Yfirferð laga 2013 – I. hluti

Untitled

Þá er komið að yfirferð okkar yfir lögin 39 sem keppa í Eurovision í ár. Við komum til með að skella hér inn nokkrum lögum í hverri færslu, ekki of mörgum og ekki of fáum 🙂 Svo væri gaman að sjá hvort þið séuð almennt sammála okkur, lesendur góðir!

Við byrjum á fyrra undankvöldinu, færum okkur svo á hið síðara og að lokum skoðum við löndin sex í aðalkeppninni. Góða skemmtun!

Austurríki Natália Kelly – Shine

Hildur segir: Austurríkismenn senda okkur popballöðu sungna af ungri stúlku í diskóbuxum. Lagið byrjar ágætlega og lofar jafnvel góðu en verður eiginlega bara leiðinlegra þegar á líður. Viðlagið er líklega eitt það allra leiðinlegasta í keppninni í ár. Þótt hin unga Natália flytji lagið vel á ég ekki von á að lagið gerir nokkrar gloríur í keppninni, það er mjög óeftirminnilegt og er allra fyrsta lag til að fara á svið.

Eyrún segir: Hin 18 ára gamla Natália Kelly er af amerískum og brasilískum ættum og hefur víst verið í bransanum í 10 ár (!) Hún reynir að sannfæra okkur um að hún sé „still alive and breathing“ og klifar á „Shine“ í viðlaginu en textann samdi hún sjálf. Á undankeppninni endar hún svo með Gullfoss á sviðinu. Byrjunin er nokkuð catchy en lagið sjálft hverfandi skemmtilegt. Á síðasta ári lentu Austurríkismenn í síðasta sæti fyrra undankvöldsins og það er spurning hvað verður nú.

Eistland Birgit OigemeelEt Uus Saaks Alguse

Hildur segir: Eistar senda aftur fallega ballöðu líkt og í fyrra. Núna er það ekki myndarlegur karlmaður sem syngur heldur gullfalleg kona sem þó virðist ekki hafa sérstakan fatasmekk ef marka má kjólinn sem hún klæddist í undankeppninni heima fyrir, hann er svolítið eins og hún hafi ákveðið að sauma aðeins neðan á fermingarkjólinn sinn, svona svo hann liti út eins og örlítið fansí náttkjóll. En það eru nú ekki kjólar sem hafa úrslitavaldið um hvað kemst áfram í keppnni, frekar lögin sjálf. Þessi ballaða er alveg ágæt, þótt hún sé ekki mjög eftirminnileg. Ég á þó frekar von á að hún tapi í samkeppni við margar ballöður á þessu undankvöld, einkum þá rússnesku og hollensku.

Eyrún segir: Ég er orðin rosa svag fyrir fallegum ballöðum sem sungnar eru á þjóðtungum og eistneska er einstaklega hljómfögur. Mér fannst þetta lag ofsalega heillandi til að byrja með og fyrsta hlustun blívar, er það ekki? Óléttar konur á sviðinu eru heldur ekki algeng sjón í Eurovision – eins gott að hún brjóti þá ekki regluna um fjöldann á sviðinu! Hún syngur um nýtt upphaf en er svo óheppin að vera 2. á svið ásamt því að fleiri ballöður fylgja í kjölfarið, svo að líkurnar á því að hún fari heim eftir þriðjudaginn eru miklar.

SlóveníaHannah Straight in to love

Hildur segir: Slóvenar, með Hönnu í fararbroddi, koma með fyrstu poppbombuna inn í keppnina eftir tvö lög í rólegri kantinum. Lagið er alls ekki slæmt, fínasta europopp og ef Hannah getur sungið svona vel live þá gæti lagið átt ágæta möguleika á að komast áfram, einkum vegna þess að þetta er eitt af fáum europopp-lögum á þessu kvöldi. Ég hef þó áhyggjur af því að sviðsetningin gangi ekki upp, það vill vera með lög af þessu tagi að þrátt fyrir að þau virki dúndrandi fínt á Euroklúbbnum þá ganga þau illa upp á sviðinu.

