Spjall við flytjendur: Hreindís Ylva og Svavar Knútur

Annar af tveimur dúettum í úrslitum eru þau Svavar Knútur og Hreindís Ylva. Þau tóku sér smá tíma og svöruðu örfáum spurningum fyrir okkur hérna á Öllu um Júróvísjon!
svavar-hreindis
Svavar Knútur:
1. Hversu spenntur ertu fyrir laugardeginum á skalanum 1-10?
„Ég myndi segja svona 8.5 😀 Mér finnst þetta rosalega gaman en ég er bara með svo geðveikt mikið að gera að ég hef ekki 100% tíma til að vera bara kolbrjálaður.“

 2. Hver er mesta júróvíjson stjarna allra tíma?
„Annaðhvort Gildo „hatt euch liebt!!!“ eða Carola. Svo er Johnny Logan vel hress með kúluhattinn á kantinum.“
3. Myndir þú mæla með þátttöku í Söngvakeppninni við aðra tónlistarmenn?
„Já auðvitað. Þetta er stórskemmtileg, um leið og maður sleppir fýlunni og artfartahægðatregðunni sinni og ákveður að hafa bara gaman.“
4. Vitið þið hvað FÁSES er?
„Félag áhugafólks um sjónvarpskeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Eða félag áhugafólks um sífelldar eyrnasveppasýkingar. Það er líka til… held ég…“
5. Værirðu til í að fara á Eurovision sem bakrödd fyrir annan keppanda?
„Veit ekki alveg, ég er svo upptekinn af lífinu að það væri pínu vesen. En ef mér þætti geðveikt vænt um keppandann, þá myndi ég auðvitað hoppa með 🙂 Þannig að eiginlega… Jájá. :D“
6. Ef lífið væri júróvísjonlag um hvað væri það?
„Það væri um hvað lífið væri mikið júróvisjónlag um hvað lífið væri mikið júróvisjónlag og svo myndi heimurinn detta ofan í gat í sjálfum sér og tortímast í innsprengingu. Svona svolítið eins og þegar maður gúglar google eða deilir með núll. Það er alveg fatalt.“
———-
Hreindís Ylva:
1. Hversu spennt ertu fyrir laugardeginum á skalanum 1-10?
„Ég sprengi skalann! Söngvakeppnin er alltaf spennuefni hjá mér og hvað þá núna þegar ég er að taka þátt sjálf og fæ að syngja í Hörpunni í ofanálag.““
2. Hver er mesta júróvísjon-stjarna allra tíma?
Ég ætla að vera smá fyrirsjáanleg og segja Carola í kvennadeild og Johnny Logan í karladeild. Ég er mikill og einlægur aðdáandi Carolu og hef verið lengi, hún er bara eitthvað svo með’etta. Og það þarf nú ekki að útskýra sjarmann hann Johnny neitt frekar!
3. Veistu hvað FÁSES er?
Auðvitað! Ég er stoltur FÁSES-meðlimur og hoppaði hæð mína af gleði þegar klúbburinn var stofnaður enda löngu tímabært og fá stofnendur enn og aftur klapp á bakið frá mér fyrir að standa fyrir þessu.“
4. Mynduð mæla með þátttöku í Söngvakeppninni við aðra tónlistarmenn?
Já alveg klárlega. Þetta er ótrúlega skemmtilegur viðburður og gaman að taka þátt í frumflutningi á nýrri íslenskri tónlist og auðvitað sjónvarpsþætti sem meirihluti þjóðarinnar sameinast um að horfa á.
5. Værirðu til  í að fara á Eurovision sem bakrödd fyrir annan keppanda?
Já ég held það. Sérstaklega ef við værum með flott bakraddaspor, ég er algjör „sökker“ fyrir góðum bakraddasporum í Eurovision.“
6. Ef lífið væri júróvísjonlag um hvað væri það?
„Væri ekki bara óskandi að textinn við lagið okkar væri gegnumgangandi í lífi sem flestra. Að vera ekki með grýlukerti á hjörtunum og fagna litunum og lífsins tilbrigðum getur ekki verið nema gott.“
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s