Lag Þóris Úlfarssonar, Sá sem lætur hjartað ráða för verður það fjórða í röðinni á föstudagskvöldið. Þórir er mættur í Söngvakeppni Sjónvarpsins eftir ansi langt hlé en hann átti síðast lag í keppninni árið 1992. Uppáhalds júróvísjonmanneskja Þóris er Ómar Ragnarsson. Fyrir þá sem ekki muna þá átti Ómar Ragnarsson lagið Júnínótt í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2007. Þórir stjórnaði einmitt upptökum af því lagi!
Fullt nafn? – Þórir Úlfarsson
Hver er uppáhalds Eurovision-flytjandinn þinn og af hverju? – Ómar Ragnarsson , hann er flottastur!
Hvert er eftirminnilegasta lagið/atriðið úr Söngvakeppninni í gegnum tíðina? – Gleðibankinn.
Hverju mega áhorfendur eiga von á á föstudaginn (t.d. sprengjur, fiðlukonsert)? – Hvorki sprengjum né fiðlukonsert.
Ef lífið væri Eurovision-lag, um hvað væri það? – Lífið er lag 🙂
Ef þú þyrftir að velja annað af tveimur, hvort myndirðu fara á Eurovision eða HM í handbolta? – HM í handbolta.