Möguleikar í úrslitum: Lífið snýst

Svavar Knútur og Hreindís Ylva á föstudaginn var. Mynd frá FÁSES.

Önnur á svið á laugardaginn verða þau Svavar Knútur og Hreindís með lag Hallgríms Óskarssonar Lífið snýst.

Kostir:

  • Glaðlegt og hressilegt hamingjupopp!
  • Góður og fölskvalaus flutningur með þéttum bakröddum.
  • Eftirminnilegt þegar á heildina er litið, fremur ólíkt öðrum lögum.

Gallar:

  • Svipar um margt til eldri Söngvakeppnislaga, t.d. Waterslide með Sjonna Brink og Undir regnboganum með Ingó sem mörgum finnst ókostur.
  • Höfðar e.t.v. síður til mikilla júróvísjon-aðdáenda.
  • Svavar Knútur hefur svo mikla útgeislun og sterka nærveru á sviði að Hreindís hverfur örlítið í skuggann af honum og dúettinn verður því minna sannfærandi.

Möguleikar alls í Söngvakeppninni: Möguleikarnir á að ná langt verða að teljast talsverðir enda virðist lagið falla í kramið hjá þeim sem kusu á fyrra undankvöldinu. Það má einnig gera ráð fyrir að dómnefndin sé svag fyrir hamingjupoppinu.

Möguleikar í Eurovision sjálfri: Þar sem lagið er langt frá því að vera júrópopp, nokkuð krúttlegt og örlítið grípandi þá gæti það orðið til þess að kjósendur í Evrópu myndu vel eftir laginu og gætu því kosið það. Hins vegar verður að hafa það í huga, þrátt fyrir velgengni svipaðra laga undanfarin ár, að svona lög eiga það líka til að falla í gleymsku inn á milli glanspoppsins.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s