Gestaálit: Laufey Helga Guðmundsdóttir

Í dag munum við birta samtals fimm gestaálit þar sem farið verður yfir lögin í úrslitunum á morgun. Laufey Helga Guðmundsdóttir, FÁSES-félagi og meðlimur í verkefnanefnd FÁSES ríður á vaðið!

Laufey og Eiríkur Hauks í íslenska sendiráðinu í Helsinki fyrir keppnina 2007

Ekki líta undan – Magni
Svolítið langt frá þrusugóða Hugarró frá því í fyrra. Ekki líta undan er aðeins of venjulegt lag fyrir Magna og grípur mann ekki við fyrstu hlustun. Mun því miður ekki gera neinar gloríur í Hörpunni.

Lífið sem snýst – Svavar Knútur, Hreindís Ylfa
Tröllabarnið með FÁSES-englinum eiga eftir að heilla landsmenn upp úr skónum með sömu sjarmatöfrunum og síðasta föstudagskvöld. Persónulega er ég mjög hrifin af laginu, tambúrínunni og gítarleleinu en held að það endi því miður ekki meðal tveggja efstu.

Ég á líf – Eyþór Ingi
Eftir fyrstu hlustun fannst mér þetta lag vera algjört drasl en eftir að hafa séð Eyþór Inga og lífið hans í undankeppninni var eitthvað sem náði mér. Stend sjálfan mig að því að raula þetta í tíma og ótíma þrátt fyrir að hafa ekki heyrt það oft. Spái þessu meðal efstu laga á laugardaginn – sérstaklega í ljósi þess að hægt verður að koma fyrir fiðlum á sviðinu í Malmö ef Eyþór tekur þetta.

Meðal andanna – Birgitta Haukdal
Birgitta er fagmaður og er með búninga, hár, meikup, ljós, bakgrunn, bakraddir og vindvélina á hreinu. Verst að lagið er ekki sem best! En Húsavíkurskvísan tekur þetta á Júró/Írafárs-fortíðinni og blandar sér í toppbaráttuna í Hörpunni.

Til þín – Jógvan og Stefanía
Hér á það sama við og um Eyþórslag. Eftir fyrstu hlustun var ég nokkuð vonsvikin en eftir frammistöðuna síðasta laugardag er ég svolítið skotin í þessum dúett. Þau koma mjög vel út á sviðinu saman og virka á mig eins og þau séu bara að gera þetta af því þeim langar til þess. Þetta er í topp þremur hjá mér.

Vinátta – Halli Reynis
Fínt útvarpslag hjá Halla Reynis sem því miður verður einungis til uppfyllingar í Hörpunni.

Ég syng – Unnur Eggerts
Solla stirða með eyrnaorminn! Fyrirfram myndi ég ekki spá þessu lagi lukku en melódían hefur allt að því sjúkleg dilli-áhrif á fólk ásamt því að Unnur er síðust á svið og því gæti þetta lag komið á óvart.

Ég held að Birgitta og Unnur Eggerts verði í tveimur efstu sætunum og spái því svo að Birgitta taki þetta á endasprettinum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s