Gestaálit: Systkinin Bragi og Sigrún

Annað og þriðja gestaálit okkar í dag kemur frá systkinunum Braga og Sigrúnu Skaftabörnum. Þau verða seint talin helstu júróvísjon-aðdáendur Íslands en hafa þó gjarnan skemmtilegar skoðanir á lögunum og keppninni! Hérna kemur þeirra samantekt á Söngvakeppnislögunum í ár:

Ekki líta undan – Magni

BragiBragi:Magni gerir afskaplega gott úr þessum þremur nótum sem lagið er samansett úr. Það er nú samt sem áður þannig að einfaldleiki laga í Eurovision hafa ekki endilega neikvæð áhrif á gengi þeirra. Lagið sjálft hefur ágætis ris og krafturinn í röddinni hans Magna fær að njóta sín í gegnum lagið. Ég var hissa á því að lagið kæmist ekki í gegnum símakosninguna þar sem slakari lög komust í gegn. Það er hugsanlegt að þetta sé lag sem eigi eftir að draga fólk til sín á lokakaflanum en það á varla eftir að vinna, lagið er full rokkað til þess og það er eins og slík lög eigi ekki almennilega upp á pallborðið hjá áhorfendum keppninnar. Ef laginu skyldi nú takast hið erfiða verk að komast í úrslitin þá er aldrei að vita hvað gæti gerst. Eftir að hafa hlustað á lagið margoft er enginn augljós „hook“ til að grípa mann. Það gæti verið akkilesarhællinn en að því sögðu þá gæti þessi tónlist höfðað til breiðari hóps en virðist við fyrstu sýn. Býst samt ekki við neinum stórvirkjum.“

Sigrun

Sigrún: „Lagið byrjar eins og eitthvað seiðandi miðausturlenskt lag en er fljótt að missa þessa töfra og verða jafn áhugavert og skál af Cheerios að mánudagsmorgni, sem er svo sem í lagi. Lítið að Cheeriosi, sérstaklega með hunangi. Þetta er hins vegar full dauft. Gerð er hálf árangurslaus tilraun lagahöfundar til þess að rokka upp lagið með grimmum rafmagnsgítar en er ekki að gera sig… Sorry með mig en þetta fer ekki langt.“

Lífið snýst – Svavar Knútur og Hreindís Ylva

BragiBragi:Dillirófulagið í þessari keppni. Vel pródúserað fílgúdd lag sem hljómar eins og fínasta flaueli sé strokið við hlustir manns. Svavar syngur lagið áreynslulaust og er umkringdur fagmönnum í hverri stöðu, það heyrist frá fyrsta tóni. Lagið sjálft er vel kaflaskipt og kemur nokkuð á óvart í úúúú-kaflanum, skemmtileg brú þar á ferðinni. Afskaplega gaman að heyra í plokkinu á bakvið og bjöllunum. Allt saman passar vel saman en spurning hvort lagið sé of látlaust. Það mun þá koma í ljós. Að mínu mati besta lagið í keppninni en hérna er ég samt hlutdrægur þar sem tengsl mín við Svavar Knút eru meiri en við þá sem koma að öðrum lögum. Lagið gæti komið á óvart í Malmö og ef farið er út á ystu nöf í getgátum þá gæti það náð í topp tíu í úrslitunum. Það gæti líka gleymst algerlega. Svavar Knútur er hins vegar búinn að heita því að syngja á íslensku ef hann er kosinn áfram. Það yrði ágætis tilbreyting frá enskuvælinu í öllum í þessari keppni. Húrra fyrir fjölbreytileika!“

Sigrun

Sigrún: „Þetta er eina lagið sem ég gæti hlustað á oftar en einu sinni í þessari keppni í ár, húrra fyrir því. Það er mögulega krúttlegasta og mesta feel good lag keppninnar.“

Ég á líf – Eyþór Ingi

BragiBragi: „Söngleikjalag keppninnar í ár. Mikið skín söngleikjaáhuginn og kunnáttan út úr söng Eyþórs. Það verður nánast óþægilegt á stundum. Líkt og lagið eigi að vera hluti af söguþræði. Stígur út úr hestvagni eftir að hafa kvatt sína heittelskuðu og er á leiðinni í stríð. Lagið stækkar hægt og rólega og endar í einni rjómapönnsu sem skellur á andlitinu með þunga músarinnar. Um miðbik lagsins er hálfskrítið móment rétt fyrir hækkunina sem kippir manni samt aftur á jörðina og gerir að verkum að maður fer að hugsa um eitthvað annað. Ekki of hrifinn af laginu sjálfu en flytjendurnir gera þetta eins vel og hægt er miðað við takmarkanir lagsins. Kæmi mér verulega á óvart ef lagið kæmist til Malmö en ef það kæmist þangað gæfist tími til að snikka það aðeins til. Ljónsmakkinn gæti svo hrifið eystri hluta Evrópu svo mikið að Ég á líf gæti átt sér framhaldslíf í seinni úrslitum. Lífið er fullt af óvæntum uppákomum.“

SigrunSigrún: „Þetta er pretty og minnir mig á dönsk popplög, mjúkt og gott í gegn. Ekki mikið hægt að setja út á þetta lag, þetta er ultimate eurodúllupopp Það er greinilegt að Örlygur Smári og Pétur Örn hafa verið duglegir við að horfa á Eurovision, þeir skilja conceptið! Á vonandi eftir að gera góða hluti bæði hér heima og kannski… bara kannski úti.“

