Spjall við höfunda – Hallgrímur

Næsti höfundur í röðinn er Hallgrímur Óskarsson. Hann á tvö lög í keppninni í ár. Fyrra lagið hans í keppninni heitir Lífíð snýst í flutningi Svavars Knúts og Hreindísar Ylfu. Hallgrímur er enginn nýgæðingur í Söngvakeppni Sjónvarpsins né Júróvísjon en hann hefur samið fjölda laga, meðal annars Open our heart sem Birgitta Haukdal söng í Júróvísjon 2003. Samkvæmt lýsingum Hallgríms má búast við miklum tilfinningum á sviðinu á föstudaginn!

Hallgrimur_oskarsson

Fullt nafn? – Hallgrímur Óskarsson

Hver er uppáhalds Eurovision-flytjandinn þinn og af hverju? – Það er nú enginn einn því margir hafa verið góðir.  Stebbi & Eyvi standa upp úr af mörgum góðum íslenskum flytjendum en svo eru margir góðir erlendir t.d. Dana, ABBA, Secret Garden, Domenico Modungo og Carola.

Hvert er eftirminnilegasta lagið/atriðið úr Söngvakeppninni í gegnum tíðina? – Er ekki Waterloo eitt flottasta lag keppninnar? Fullkomið hvernig bassalínan fer niður þegar sönglínan fer upp.  Og svo koma lög í hugann eins og: Gullnu skórnir hjá Herreys, konan sem missti kjólinn og stóð á sviðinu á nærunum og svo gamla góða lagið hjá Dönu frá 1970 sem mamma spilaði árum saman á meðan ég dundaði á eldhúsgólfinu.

Hverju mega áhorfendur eiga von á á föstudaginn (t.d. sprengjur, fiðlukonsert)? – Sjóðandi heitar tilfinningar munu líða um eins og jarðkvika undir flekaskilum. Stjörnu- og geimþokur gætu komið við sögu eins og þær birtast í nágrenni vetrarbrautarinnar.  Skuggamyndir munu birtast og umbreytast í eina stóra tilfinningasprengju, vonandi  í takt við hjörtu áhorfanda.  Angist, kraftur og einlægni.

Ef lífið væri Eurovision-lag, um hvað væri það? – Lag um alla Íslendinga í heild sinni væri pönk-rokk lag sem fjallaði um Bjart í Sumarhúsum og hlutskipti hans innst inni á heiðinni. Einnig mætti það vera aría um litla krús sem langar að vera full af rauðvíni en er döpur af því enginn geymir neitt í henni nema ost.
Ef þú þyrftir að velja annað af tveimur, hvort myndirðu fara á Eurovision eða HM í handbolta? – Æ-i, ekki handboltann. Frekar tónlistarkeppni, Eurovision eða keppnin í San Remo – ég á eftir að prófa hana.  Ég myndi þó varla nenna á Eurovision-keppni nema ef ég væri með lag.  Kannski bara lítill kofi á Ítalíu með bækur, gítar, góða fólkið mitt og arineld? Já, takk.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s