Spjall við höfund – Elíza og Gísli

Þau Elíza, Gísli og Ken sameina krafta sína í laginu Ég syng! sem er það fimmta í röðinni á svið á laugardaginn. Eftir því sem við komumst næst eru þau öll að stíga sín fyrstu skref í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Elíza og Gísli svöruðu spurningum Alls um Júróvísjon. Þau sáu bæði karlalandslið okkar í handbolta spila á Ólympíuleikunum í London í fyrra og eru því tilbúin fyrir Júróvísjon!

elisa-gisli-ken-placeholder_nytt

Fullt nafn? –  Elíza María Geirsdóttir Newman

Hver er uppáhalds Eurovision-flytjandinn þinn og af hverju? – ABBA ABBA ABBA að eilífu og svo pínu Johnny Logan 🙂

Hvert er eftirminnilegasta lagið/atriðið úr Söngvakeppninni í gegnum tíðina? – Það eru svo mörg lög að velja úr en mér fannst Sandra Kim með J’aime la vie rosa flott þegar ég var lítil : )

Hverju mega áhorfendur eiga von á á laugardag (t.d. sprengjur, fiðlukonsert)? –  Það verður fyrst og fremst mikið stuð við völd hjá okkur á laugadaginn!

Ef lífið væri Eurovision-lag, um hvað væri það? – Hina eilífu leit að hamingju í gegnum súrt og sætt, þar sem fjöll eru klifin og hugur flýgur á vit við ævintýralönd! Og svo náttúrlega með happy ending!

Ef þú þyrftir að velja annað af tveimur, hvort myndirðu fara á Eurovision eða HM í handbolta? – Eurovision, fór að sjá handboltann á Ólympíuleikunum og er ennþá að jafna mig!

– – –

Fullt nafn? – Gísli Kjaran Kristjánsson

Hver er uppáhalds Eurovision-flytjandinn þinn og af hverju? – Eiríkur Hauksson, alveg án efa.

Hvert er eftirminnilegasta lagið/atriðið úr Söngvakeppninni í gegnum tíðina? – Gleðibankinn er alltaf bestur.

Hverju mega áhorfendur eiga von á á laugardag (t.d. sprengjur, fiðlukonsert)? – Það verður fullt svið af flottum og skemmtilegum stelpum sem dansa og syngja hresst lag. Hvernig getur maður ekki fílað það!?

Ef lífið væri Eurovision-lag, um hvað væri það? – Hmm… Ekki minnstu hugmynd…

Ef þú þyrftir að velja annað af tveimur, hvort myndirðu fara á Eurovision eða HM í handbolta? – Fór á handboltann á Ólympíuleikunum í sumar þannig að það væri gaman að komast í Eurovision fyrr eða síðar.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s