Söngvakeppni Sjónvarpsins 2013: Yfirferð laga á seinna undankvöldi

Ooog áfram höldum við með yfirferðina okkar yfir lögin sem keppast við að komast í aðalkeppni Söngvakeppninnar í Hörpu næstkomandi laugardag, 2. febrúar. Í kvöld, laugardagskvöld, keppa þessi lög og skoðanir okkar á þeim fylgja með 🙂

 

klara_0

1. Skuggamynd í flutningi Klöru Óskar Elíasdóttur eftir Hallgrím ÓskarssonAshley Hicklin og Braga Valdimar Skúlason.

Eyrún segir: Klara stígur fyrst á svið á laugardagskvöldið með popplag frá Hallgrími Óskarssyni. Við fyrstu hlustun fannst mér textinn bera af (sem verður að segjast að gerist ekki oft með þessi Söngvakeppnislög, því miður) en lagið venst nokkuð vel. Það er þó ekki laust við að hugurinn reiki til þessara týpísku Eurovision-poppdíva sem hafa komið fram með svipuð lög undanfarin ár (dæmi: Safura frá Azerbaídsjan 2010) því að mér finnst svona lag svo ólíkt því sem Ísland hefur verið að gera í Eurovision – Kannski er það samt akkúrat það sem við erum að leita að, og ættum að senda í Eurovision! Held að þetta sé nokkuð öruggt áfram á aðalkvöldið.

Hildur segir: Ætli megi ekki segja að Skuggamynd sé nútímalegasta lagið í keppninni í ár. Það byrjar af krafti, dettur í góða laglínu og svo yfir í viðlag sem er bæði kunnuglegt og grípandi. Útsetningin er að sama skapi góð. Þótt lagið grípi kannski ekki strax við fyrstu hlustun þá venst það mjög vel og er líklega nr. 2 á mínum lista yfir uppáhaldslögin í keppninni. Það er langt síðan ég heyrði Klöru syngja live á sviði og ég tel að það velti algjörlega á flutningum hvort lagið fari áfram í úrslit. Það getur kannski haft áhrif að lagið er 3:15 sekúndur eins og það kemur fyrir á netinu og þarf því að stytta ef það vinnur og verður framlag okkar í Júróvísjon í Malmö í vor.

jogvan-stefania_copy

2. Til þín í flutningi Jógvans Hansen og Stefaníu Svavarsdóttur eftir Svein Rúnar Sigurðsson og Ágúst Ibsen.

Eyrún segir: Jógvan er alltaf skemmtilegur í Söngvakeppninni og syngur hér skemmtilegt lag með Stefaníu Svavarsdóttur, sem hefur m.a. sungið með Stuðmönnum. Lagið minnti mig alltaf svoldið á lag hans og Vignis Snæs frá 2011, Ég lofa, en stendur þó algjörlega fyrir sínu og gaman að hafa einn dúett á laugardeginum líka. Veit ekki alveg hvort þetta sé efni í aðalkeppnina en það gæti meira en verið.

Hildur segir: Ég verð að segja að ég varð fyrir vonbrigðum með þetta lag. Ég er yfirleitt alltaf aðdáandi laga Sveins Rúnars og að sama skapi hefur Jógvan yfirleitt alltaf sungið skemmtileg lög í þessari keppni. Að þessu finnst mér hins vegar lagið bara frekar leiðinlegt. Það er eiginlega allt of fyrirsjáanlegt auk þess sem svona hálf æpandi viðlög finnast mér alveg með eindæmum leiðinleg. En þar sem Jógvan hefur yfirleitt alltaf komist langt í keppninni og lagið aðgengilegt þá kæmi mér það ekki á óvart ef lagið kæmist áfram.

songvk2013-silvia-0148_1

3. Stund með þér í flutningi Sylvíu Erlu Scheving eftir Maríu Björk Sverrisdóttur.

Eyrún segir: María Björk hefur undanfarin ár sent lög í keppnina með ágætum árangri og nú fær hún unga söngkonu úr söngskólanum sínum, Sylvíu Erlu með sér í lið og hún flytur lagið Stund með þér (muniði eftir laginu hennar Rósu úr Sometime í fyrra með sama nafni?). Lagið er popp r’n’b-lag og umgjörðin á sviðinu kemur sennilega til með að skipta miklu máli um gengi þess. Gæti því brugðið til beggja vona.

Hildur segir: Enn á ný sjáum við nýjan flytjanda í ár sem er ekkert annað en jákvætt. Sylvía Erla er efnileg söngkona, það er engin spurning. Mér þykir þó lagið ekki alveg henta henni, hefði viljað heyra aðeins dekkri og þroskaðri rödd flytja þetta annars ágæta lag. Sylvía virðist þó eiga sér talsverðan aðdáendahóp, einkum meðal jafnaldra sinna og menntskælinga í landinu,  og gæti því rakað inn einhverjum stigum á laugardaginn ef þau sitja við símann. Ég held þó að hér muni flutningur hennar á sviðinu skipta algjöru höfuðmáli um framhaldið.

songvk2013-hallireynis2-0130

4. Vinátta í flutningi Haraldar Reynissonar eftir Harald Reynisson.

Eyrún segir: Halli Reynis syngur lag sitt Vináttu á laugardagskvöldinu og er eini sólóflytjandinn sem er karlkyns – það getur verið kostur! Annars finnst mér þetta lag renna fullauðveldlega í gegn án þess að vera mjög eftirminnilegt. Hef ekki á tilfinningunni að hann komist áfram þó flottur listamaður sé.

