Spjall við höfunda – Öggi og Pétur Örn

Örlygur Smári og Pétur Örn eru góðkunningjar Söngvakeppninnar og hafa margoft tekið þátt í henni. Pétur er afar reynslumikill júróvísjonbolti því að hann hefur ekki bara samið lög fyrir Söngvakeppninna, heldur líka flutt fjöldann allan af lögum og sungið bakraddir ábyggilega óteljandi sinnum! Þótt Örlygur hafi ekki eins oft komið fram á sviðinu sjálfu þá hefur hann átt fjölda laga m.a. Je ne sais quoi sem Hera Björk flutti svo eftirminnilega í Osló árið 2010. Þeir félgar taka nú höndum saman í lagasmíð og líka í spurningasvörun!

Poggi12

Fullt nafn? – Örlygur Smári og Pétur Örn Guðmundsson.

Hver er uppáhalds Eurovision-flytjandinn ykkar? – Kristján Gíslason.

Hvert er eftirminnilegasta lagið/atriðið úr Söngvakeppninni í gegnum tíðina? – Stefnumót með Kristjáni Gíslasyni árið 1991.

Hverju mega áhorfendur eiga von á á föstudaginn (t.d. sprengjur, fiðlukonsert)? – Fiðlusprengingu.

Ef lífið væri Eurovision-lag, um hvað væri það? – Allir væru menn með mönnum.

Ef þú þyrftir að velja annað af tveimur, hvort myndirðu fara á Eurovision eða HM í handbolta? – Við viljum Óla Stef og Guðjón Val með dúett á Eurovision, með bakraddir klæddar sem handboltar!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s