Hitnar í kolunum hjá veðbönkunum

pizap.com13661203238722

Við höfum undanfarið tekið þann pól í hæðina að pæla í veðbönkunum ca. mánuði fyrir keppnina. Fyrr en það er ekki alltaf mikið að marka og samkeppnin ekki farin að harðna neitt að ráði – þrátt fyrir að lögin séu öll verið tilkynnt formlega um tveimur mánuðum fyrir keppni.

Hér að neðan er samantekt frá 16.4 yfir stöðu veðbankanna:

Veðbankar

 

1. sæti

 

2. sæti

 

3. sæti

 

4. sæti

 

5. sæti

 

Oddschecker.com Danmörk Noregur Úkraína Rússland Svíþjóð
Olbg.com Danmörk Noregur Holland Úkraína Rússland
Paddypower.com Danmörk Noregur Úkraína Rússland Holland
William Hill Danmörk Noregur Holland Úkraína Rússland
ESC stats Danmörk Noregur San Marínó Þýskaland Holland
Esctoday.com
/OGAE-international.com
Danmörk San Marínó Ítalía Noregur Þýskaland
Nicerodds Danmörk Noregur Úkraína Rússland Svíþjóð

Eins og sjá má er staðan þannig nú að hin danska og tárvota Emmelie de Forest trónir í efstu sætum allra veðbanka sem skoðaðir voru. Noregur með sitt teknópopp fylgir í kjölfar hennar en 3.-5. sæti eru ekki eins afgerandi. Þetta eru þó flest allt framlög sem sungin eru af sólósöngkonum sem er út af fyrir sig áhugavert!

Hafa ber í huga að síðurnar ESC stats og ESCtoday.com miða við kosningu aðdáenda sem er ekki alveg sambærileg við almenna veðbanka sem tengjast ekki aðdáendum beint – þess vegna eru niðurstöðurnar ögn öðruvísi frá þeim.

Ef við lítum á spár um gengi íslenska lagsins eru þær svona:

Veðbankar

 

Ísland

 

Oddschecker.com 37. sæti
Olbg.com 35. sæti
Paddypower.com 26. sæti
William Hill 32. sæti
ESC stats 16. sæti
Esctoday.com
/OGAE-international.com
Án stiga
Nicerodds 37. sæti

Nokkuð snemmt er að áætla nokkuð út frá þessum tölum því að mörg laganna deila sömu sætunum (eru hreinlega ekki komin í samkeppnina um veðmálin) en þetta gefur ekki mikið tilefni til bjartsýni nú. Við trúum því nú samt að þetta breytist fljótt enda enn langt í keppnina 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s