Röð landa í undankeppnunum tveimur!

Í tilefni þess að í dag fjallar http://www.eurovision.tv sérstaklega um íslenska framlagið, er ekki úr vegi að gíra okkur aðeins upp fyrir keppnina.

Á morgun er nákvæmlega mánuður þar til Eurovision-keppnin 2013 fer formlega af stað með fyrri forkeppninni í Malmö í Svíþjóð!

Spenningurinn er mikill og því gaman að velta fyrir sér hvernig löndin koma til með að raðast á þessi tvö undankvöld:

Fyrri undankeppnin er svona:

1 Austurríki
2 Eistland
3 Slóvenía
4 Króatía
5 Danmörk
6 Rússland
7 Úkraína
8 Holland
9 Svartfjallaland
10 Litháen
11 Hvíta-Rússland
12 Moldóva
13 Írland
14 Kýpur
15 Belgía
16 Serbía

Seinni undankeppnin er svona:

1 Lettland
2 San Marínó
3 Makedónía
4 Azerbaídsjan
5 Finnland
6 Malta
7 Búlgaría
8 ÍSLAND
9 Grikkland
10 Ísrael
11 Armenía
12 Ungverjaland
13 Noregur
14 Albanía
15 Georgía
16 Sviss
17 Rúmenía

Það hefur löngum verið skemmtilegt að pæla í hvenær hvaða framlag stígur á svið og yfirleitt hefur það verið þannig að þau lög sem seinust eru á svið hvort undankvöldið (síðast og næstsíðast) hafa verið örugg áfram í aðalkeppnina, óháð gæðum laganna.

Varðandi spekúlasjónir um gengi Íslands sem er 8. atriðið á svið á síðara kvöldinu, þá voru Greta og Jónsi nr. 2 á svið í undankeppninni í fyrra/7. á aðalkeppni, voru 8. af 10 lögum sem komust áfram og höfnuðu í 20. sæti í aðalkeppninni – og því lítið hægt að segja annað en út frá tölfræðinni gæti staðan mögulega orðið svipuð í ár. Fylgi íslenska lagsins 2012 var þó mjög mikið meðal erlendra aðdáenda sérstaklega, sem hefur ekki borið eins mikið á nú.

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Röð landa í undankeppnunum tveimur!

 1. Daði skrifar:

  Reyndar voru Greta og Jonsu önnur á svið í undankeppninni, sem þykir óhappasæti keppninnar. Ég á líf er mjög líkt Kuula sem var eistneska lagið í fyrra og var ekki spáð miklum árangri en komst síðan áfram og hafnaði í topp tíu og það væri hægt að vona að Eyþóri gengi svipað vel.

  • Anna skrifar:

   Mér fannst Kuula alveg frábært lag og skildi ekki af hverju það fékk ekki meiri athygli meðal Eurovision-aðdáenda fyrir keppnina. Það kom svo í ljós að Evrópa var alveg að fíla það lag ;o)

 2. Anna skrifar:

  Gengi íslenska lagsins í fyrra var mun meira til að byrja með en dalaði svo mikið eftir því sem á leið og hrapaði í veðbönkum eftir að þau voru búin að flytja lagið í undankeppninni…. Ég held að lagið í ár eigi eftir að vera „dark-horse“, sérstaklega vegna þess að ég treysti Eyþóri Inga til að flytja lagið óaðfinnanlega á sviðinu ;o)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s