Möguleikar í úrslitum: Meðal andanna

Birgitta á fyrra undankvöldinu á föstudaginn var. Mynd frá FÁSES.

Birgitta er fjórða á svið og syngur sitt lagið sitt Meðal andanna sem hún samdi í félagi við systur sína Sylvíu Haukdal og Jonas Gladnikoff.

Kostir:

  • Klárlega júróvísjonlegasta lagið í keppninni.
  • Grípandi og stórt.
  • Framsetning fyrir sjónvarp góð.

Gallar:

  • Ef til vill of mikil formúla…
  • Háu tónarnir eru fallvaltir og ef þeir nást ekki gætu þeir ráðið úrslitum fyrir lagið í heild.
  • Kuflar bakraddanna gætu jafnvel fælt einhvern frá!

Möguleikar alls í Söngvakeppninni: Þar sem Birgitta er vinæl og lagið dúndrandi júróvísjon-bomba þá eru líkur á að lagið verði í toppslagnum ansi miklar. Lagið gefur möguleika á góðri útfærslu fyrir sjónvarp.

Möguleikar í Eurovision sjálfri: Möguleikarnir í Malmö gætu verið talsverðir á að komast áfram upp úr undankeppninni. Lagið er svona þægilega mikið júróvísjon í bland við að vera nokkuð grípandi. Birgitta hefur náttúrlega keppt áður og margir því sem þekkja hana í aðdáendaheiminum og lagið allt eins líklegt til að verða vinsælt í þeim heimi. Hvað myndi gerast á úrslitakvöldinu ef lagið kæmist alla leið þangað er nánast ómögulegt að spá fyrir um.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s