Möguleikar í úrslitum: Ég á líf

Eyþór Ingi á fyrra undankvöldinu á föstudaginn var. Mynd frá FÁSES.

Eyþór Ingi stígur þriðji á svið á laugardaginn og flytur hið írskuskotna lag, Ég á líf eftir Pétur Örn og Örlyg Smára.

Kostir:

 • Grípandi lag og líkur á óaðfinnanlegum flutningi.
 • Höfundar hoknir af júróvísjon-reynslu.
 • Einlægni og sterk nærvera Eyþórs á sviðinu.

Gallar:

 • Jafnvel of líkt mörgum, einkum írskum, framlögum.
 • Lagið í miðri keppninni og e.t.v. ekki á þannig stað að fólk muni vel eftir því – nema að auglýsingahlé komi á undan eða eftir!
 • Flutningurinn veltur allur á Eyþóri, ekki einu sinni bakraddir á sviðinu og því ákaflega mikið í húfi.

Möguleikar alls í Söngvakeppninni: Líkurnar á að lagið fari í toppslaginn teljum við talsverðar. Lagið er það grípandi, vel flutt og einhvern veginn þægilegt að fólki líkar við það. Börn syngja það við fyrstu hlustun og þannig lag hlýtur að slá í gegn!

Möguleikar í Eurovision sjálfri: Eins og með lagið Lífið snýst þá gæti þetta lag auðveldlega fallið í gleymsku. Hins vegar gæti það náð í gegn í úrslitin ef Eyþóri tækist að flytja það af sinni einskæru snilld með alla þá einlægni sem hann á til.

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Möguleikar í úrslitum: Ég á líf

 1. Heida Lind skrifar:

  Ég held og vona að það verði í topp tveimur. Það er svo flott lag, eftir flotta og reynda höfunda og Eyþór er pottþéttur flytjandi. Hann túlkar lagið svo vel, m.a.s. sagði dívan sjálf það hún Chiara, sem skilur ekki neitt en finnur að hann tengir við lagið og það sem hann er að syngja um.
  Þetta er ofsalega gríðandi lag, ég er búin að vera raulandi viðlagið alveg á fullu!

 2. Ásdís skrifar:

  harið þið prófað að skipta orðinu Líf út fyri Bíl og syngja það…. það er pínu skemmtielgt

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s