Eyrún segir: Slóvenía mætir með poppið og bandaríska söngkonu í fararbroddi, sem syngur og semur hressilegt lag. Ég var skíthrædd allan tímann að rappari kæmi inn í og þegar það gerðist ekki var ég pínu fegin! En ég hef samt ekki mikinn smekk fyrir þessu, svona fyrir utan Eurovision-djammið. Lagið skilur ekkert eftir sig og ég man aldrei eftir því þegar það er búið. Ætli það verði svipað með evrópska áhorfendur? Nú, svo getur verið að sviðsetningin verði alveg klikkuð og þá gengur þetta e.t.v. allt saman upp.

Króatía Kapla S MoraMizerja

Hildur segir: Króatar bjóða okkur upp á mikilvægan menningararf í ár, svo mikilvægan að söngstílinn, Kapla, sem þeir félagar í Kapla S Mora flytja hefur verið settur á lista UNESCO. Ég er einstaklega veik fyrir þjóðlagaskotinni tónlist frá Balkanskaganum og þetta lag er engin undantekning. Lagið er einstaklega fallegt og fullt bæði af innlifun og  fegurð. Ég er viss um að þeir félagar syngi sig inn í hjörtu Evrópubúa og alla leið í úrslitin.

Eyrún segir: Pínulítið krúttlegt að hugsa til þess að Slóvenía og Króatía sem hér eru hlið við hlið í keppninni „skiptust“ á stílum í ár frá því í fyrra. Þá sendi Slóvenía sólósöngkonu með þjóðlagakennda ballöðu og Króatía europoppsmell. Nú hefur Króatía ákveðið að þjóðlagaarfurinn verðskuldi Eurovision-framlag og það er vel! Mér finnst þeir heillandi og syngja vel og á þjóðtungunni. Kannski á Króatía smá séns að komast í úrslitin í ár – ég vona það a.m.k.

DanmörkEmmelie de ForestOnly Teardrops

Hildur segir: Þetta var  fyrsta lagið sem ég heyrði í keppninni í ár fyrir utan það íslenska. Ég heillaðist gersamlega af því strax við fyrstu hlustun og þrátt fyrir að hafa ekki heyrt neitt annað lag í keppninni var ég handviss um að það myndi vinna. Núna þegar ég hef heyrt öll lögin mörgum sinnum er ég enn viss um að það muni vinna. Lagið er eiginlega einskonar blanda af Euphoriu og Wild Dances, sigurlaginu hennar Ruslönu frá 2004, en samt sem áður með sinn eigin hljóm, sem gerir það að verkjum að lagið gengur algjörlega upp. Emmelie hin konungborna (eða svo segir hún að minnsta kosti!) flytur lagið líka ljómandi vel og sviðsetning í undankeppninni í Danmörku var góð svo ég stend við það sem ég segi, þetta er mjög líklegur sigurvegari í ár.

Eyrún segir: Ég er örugglega ein fárra sem er ekki haldin dönsku bakteríunni í ár. Þrátt fyrir það er þetta frambærilegasta lag en stúlkan er heldur mikið að stæla sænsku Loreen frá því í fyrra, berfætt í síðri slá með slegið hár – notar reyndar engan snjó… Ég get alveg séð winner í þessu lagi eins og margir hafa spáð (þ.á m. allir veðbankar) en þetta er ekki besta lag keppninnar að mínu mati. Mér finnst þetta svoldið eins og Danir hafi farið yfir Öresundsbrúnna, náð sér í IKEA-hillu eða Volvo og ákveðið að merkja með danska fánanum í staðinn – eða lógói Illum!

