Spjall við höfunda – Birgitta Haukdal

Birgitta Haukdal er síðust á svið á föstudagskvöldið með lagið sitt Meðal andanna. Birgitta er enginn nýgæðingur í Söngvakeppninni, hefur nokkrum sinnum flutt falleg lög í keppninni, meðal annars söng hún lagið Núna veit ég eftir Hafdísi Huld, ásamt Magna í Laugardagslögunum árið 2008. Hún hefur náttúrlega líka staðið á sjálfu júróvísjon sviðinu en hún söng lag Hallgríms Óskarssonar, Open our heart, í Lettlandi árið 2003. Við komumst að því að Birgitta spilar handbolta!

birgitta2

Fullt nafn? – Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir

Hver er uppáhalds Eurovision-flytjandinn þinn og af hverju? – Ætli það sé ekki Celien Dion. Önnur eins söngkona hefur ekki sést í Eurovision, bæði hvað varðar söng og útgeislun.

Hvert er eftirminnilegasta lagið/atriðið úr Söngvakeppninni í gegnum tíðina? – Ég hélt mikið upp á Söndur Kim og Hubba hulle hulle á sínum tíma.

Hverju mega áhorfendur eiga von á á laugardag (t.d. sprengjur, fiðlukonsert)? – Engar sprengjur né fiðlur… úbbs, þetta verður kannsk glatað þá???

Ef lífið væri Eurovision-lag, um hvað væri það? – Er ekki Húbba hulle hulle ekki bara frábærislega kærulaust og skemmtilegt? Lífið á að vera skemmtilegt.

Ef þú þyrftir að velja annað af tvennu, hvort myndirðu fara á Eurovision eða HM í handbolta? – Verð ég ekki að segja Euro? Annars elska ég handbolta, bæði að horfa á og spila þannig að bæði er betra bara 😀

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s