Söngvakeppni Sjónvarpsins 2013: Spá EEV

Upp er runninn Söngvakeppnisdagurinn og ekki laust við að nú hellist yfir mann spennuskjálftinn sem kemur alltaf á þessum degi. Hér birtist spá Eyrúnar fyrir kvöldið:

Margt hefur verið spekúlerað og rýnt í flutning og framlög, jafnt hér sem og í fjölmiðlum síðustu daga. Flestallir hafa skoðun á því hvaða lag kemst alla leið en fæstir eru sammála um hvaða lag það verður. Það hlýtur að þýða að lögin séu nokkuð jöfn að gæðum og flytjendur að vinsældum, væntanlega líka.   Sú staðreynd ásamt því að keppnin er með breyttu sniði og efstu lögin tvö verða flutt aftur og kosið eingöngu á milli þeirra gerir það að verkum að afskaplega erfitt er að rýna í röðun laga sem og möguleikana í einvíginu. Ég ætla þó að gera heiðarlega tilraun:

Röðun laga

Fyrsti hluti kosningar er blönduð símakosning og dómnefndarkosning og því verður að miða við fyrirkomulagið og möguleikana eins og þeir hafa birst hingað til. Auðvitað skal það tekið með í reikninginn að flutningur á Eldborgarsviðinu í Hörpu býður upp á frekari útfærslumöguleika og því ekkert víst að allt verði eins og í undankeppnunum. En vegna þess hve stutt er liðið frá undankeppnunum getum við ekki gert ráð fyrir rosalegum breytingum. Svona tel ég að röð þriggja efstu verði:

3. sæti: Unnur (Ég syng!)

2. sæti: Eyþór (Ég á líf)

1. sæti: Birgitta (Meðal andanna)

Hins vegar vil ég svo sannarlega ekki útiloka dúettana tvo, Jógvan og Stefaníu og Svavar Knút og Hreindísi. Ég held hreinlega að bakland hinna flytjendanna sem og lög og flutningur vegi þyngra þegar á hólminn kemur. Mig langar hins vegar að spá dálítið í einvígið.

Einvígið

Ég geri fastlega ráð fyrir að þessi fimm framlög bítist um efstu sætin hvernig sem þau raðast. Það væri dálítið gaman að skoða þau öll sömul út frá því hvort þau lentu í einvígi eða ekki. Tek það fram að ég styðst ekki við neitt annað en eigið brjóstvit í þessum efnum – og þessar kenningar eru auðhrekjanlegar:

Flytjendur efstir eftir blandaða kosningu Minni líkur eftir einvígið Meiri líkur eftir einvígið
Birgitta og Unnur Unnur Birgitta
Birgitta og Eyþór Eyþór? Birgitta?
Eyþór og Unnur Unnur Eyþór
Jógvan&Stefanía og Birgitta Jógvan&Stefanía Birgitta
Jógvan&Stefanía og Unnur Unnur Jógvan&Stefanía
Svavar&Hreindís og Eyþór Eyþór Svavar&Hreindís
Eyþór og Jógvan&Stefanía Jógvan&Stefanía Eyþór
Svavar&Hreindís og Birgitta Svavar&Hreindís Birgitta
Svavar&Hreindís og Unnur Svavar&Hreindís Unnur

Eina staðan sem ég gæti trúað að yrði hrein pattstaða er ef Eyþór og Birgitta lenda í einvíginu, sem mér finnst þó líkur vera á. Lögin og flytjendurnir eru hvort um sig fremur sterkir kandidatar og því gæti þetta hreinlega orðið keppni milli aðdáenda/áhorfenda hvor hópurinn nær að hringja oftar inn áður en kosningunni lýkur. Ji, væri það ekki spennandi?  🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s