Gestapistill – Um textasmíðar í Eurovision

15651_10151385710985452_2085711989_nHér birtum við stórskemmtilegan pistil frá henni Sunnu sem er nú eldri en tvævetur í Eurovision-spekúlasjónum:

Að rýna í Eurovision-texta er góð skemmtun. Fyrir um ári síðan skemmti ég mér við að greina framburð og texta nokkurra austur-evrópskra þjóða þar sem framburður þeirra var svo bjagaður að boðskapur laganna varð ögn misskilinn. Svona oggulítið. Það er nefnilega spurning hvort tungumálafrelsið í Eurovision sé svo góð hugmynd þegar öllu er á botninn hvolft. Margar þjóðir ströggla við að senda lög á ensku þótt flytjandinn gæti ekki einu sinni pantað sér bjór á bar á skiljanlegri ensku. Flytjendurnir læra textana utan að en það er ekki til neitt Google Pronunciation til að bjarga þeim þannig að útkoman verður  skrautleg svo ekki sé nú meira sagt.

En textarýni þessa árs er annars eðlis. Stundum líta textahöfundar stórt á sig og telja tungumálakunnáttu sína og enskan orðaforða meiri en orðabók Websters. Þeir þurfa sko enga hjálp frá enskumælandi fólk, o sei sei nei! Slav-enskur texti gubbast út úr þeim, allt verður vitlaust af gleði í heimalandinu og áhugafólk um tungumál eins og ég fær kviðslit af hlátri við textagreiningu.

Við skulum fara hægt í sakirnar. Byrjum á nokkuð saklausu dæmi: Moldóvu.

Dramatíseruð dagbókarfærsla moldóvskrar gelgju fjallar um milljón sólarlög, milljón minningar, milljón hitt og þetta sem hún átt imeð sínum fyrrverandi. Oggulítið drama segi ég, meðal lífslíkur Íslendinga eru um 80 ár, það eru um 290.000 sólarhringar. Lífslíkur Moldóva eru minni, sem sagt þeir eru fjær milljón sólarlögum en við á Fróni. En skáld hafa jú alltaf skáldaleyfi og mega færa pínku pons í stílinn, ekki satt?

En heyr á endemi! Er þetta ekki full mikið af því góða?

The Maya were not so wrong, it’s the end of the world! It’s done! Cause you are gone.

„Heimsendaspá Maya-indíánanna hefur ræst af því að þú ert farinn!“

Og svo stuttu síðar:

My heart is too ill. I thought that we can go on but you chose to go alone. Go away! Now I’m done!

Bítum í tunguna og lítum framhjá dapri málfræðinni. „Hjarta mitt er fárveikt af því að þú ert farinn. En farðu burt! Ég er búin að fá nóg!“  Hér kemur tvennt til greina; A) höfundur glímir við innri sálarflækju og haltu-mér-slepptu-mér komplexa eða B) höfundur hefur sett textann við Bahama með Ingó og veðurguðunum á Google translate „Svo farðu bara, mér er alveg sama…“.

Færum okkur yfir til Hvíta-Rússlands.

Þreytt og tuskuleg eftir vinnuvikuna sest einmana kona á kaffihús. Af myndbandinu að dæma er hún samt hvorki þreytt né tuskuleg og ekki að sjá á henni að hún hafi unnið nokkurn skapaðan hlut. En það er annað mál. Hún heyrir tóna sem láta hana hlykkjast um í flogakasti og svo fellur hún í trans og talar tungum „solayoh, solayoh“:

Friday night was going nowhere… /  Sitting in a small café, / feeling lonely, a little tired, / I’ve been working hard all day. […] Situation started improving. / Maybe this was kismet now. / And my body started moving, / I was really shaking down. […] It feels like I’m dreaming, this word makes no sense. / Let’s sing it again now!

Skítt með það þótt þetta sé bullorð, syngjum það bara aftur og aftur! Úff…

Frá Hvíta-Rússlandi færum við okkur yfir til Litháen. Í fyrstu tók ég ekki eftir því að textinn gæfi tilefni til sérstakrar endurskoðunar. Ég skildi framburðinn hjá Andriusi, féll ekki fyrir laginu og þar með var það gleymt. En einhverra hluta vegna álpaðist ég samt inn á textann. Mér féllust hendur. Engin orð. Allur pakkinn. Ómægod, #ertekkjaðdjóka og allt það!

