland 64
Georgía 64
San Marínó 47
Búlgaría 45
Sviss 41
Ísrael 40
Albanía 31
Makedónía 28
Lettland 13

Eins og áður segir, sigraði Azerbaijan í seinni undariðlinum með 139 stig. Í þessum riðli dreifðust stigin aðeins meir en í þeim fyrri. Fjögur lönd fengu yfir 100 stig og í raun var mjótt á munum í 2.-4. sætinu. Einu stigi munaði á Grikklandi, sem lenti í 2. sæti, og Noregi sem lenti í því 3. Malta sem endaði í 4. sæti fékk svo einungis tveimur stigum færra en Noregur. Ísland endaði í 6. sæti í seinni riðlinum með 72 stig. Líkt og í fyrri riðlinum var mjótt á munum í neðstu þremur sætunum. Töluverður munur var þó á 10. og 11. sætinu en San Marínó var næst inn en fékk 16 stigum færra en Georgía sem var í því 10. Lettar ráku lestina í seinni riðlinum með 13 stig, þar af  3 frá Íslandi!

Danmörk sigrar í Júróvision!

DS__MG_4164_final_dressrehearsal1

Eins og við mátti búast kom Emmilie de Forest frá Danmörku, sá og sigraði í Júróvision í kvöld með lagið Only Teardrops og fékk 281 stig.

Eyþór Ingi og félagar enduðu í 17. sæti (með 47 stig), sem er besti árangur okkar frá því að Jóhanna Guðrún lenti í 2. sæti 2009.

Að öðru leyti var topp 10 eftirfarandi:

10. Ungverjaland (84)
9. Holland (114)
8. Malta (120)
7. Ítalía (126)
6. Grikkland (152)
5. Rússland (174)
4. Noregur (191)
3. Úkraína (214)
2. Aserbaídsjan (234)
1. Danmörk (281)

SPÁ FYRIR KVÖLDIÐ: TOPP 10

Stóra stundin er við það að renna upp og því loksins komið að því að birta spá okkar fyrir kvöldið.

Við vorum framan af mjög vissar um að hin litla og smámælta Emmilie frá Danmörk myndi hreinlega rústa keppninni en eftir að við komum hingað til Malmö hefur dregið úr þessari vissu okkar. Það kann að liggja í því að Emmilie hefur verið lítið áberandi hérna (þótt það segi alls ekkert um gengi laga!), æfingar hennar hafa verið frekar orkulausar og hreinlega að við séum orðnar leiðar á laginu. Á þessum tímapunkti eigum við því erfitt með að spá og spegúlera í löndin í kvöld.

Það er alveg ljóst að nokkur lönd eru bókuð inn á topp 10, en hvernig þau raðast þar inn og hver mun standa uppi sem sigurvegari þegar allir hafa lokið sér af, er erfiðara að segja til um. Eins og undanfarin ár setjum við fram topp 10 lista, ekki í neinni sérstakri röð:

ASERBAÍDSJAN
ÚKRAÍNA
DANMÖRK
RÚSSLAND
ÍTALÍA
GRIKKLAND
HOLLAND
NOREGUR
SVÍÞJÓÐ
ÞÝSKALAND

Við teljum þó að gæti verið að Georgía, Ungverjaland og Íslandi detti inn á topp 10.

Við óskum lesendum okkar og öllum júróvision aðdáendum góðrar skemmtunar í kvöld og áfram Eyþór!

Úrslitin í kvöld – ýmis konar tölfræði!

Nú er viðvarandi Júró-spenna dottin í mann og það hjálpar ekki að sitja í blaðamannahöllinni hérna í Malmö, því að hérna eru allir jafnspenntir!

Það er gaman að pæla svolítið í lögunum 26 sem eru í úrslitunum í kvöld. Hvað er það sem við komum til með að sjá á sviðinu? Alls konar gimmikk og hjálpartæki eru notuð og hérna er dálítill listi sem við tókum saman.

 • 12 kvenkyns flytjendur standa einar á sviðinu í kvöld (ásamt bakröddum/dönsurum), 10 flytjendur eru karlkyns og þrír hópar eða hljómsveitir troða upp. Einn dúett verður, hið georgíska par.
 • Samkvæmt æfingum og fyrri undankeppnunum tveimur koma átta flytjendur og atriði til með að nýta sér sviðsrampinn sem liggur út í áhorfendaskarann.
 • Gullfoss er í þremur atriðum.
 • Eldtungur má sjá í a.m.k. sjö atriðum.
 • Flugelda er líka að finna í fimm atriðum, sumir nýta sér þó hvoru tveggja, eldtungur og flugelda.
 • Reykur læðist um sviðið í a.m.k. sjö atriðum.
 • Tveir kvenkyns flytjendur verða berfættir á sviðinu (danska og eistneska stelpan) og í einu atriði eru dansarar berir að ofan (í írska laginu)
 • Af því að við erum í Svíþjóð er viðeigandi að IKEA-lampar séu notaðir í þremur atriðum, en annars mynda nokkrir lampar efsta hluta sviðsins, eins og þið hafið væntanlega tekið eftir.
 • Einum kossi bregður fyrir.
 • Karíókí-texti er á sviðinu í tveimur atriðum, því maltneska og því belgíska.
 • Að vera risastór og hátt uppi er algjörlega „inn“ í Eurovision í ár. Það er einn úkraínskur risi, tveir búningar sem stækka (Moldóva og Rúmenía) og tveir pallar (Þýskaland og Aserbaídsjan).
 • Tjáning í áttina að söguþræði milli dansara og flytjanda er í fjórum atriðum.

Danmörk á Æfingu