Möguleikar í úrslitum: Til þín

Jógvan og Stefanía á seinna undankvöldinu á laugardaginn var. Mynd frá FÁSES.

Þau Jógvan og Stefanía svífa fimmtu á svið á laugardaginn með annað lag Sveins Rúnars í keppninni, Til þín.

Kostir:

  • Líkur á óaðfinnanlegum flutningi.
  • Rafmagnað kombó og ekki laust við „kemistrí“ á sviðinu.
  • Skemmtilegur stígandi í laginu sem höfðar til margra og er eftirminnilegt.

Gallar:

  • Nokkuð fyrirsjáanlegt og e.t.v. ekki frumlegasta lag í keppninni.
  • Gæti lotið í lægra haldi fyrir hinu dúóinu, Svavari Knúti og Hreindísi Ylvu.
  • Kjóllinn hennar Stefaníu, vonandi fær hún nýjan fyrir Hörpuna!

Möguleikar alls í Söngvakeppninni: Líkurnar á því að þetta blandi sér í toppslaginn verða að teljast þó nokkrar. Ef lagið kemst ekki í lokaeinvígið þá verður það næst á eftir.

Möguleikar í Eurovision sjálfri:  Möguleikar lagsins á að komast upp úr undankeppninni lægju kannski helst í því að Jógvan er nokkuð þekktur í aðdáendaheiminum í gegnum þátttöku sína í Söngvakeppni Sjónvarpsins.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s