If you don’t know I’m in love with you / When summertime falls It becomes untrue / Because of my shoes I’m wearing today /One is called Love the other is Pain

„Ég er ástfanginn af þér en í lok sumars verð ég það ekki lengur. Sjáðu til, það er sko allt út af skónum sem ég er í. Annar heitir Ást en hinn heitir Sársauki.“

Nei Andrius, nei! Hættu nú alveg! Í fyrsta lagi þá er þetta GLÖTUÐ leið til að næla sér í maka eða rekkjunaut. „sko, ég er geðveikt hrifinn af þér núna en ekki eftir nokkra mánuði…“. Og allt út af skónum. Say what??? Og svona for your information þá láta flestir sér nú bara nægja að tala um hægri og vinstri skó.

Ný dönsk söng um árið um frelsið sem var svo yndislegt. Þeir hafa örugglega ekki verið að tala um tungumálafrelsið. Alveg pottþétt ekki.

Eftir tvo þætti af Alla leið!

RÚV heldur áfram að uppfylla þarfir Eurovision-sjúklinga og sýnir undirbúningsþættina Alla leið á laugardagskvöldum fram að keppni. Í ár eru umsjónarmennirnir Felix Bergsson og Eurovision-sérfræðingurinn Reynir Þór Eggertsson.

563659_564413943591464_336754637_n

via Reynir reynir Júróvisjón (Facebook)

Nú hafa tveir þættir verið sýndir og umfjöllunin hefur verið vönduð og greinilegt að metnaður hefur verið lagður í að skoða bakgrunn laga/flytjenda/framlaga. Nokkuð sem vantaði dálítið upp á í fyrra – þrátt fyrir að þættirnir í fyrra hafi verið nokkuð skemmtilegir. Sérstaklega er áhugavert að fá nánari umfjöllun (skets) í hverjum þætti þar sem tekið er fyrir e-ð ákveðið viðfangsefni keppninnar. Þar er náttúrulega af nógu að taka eins og við vitum 🙂

Félagar í aðdáendaklúbbnum FÁSES fá tækifæri, líkt og í fyrra að taka þátt í gerð þáttanna með því að vera gestir í salnum og í einhverjum tilvikum fá þeir að vera oddaatkvæði í ákvörðuninni um hvort lagi sé spáð áfram eða ekki.

Niðurstaða þessara tveggja þátta felur í sér yfirferð yfir allan fyrri undanriðilinn og hér eru spádómar spekinganna:

Austurríki Nei
Eistland Já (FÁSES oddaatkvæði)
Slóvenía Nei
Króatía
Danmörk
Rússland
Úkraína
Holland Nei (FÁSES oddaatkvæði)
Svartfjallaland Nei (FÁSES oddaatkvæði)
Litháen Nei
Hvíta-Rússland
Moldóva Nei (FÁSES oddaatkvæði)
Írland
Kýpur Nei (FÁSES oddaatkvæði)
Belgía Nei
Serbía Nei

Samkvæmt þessu eru aðeins sjö lög sem fá brautargengi áfram í úrslitin í stað tíu. Spurning hversu sammála við hérna á Allt um Júróvisjón erum þessum spádómum en við ætlum sjálfar að setja fram okkar dóma um lögin þegar nær dregur keppninni – spennó spennó 🙂

Hitnar í kolunum hjá veðbönkunum

pizap.com13661203238722

Við höfum undanfarið tekið þann pól í hæðina að pæla í veðbönkunum ca. mánuði fyrir keppnina. Fyrr en það er ekki alltaf mikið að marka og samkeppnin ekki farin að harðna neitt að ráði – þrátt fyrir að lögin séu öll verið tilkynnt formlega um tveimur mánuðum fyrir keppni.

