Spjall við höfunda – Halli Reynis

Halli Reynis er mættur aftur í Söngvakeppnina eftir gott gengi með lagið sitt Ef ég hefði  vængi árið 2011. Lag Halla í ár heitir Vinátta og er að sjálfsögðu flutt af honum sjálfum.

songvk2013-hallireynis-0119

Fullt nafn? – Haraldur Reynisson

Hver er uppáhalds Eurovision-flytjandinn þinn og af hverju?  – Brainstorm frá Lettlandi vegna þess að þeir eiga flottasta lag sem ég hef heyrt í þessari keppni.

Hvert er eftirminnilegasta lagið/atriðið úr Söngvakeppninni í gegnum tíðina? – Fly on the wings of love með Olsen-bræðrum. Ég bjó í Danmörku á þessum árum og komst ekki hjá því að læra lagið fyrst á dönsku og svo kom stóra sprengjan þegar þeir slógu í gegn í lokakeppninni. Þeir eru dæmi um það að pallíettur og skraut er ekki málið í Júró. Eðlilegir old school-tónlistarmenn með kassagítara.

Hverju mega áhorfendur eiga von á á laugardag (t.d. sprengjur, fiðlukonsert)? – Kertaljósi og kassagítar.

Ef lífið væri Eurovision-lag, um hvað væri það? – Lagið myndi fjalla um að öllum ætti að líða vel og eiga rétt á hamingju. Í því lagi væri betri texti en gengur og gerist í þessari keppni.

Ef þú þyrftir að velja annað af tveimur, hvort myndirðu fara á Eurovision eða HM í handbolta? – HM í handbolta!!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s