Söngvakeppni Sjónvarpsins 2013: Spá HTF

Það er komið að spá Hildar fyrir kvöldið í kvöld:

Ég hef velt keppninni í ár mikið fyrir mér og spáð og spegúlerað í hvað gerir það að verkum að í ár virðist ekki vera neinn afgerandi sigurvegari og engin afgerandi leiðindi eða hryllingur og í raun gætu öll lögin sem keppa á laugardagskvöldið komist í efstu sætin. Að mínu mati liggur ástæðan í ákveðinni meðalmennsku sem virðist einkenna lögin í ár. Hér eru á ferðinni sjö þokkaleg lög, ekkert þeirra er þó mikil snilld, né hefur frábæran  texta, þau detta öll í að vera meðalgóð popplög sem flest myndu líklega sóma sér vel í útvarpinu svona rétt á meðan maður brunar í stórmarkaðinn að versla inn fyrir helgina frekar en ná til milljóna áhorfenda í gegnum sjónvarpsskjáinn á 3 mínútum. Þetta er þó alls ekki illa meint, heldur aðeins vangavelta um hvað bíður sigurlagsins.

Þetta er þó það sem boðið er upp á í ár og úr því verðum við að velja. Það sem helst skilur þessi lög að er framsetning þeirra á sviðinu og flutningur. Í framsetningu stendur Birgitta upp úr enda er það eina atriðið sem kemur virkilega vel út í sjónvarpi. Sá sem kemst næst Birgittu í góðri sjónvarpsframsetningu er Eyþór Ingi en mér finnst höfundarnir þar algjörlega hitt naglann á höfuðið með framsetningu sem er bæði í stíl við lagið og kemur vel út í sjónvarpinu og það sama má líka segja um Halla Reynis. Hjá báðum er flutningurinn í aðalhlutverki og þeir skila báðir sínu vel. Annað er lítið spennandi í sjónvarpi og lítur meira út eins og upptaka af sviði frekar en framleiðsla fyrir sjónvarp. Mesta möguleika á að bæta þetta á lagið Ég syng! ef þau losa sig við Tónbæjarstílinn í dansinum og Sollu stirðu-múvin þá yrði það strax betra.

Með framsetningu, flutning og lögin sjálf í huga spái ég eftirfarandi í efstu þrjú sætin:

3. sæti: Lífið snýst/Ég syng!

2. sæti: Ég á líf

1. sæti:  Meðal andanna

Ég get ekki með neinu móti gert upp á milli þess hvort Lífið snýst eða Ég syng! verði í þriðja sæti svo ég set bæði. Ég tel þó líklegt að öll þessi fjögur lög geti endaði í efstu tveimur sætunum og því háð einvígi um hvort kemst áfram til Malmö. Spáum því aðeins í möguleikana sem lögin eiga lendi þau í einvígi. Líkt og hjá Eyrúnu er engin vísindi hér á bakvið eða nokkuð annað en eigin tilfinning.

Flytjendur efstir eftir blandaða kosningu

Minni líkur eftir einvígið

Meiri líkur eftir einvígið

Birgitta og Unnur

Unnur

Birgitta

Birgitta og Eyþór

Eyþór

Birgitta

Eyþór og Unnur

Unnur

Eyþór

Svavar&Hreindís og Eyþór

Svavar&Hreindís

Eyþór

Svavar&Hreindís og Birgitta

Svavar&Hreindís

Birgitta

Svavar&Hreindís og Unnur

Svavar&Hreindís

Unnur

 Samkvæmt þessu myndi Birgitta í flestum tilfellum vinna og Eyþór þar á eftir. Unnur ætti einungis möguleika í keppni við Svavar Knút og Hreindísi sem myndu tapa einvíginu á móti öllum hinum keppendunum þrem.

Það er því ljóst að keppnin verður spennandi í kvöld og ekkert annað að gera en að sitja límdur við skjáinn og sjá hvað gerist!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s