Meðal andanna – Birgitta Haukdal

BragiBragi: „Skotspónn fimmeyringanna þessa vikuna. Undirritaður hefur séð myndagátu með Andrési Önd og Panódíl boxi. Mjög gott. (grínið altso) Lagið er hin fínasta formúluprufa og Birgitta gerir þetta eins vel og hægt er. Í hreinskilni sagt kemur þetta lag bara svona fimm til fimmtán árum of seint til skjalanna. Sko, það væri hægt að skrifa einhverja hneykslunarvellu um þetta lag og kvabba yfir því að það er ekki nógu frumlegt og ekki nógu þetta og hitt. En svo er líka hægt að segja um þetta að það eru bara fullt af Eurovision-lögum sem taka þátt í úrslitakeppninni sem eru miklu verri en þetta og eru samin eftir svipaðri forskrift. Miðað við undanfarin ár hins vegar er ekki líklegt að þetta lag geri mikið úti en… það gæti komist út. Segir indíelektrófíkillinn.“

SigrunSigrún: „Okei, áður en lagið byrjar vil ég commenta á nafnið á laginu… eða nei, ég ætla að sleppa því. Þetta lag skilur ekki mikið eftir, ágætis bakgrunnstónlist. Ég byrjaði nefnilega að skoða myndir á facebook og gleymdi að hlusta…. Kannski er ég full ómálefnaleg en lagið passar kannski ekki við tónlistarsmekkinn minn og því erfitt fyrir mig að dæma um það. Birgitta er góð söngkona og það heldur laginu uppi en ég er ekki frá því að röddin hennar hentaði betur jazzi. Hún er með flottan ráman karakter sem dýrasta viskí á erfitt með að ná. Býst ekki við miklu af laginu.“

Til þín – Jógvan og Stefanía

BragiBragi: „Jógvan, Jógvan, Jógvan…. næst syngurðu bara einn og við hin skulum bara lofa þér að þú keppir fyrir hönd Íslands. Nú má ekki misskilja og halda að Stefanía sé bara upp á punt í þessu lagi. Hún gerir þetta bara mjög vel. Það er bara minn fílingur að þau passi ekki saman. Mikið er þetta lag nú samt fínt. Það gæti verið pródúserað á fínan hátt og gert góða hluti úti. Fullt af jákvæðum krafti og stíganda sem gæti verið virkjaður til að lýsa nokkur herbergi í Hörpunni. Sjaldan klaufagangur í samsöng en ég er ekki að finna fyrir kemistríunni sem þyrfti að vera þarna á milli. Finnst líklegt að lagið verði á topp 3 og gæti vel komist út. Úti efast ég um að það komist langt en vonandi samt upp úr „milliriðlinum“. Annaðhvort leggst lagið vel í fólk eða gleymist. Ég legg samt frekar til að Jógvani verði bara leyft að syngja sjö lög næsta ár og svo veljum við hvaða lag fer út. Jógvan vill út.“

SigrunSigrún: „Ég hef alveg Eurovision-trú á þessu lagi. Ekki margt um það að segja bara mjög formúlað og fínt hjá þessum dúói, gaman að sjá nýja söngkonu stimpla sig inn í keppnina.“

Vinátta – Halli Reynis

BragiBragi: „Þetta lag gæti orðið klassískur íslenskur gítarslagari. Hugsum um reykfylltan (það má reyndar ekki lengur) úthverfapöbb og kertaljósakvöld, eða snjóstorm á Vestfjörðum og húsið þar sem tilefni er til að hlusta á gamla geisladiskinn sem hefur hlýjað hjartarótum í þónokkur ár. Þetta lag á ekkert heima í Eurovision. En það er bara býsna skemmtilegt, svona miðaldra vagg sem mörgum finnst vera hið mesta yndi. Ef það kemst áfram þá týnist lagið er ég hræddur um. En það verður ekki laginu sjálfu að kenna.“

SigrunSigrún:Ég veit ekki með þetta sem Eurovision-lag; þetta er fínasta dægurlag, sé fyrir mér hóp af hestamönnum að spila á gítar og syngja með.“

Ég syng! – Unnur Eggerts

BragiBragi: „Hef heyrt þetta lag áður með stelpnabandi frá Englandi. Viss um það… Hlýtur bara að vera. Er það gott að fá þetta á tilfinninguna? Kannski, það laðar allavegana að og gerir það að verkum að maður nær laginu ekki úr heilanum. Sérstaklega er það þetta eilífa durururuddudururu sem herja á mann.Þetta er hins vegar eitt af fáum lögum í keppninni í ár sem er ekkert sérstaklega vel framkvæmt. Manni líður alltaf eins og hægt væri að gera betur. Hef svo sem voða lítið um þetta lag að segja, það gæti unnið. Finnst það meira að segja býsna líklegt ef litið er til vinsælda Blás Ópals í fyrra, þetta er ekkert svo ólíkt stemningunni í því lagi.“

SigrunSigrún: „Þetta lag minnir mig pínu á eitthvað barnalag sem gæti verið með á Söngvaborg sungið af Siggu og Maríu, rosa krúttlegt og allt það en ekki beint spennandi. Eftir því sem á leið á lagið var það við það að gera mig snargeggjaða… Það gæti samt verið kostur. Óttast að við munum þurfa að halda með Elízu í maí.“

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s