Möguleikar í úrslitum: Ekki líta undan

Magni í forkeppninni á föstudag. Mynd frá FÁSES.

Það er komið að því að fara yfir möguleika laganna sem keppa á úrslitakvöldinu í Hörpu á laugardaginn. Fyrsta lag á svið er lagið Ekki líta undan eftir Svein Rúnar Sigurðsson í flutningi Magna Ásgeirssonar. Lagið keppti á fyrra undanúrslitakvöldinu og komst ekki áfram. Það var hins vegar dómnefnd sem notaði rétt sinn til að bæta einu lagi við þau sex sem komust í úrslit og fleytti Magna áfram í úrslit.

Kostir:

 • Mjög kraftmikil rokkballaða sem Magni flytur af sinni einstöku snilld.
 • Grípandi viðlag.
 • Einfalt er oftast best, enginn glamúr eða glys. Bara Magnificent.

Gallar:

 • Kannski of líkt mörgu sem Magni hefur gert í keppninni hingað til.
 • Að vera fyrstur á svið gæti unnið gegn honum í þetta sinn; hættara á að gleymast.
 • Kraftinum þarf að fylgja mikil einlægni sem getur verið erfitt að koma til skila.

Möguleikar alls í Söngvakeppninni:  Möguleikarnir verða að teljast minni en meiri á að Magni fari alla leið að þessu sinni. Einkum í ljósi þess að það eru önnur framlög sem virðast hafa fallið meira í kramið hjá almenningi.

Möguleikar í Eurovision sjálfri: Þrátt fyrir að Lordi hafi unnið með rokklag árið 2006 þá hafa rokklög ekki náð sérlega góðum árangri í júróvísjon. Líkur væru þó á að lagið gæti náð langt og jafnvel upp úr undankeppninni einkum vegna Magna sem er nokkuð þekktur í aðdáendaheimi Eurovision. Líkur á mörgum stigum í aðalkeppninni verða þó að teljast hverfandi.

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Möguleikar í úrslitum: Ekki líta undan

 1. Jones19 skrifar:

  Sammála ykkur með Magna. Þetta er of látlaust, hann á ekki séns einn á sviðinu…ég væri til í meiri sviðsetningu hjá honum.

 2. Flosi Jon Ofeigsson skrifar:

  Hann er frábær söngvari en með þessu lagi á hann hvorki möguleika einn eða með gymmickum:)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s