Hildur segir: Halli Reynis er mættur aftur með afskaplega huggulegt lag eins og honum einum er lagið. Ég verð þó að segja að mér þykir lagið ekki eins sterkt og Ef ég hefði vængi sem hann kom með í keppnina 2011. Lagið er þó öðruvísi en öll önnur lög í keppninni og gæti það verið jákvætt og gert lagið eftirminnilegra fyrir vikið. En það er eins og með lagið Lífið snýst með Svavari Knúti og Hreindísi, þá gæti þetta lag náð verulega langt í útvarpsspilun hver sem örlögin í Söngvakeppninni verða.

unnur-gummifix

5. Ég syng í flutningi Unnar Eggertsdóttur eftir Elízu Newmann, Gísla Kristjánsson, Ken Rose og Huldu G. Geirsdóttur.

Eyrún segir: Lag sem ég fíla og hlakka til að sjá á sviðinu. Ég fékk ósjálfrátt í hausinn myndina af Heiðu úr Unun í gyllta gallanum sínum að syngja Ég og heilinn minn eftir Dr. Gunna þannig að ég get verið sammála Hildi um Ununartenginguna – og hressleikann. Frábært lag sem kemst pottþétt áfram á aðalkvöldið.

Hildur segir: Elíza, Gísli og Ken bjóða okkur klárlega upp á hressasta lagið í keppninni að þessu sinni. Lagið er einfalt og hressandi og duruddu-kaflinn í viðlaginu er nokkuð grípandi og einhvern veginn minnir lagið mig á lög með Unun. Helsti veikleiki lagsins finnst mér liggja í laglínunni sjálfri, hún er vel í lagi í fyrsta erindi en þegar hún kemur aftur eftir grípandi viðlagið þá dettur lagið svolítið niður og ég væri vís með að skreppa á klósettið meðan á því stendur.  Unnur er er mjög sviðsvön og mun án efa flytja þetta með glæsibrag en samkvæmt upplýsingum frá höfundum mun verða mikið stuð á sviðinu á laugardaginn. Það er hér eins og oft áður sviðsetningin sem mun hafa mikil áhrif á framhaldið en styrkleikinn liggur klárlega í því að vera eina almennilega gleðilagið í keppninni í ár.

songvk2013-erna-0565ny

6. Augnablik í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur eftir Svein Rúnar Sigurðsson og Ingibjörgu Gunnarsdóttur.

Eyrún segir: Ágætis lag hjá Sveini Rúnari sem hljómar þó á köflum mjög líkt sigurlaginu frá í fyrra, þrátt fyrir að elementin séu önnur. Erna Hrönn ber lagið uppi og á eftir að gera mjög góða hluti, enda öllu vön. Ég hugsa að hún komist líka áfram í aðalkeppnina og það verður spennandi að sjá!

Hildur segir: Þegar ég hlustaði á öll lögin í fyrsta skiptið þá var þetta lag sem stóð upp úr. Hins vegar finnst mér það dala nokkuð við frekari hlustun. Þetta er nokkuð kraftmikið lag með þjóðlegum undirtóni og minnir mig örlítið á framlag okkar, Mundu eftir mér, eftir Gretu Salóme síðan í fyrra. Erna er hörku flytjandi og á eftir að standa sig með prýði á sviðinu og sem þekkt andlit og öllum hnútum kunn á sviðinu gæti það fleytt henni áfram, en ég hugsa að það verði frekar hún sem fleytir laginu áfram, en lagið sjálft.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Söngvakeppni Sjónvarpsins 2013: Yfirferð laga á seinna undankvöldi

 1. Magga skrifar:

  Frábær umfjöllun =)

  Almennt finnst fólki undanriðillinn sem var í kvöld (föstudag) sterkari en mér finnst þessi riðill með þessum lögum mun opnari, skemmtilegri og spennandi – er fyrir vikið sterkari í mínum augum alla vega.

  Alveg sammála með lagið hennar Klöru – fáranlega flottur texti og nútímalegt lag sem mun að öllum líkindum virka vel úti. Þetta gefur mér sömu tilfinninguna og þegar maður heyrði Is It True í fyrsta skipti. Flott söngkona, góð live, kraftballaða og selló 😀

  Finnst að við Íslendingar eigum að hætta senda þetta týpíska – finnst við alltaf senda það sama og ekkert nútímalegt. Höfum sent undanfarin ár alltaf söngvara/söngkonu og með þeim fara 4-5 stykki af bakraddarsöngvurum (2008,2010,2012) og ekkert meir. Aldrei neitt SHOW =/

  Vona innilega að við sendum flotta-nútímalega lagið hennar Klöru
  –En líklegast sendum við annað hvort Birgittu eða Erna Hrönn og hendum með 4-5 bakraddarsöngvurum – ekkert slæmt en samt ekkert frábært.

  Bestu kveðjur

  • jurovision skrifar:

   Takk Magga fyrir góð orð og skemmtilega umræðu. Nú er amk ljóst að hvorki Klara né Erna Hrönn munu fara en úrslitakvöldið verður sannarlega spennandi!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s