Hér að neðan er samantekt frá 16.4 yfir stöðu veðbankanna:

Veðbankar

 

1. sæti

 

2. sæti

 

3. sæti

 

4. sæti

 

5. sæti

 

Oddschecker.com Danmörk Noregur Úkraína Rússland Svíþjóð
Olbg.com Danmörk Noregur Holland Úkraína Rússland
Paddypower.com Danmörk Noregur Úkraína Rússland Holland
William Hill Danmörk Noregur Holland Úkraína Rússland
ESC stats Danmörk Noregur San Marínó Þýskaland Holland
Esctoday.com
/OGAE-international.com
Danmörk San Marínó Ítalía Noregur Þýskaland
Nicerodds Danmörk Noregur Úkraína Rússland Svíþjóð

Eins og sjá má er staðan þannig nú að hin danska og tárvota Emmelie de Forest trónir í efstu sætum allra veðbanka sem skoðaðir voru. Noregur með sitt teknópopp fylgir í kjölfar hennar en 3.-5. sæti eru ekki eins afgerandi. Þetta eru þó flest allt framlög sem sungin eru af sólósöngkonum sem er út af fyrir sig áhugavert!

Hafa ber í huga að síðurnar ESC stats og ESCtoday.com miða við kosningu aðdáenda sem er ekki alveg sambærileg við almenna veðbanka sem tengjast ekki aðdáendum beint – þess vegna eru niðurstöðurnar ögn öðruvísi frá þeim.

Ef við lítum á spár um gengi íslenska lagsins eru þær svona:

Veðbankar

 

Ísland

 

Oddschecker.com 37. sæti
Olbg.com 35. sæti
Paddypower.com 26. sæti
William Hill 32. sæti
ESC stats 16. sæti
Esctoday.com
/OGAE-international.com
Án stiga
Nicerodds 37. sæti

Nokkuð snemmt er að áætla nokkuð út frá þessum tölum því að mörg laganna deila sömu sætunum (eru hreinlega ekki komin í samkeppnina um veðmálin) en þetta gefur ekki mikið tilefni til bjartsýni nú. Við trúum því nú samt að þetta breytist fljótt enda enn langt í keppnina 🙂

Röð landa í undankeppnunum tveimur!

Í tilefni þess að í dag fjallar http://www.eurovision.tv sérstaklega um íslenska framlagið, er ekki úr vegi að gíra okkur aðeins upp fyrir keppnina.

Á morgun er nákvæmlega mánuður þar til Eurovision-keppnin 2013 fer formlega af stað með fyrri forkeppninni í Malmö í Svíþjóð!

Spenningurinn er mikill og því gaman að velta fyrir sér hvernig löndin koma til með að raðast á þessi tvö undankvöld:

Fyrri undankeppnin er svona:

1 Austurríki
2 Eistland
3 Slóvenía
4 Króatía
5 Danmörk
6 Rússland
7 Úkraína
8 Holland
9 Svartfjallaland
10 Litháen
11 Hvíta-Rússland
12 Moldóva
13 Írland
14 Kýpur
15 Belgía
16 Serbía

Seinni undankeppnin er svona:

1 Lettland
2 San Marínó
3 Makedónía
4 Azerbaídsjan
5 Finnland
6 Malta
7 Búlgaría
8 ÍSLAND
9 Grikkland
10 Ísrael
11 Armenía
12 Ungverjaland
13 Noregur
14 Albanía
15 Georgía
16 Sviss
17 Rúmenía

Það hefur löngum verið skemmtilegt að pæla í hvenær hvaða framlag stígur á svið og yfirleitt hefur það verið þannig að þau lög sem seinust eru á svið hvort undankvöldið (síðast og næstsíðast) hafa verið örugg áfram í aðalkeppnina, óháð gæðum laganna.

Varðandi spekúlasjónir um gengi Íslands sem er 8. atriðið á svið á síðara kvöldinu, þá voru Greta og Jónsi nr. 2 á svið í undankeppninni í fyrra/7. á aðalkeppni, voru 8. af 10 lögum sem komust áfram og höfnuðu í 20. sæti í aðalkeppninni – og því lítið hægt að segja annað en út frá tölfræðinni gæti staðan mögulega orðið svipuð í ár. Fylgi íslenska lagsins 2012 var þó mjög mikið meðal erlendra aðdáenda sérstaklega, sem hefur ekki borið eins mikið á nú.