Eftir tvo þætti af Alla leið!

RÚV heldur áfram að uppfylla þarfir Eurovision-sjúklinga og sýnir undirbúningsþættina Alla leið á laugardagskvöldum fram að keppni. Í ár eru umsjónarmennirnir Felix Bergsson og Eurovision-sérfræðingurinn Reynir Þór Eggertsson.

563659_564413943591464_336754637_n

via Reynir reynir Júróvisjón (Facebook)

Nú hafa tveir þættir verið sýndir og umfjöllunin hefur verið vönduð og greinilegt að metnaður hefur verið lagður í að skoða bakgrunn laga/flytjenda/framlaga. Nokkuð sem vantaði dálítið upp á í fyrra – þrátt fyrir að þættirnir í fyrra hafi verið nokkuð skemmtilegir. Sérstaklega er áhugavert að fá nánari umfjöllun (skets) í hverjum þætti þar sem tekið er fyrir e-ð ákveðið viðfangsefni keppninnar. Þar er náttúrulega af nógu að taka eins og við vitum 🙂

Félagar í aðdáendaklúbbnum FÁSES fá tækifæri, líkt og í fyrra að taka þátt í gerð þáttanna með því að vera gestir í salnum og í einhverjum tilvikum fá þeir að vera oddaatkvæði í ákvörðuninni um hvort lagi sé spáð áfram eða ekki.

Niðurstaða þessara tveggja þátta felur í sér yfirferð yfir allan fyrri undanriðilinn og hér eru spádómar spekinganna:

Austurríki Nei
Eistland Já (FÁSES oddaatkvæði)
Slóvenía Nei
Króatía
Danmörk
Rússland
Úkraína
Holland Nei (FÁSES oddaatkvæði)
Svartfjallaland Nei (FÁSES oddaatkvæði)
Litháen Nei
Hvíta-Rússland
Moldóva Nei (FÁSES oddaatkvæði)
Írland
Kýpur Nei (FÁSES oddaatkvæði)
Belgía Nei
Serbía Nei

Samkvæmt þessu eru aðeins sjö lög sem fá brautargengi áfram í úrslitin í stað tíu. Spurning hversu sammála við hérna á Allt um Júróvisjón erum þessum spádómum en við ætlum sjálfar að setja fram okkar dóma um lögin þegar nær dregur keppninni – spennó spennó 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s